Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 41
Bók fyrir fólk á aldrinum 10 til 106 ára sem hefur gaman af að hugsa. Hver rakar rakarann sem rakar alla sem raka sig ekki sjálfir? Hvað varð um týnda jólasveininn? Er hægt að koma sjö krökkum á sex stóla, þannig að hver hafi sitt sæti? Getum við ferðast inn í fortíð eða framtíð og snúið aftur? Er talan níu tengd afmælisdögum alls frægs fólks? Þessar spurningar og miklu fleiri eru settar fram í bókinni AHA! Ekki er allt sem sýnist. Í henni eru furðulegar þrautir og þversagnir fyrir alla sem eru klárir og skemmtilegir. Heimur hf. 512-7575, Pantanir: aha@heimur.is Aha! - þá þarftu ekki að leita lengur að jólagjöfinni fyrir þá. er allt sem sýnist ÞRAUTIR OG ÞVERSAGNIR FYRIRALLA Martin Gardner aha! Ekki Átt þú klára og skemmtilega vini á aldrinum 10-106 ára? ÉG ÁTTI nýlega tækifæri að tala við mann sem tók þátt í að gera nýjustu „Mats- skýrslu um Loftslags- breytingar“ á vegum „Milliríkjanefndar Sameinuðu Þjóðanna um Loftslagsbreyt- ingar“ (IPCC). Ég sagðist hafa áhyggjur af því að pólitíski arm- ur IPCC væri að vefa þétt alþjóðlegt hagsmunatengslanet ríkisstjórna og viðskiptalífs sem hagnaðist á kenningunni um mann- drifna hlýnun jarðar. Ég sagði hon- um að áhyggjur mínar vöknuðu við að sjá að slíkt hagsmunanet myndi þurfa að leggjast gegn gagnrýnum vísindamönnum til að verja sína hagsmuni og ef kenningin væri röng myndu þeir þurfa að fela og falsa upplýsingar til að sannleikurinn kæmi ekki í ljós. Ég benti honum á að slíkt hagsmunanet ógnaði vísind- unum. Hagsmunagæsla IPCC Áhyggjur mínar voru staðfestar stuttu síðar þegar vefpóstum virtra vísindamanna sem IPCC styðst við var lekið. Þar ræddu þeir hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýs- ingum, fölsuðu þær og földu, kúguðu vísindatímarit til að birta ekki grein- ar eftir gagnrýna vísindamenn o.s.frv. Ég viðraði þessar áhyggjur við innanbúðar mann IPCC því ég vildi vita hvort vísindamenn sem efast um kenninguna um manndrifna hlýnun jarðar hafi sæti í vísindaarmi IPCC. Hann svaraði: „No, we don’t let them.“ eða „Nei, við leyfum þeim það ekki.“ Þegar vísindi ógna valdi En hvað ef ástæða hlýnunar jarð- ar er önnur en koltvísýrings út- blástur manna og hvað ef hægt er að stöðva hlýnunina? Slík vísindakenn- ing ógnar valdamesta hagsmunaneti heimsins frá upphafi. Hún ógnar koltvísýrings skattheimtu allra ríkja heims. Hún ógnar einn- ig koltvísýrings kvóta- kerfi á valdi stærstu orku- og iðnfyrirtækja heims (stóru olíu- fyrirtækin eru nú þeg- ar farin að græða á kvóta sem þeir hafa fengið endurgjalds- laust). Hún ógnar þar að auki arðbærum kvóta viðskiptum stærstu fjármálastofn- anna heimsins. Koltvísýringskvóti mun m.a. hafa í för með sér: hærri skatta, hægari efnahags- bata, hærra matvælaverð og hung- urdauða. Guð mun ekki hjálpa okkur þegar hagsmunanetið er fullofið og lögfest um allan heim, og gagnrýnir vísindamenn munu eiga við ramman reip að draga að losa okkur undan því. Vísindamenn eru að hluta háðir þessu hagsmunaneti. Þeir þurfa fjármagn til rannsókna, vísindafjöl- miðla til að koma kenningum sínum á framfæri og félagsskap við aðra vísindamenn sem allir þurfa að hugsa um að bíta ekki höndina sem fæðir þá. Hlustum því vel á þá vís- indamenn sem ýtt hefur verið út í kuldann fyrir að gagnrýna kenningu sem er notuð til að réttlæta verulega tilfærslu verðmæta til valdamestu hagsmunaaðila heims. Valdamesta hags- munanet heimsins Eftir Jón Þór Ólafsson »Ég vildi vita hvort vísindamenn sem efast um manndrifna hlýnun jarðar hafi sæti í vísindaarmi IPCC. Hann svaraði: „No, we don’t let them.“ Jón Þór Ólafsson Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.