Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
ÞAÐ verður hátíðlegt stemning í miðbæ Ak-
ureyrar í dag, laugardag, þegar félagar úr
Kirkjukór Akureyrarkirkju, Kirkjukór Gler-
árkirkju, Karlakór Akureyrar-Geysi,
Kvennakór Akureyrar og Kvennakórnum
Emblu mynda kóraslóð frá klukkan 14.30-17
víðsvegar um miðbæinn þar sem hver kór
syngur í um hálftíma.
Upplagt er að byrja á að fylgjast með fé-
lögum úr Kirkjukór Akureyrar þar sem þeir
hefja upp raust sína við Bláu könnuna og
fylgja svo kóraslóðinni sem endar með söng
Kvennakórsins Emblu klukkan 16.30 við jóla-
tréð á Ráðhústorgi þar sem jólakötturinn
fylgist grannt með öllu.
Nánari upplýsingar um dagskrá Aðventuævintýris á Akureyri er að
finna á vefnum www.visitakureyri.is.
Kórfélagar flakka um miðbæ Akureyrar og
syngja fyrir gesti í jólaskapi
Í DAG, laugardag, og á morgun
milli kl. 11-17 verður jólamarkaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur
haldinn á Elliðavatni. Eins og áður
gefst fólki tækifæri til þess að fá
lánaðar sagir og höggva sitt eigið
jólatré. Trén eru á sama verði og
undanfarin ár óháð stærð.
Þá verður menningardagskrá í
boði fyrir börn og fullorðna auk
þess sem íslenskir hönnuðir og
handverksmenn bætast í hópinn. Á
laugardeginum lesa Anna Ingólfs-
dóttir og Kristín Arngrímsdóttir
upp úr bókum sínum auk þess sem
Timur Zolotusky heldur fyrirlestur
um rússneska íkona. Á sunnudeg-
inum munu Mikael Torfason og
Gerður Kristný lesa upp úr bókum
sínum og að lokum mun Halla
Norðfjörð spila og syngja fyrir
gesti.
Jólamarkaðurinn
á Elliðavatni
Á MORGUN sunnudag, kl. 13-17, verður
margt um að vera á Safnasvæðinu á Akranesi
en þá verður boðið til hátíðlegrar stundar þar
sem tónlist verður áberandi á dagskránni.
Frá kl. 13-15 leika nemendur frá Tónlistar-
skólanum á Akranesi jólalög víðs vegar um
svæðið, kl. 14 mun söngsveitin Óperukomp-
aníið syngja jólalög. Kl. 14:30 munu Bragi
Þórðarson og Stefán Sigurkarlsson lesa úr
bókum sínum í Garðakaffi. Kl. 15 mun Þóra
Grímsdóttir segja börnunum sögur í Garðakaffi og Steinaríki, en Þóra er ein-
stakur sagnaþulur. Kl. 16:00 hefst svo hátíðarstund á bryggjunni á útisvæð-
inu þar sem séra Eðvarð Ingólfsson flytur hugvekju og félagar úr kór Akra-
neskirkju leiða gesti í jólasöng.
Hátíðarstund á Safnasvæðinu á Akranesi
SUNNUDAGINN 29. desember nk.
kl. 20 verður Tómasarmessa í
Breiðholtskirkju. Tómassarmessan
hefur unnið sér fastan sess í
kirkjulífi borgarinnar, en slík
messa hefur verið haldin í Breið-
holtskirkju síðasta sunnudag í
mánuði frá hausti til vors, síðustu
11 árin.
Tómasarmessa einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikill áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undirbún-
ingi Tómasarmessunnar, lærðir
sem leikir.
Tómasarmessa
Á MORGUN, sunnudaginn 20. des-
ember, verður haldin jólamessa á
ensku í Hallgrímskirkju kl. 16:00.
Messan, Festival of Nine Lessons
and Carols, var fyrst haldin í Hall-
grímskirkju á níunda áratugnum í
samvinnu við breska sendiráðið, en
var fyrir það haldin í Dómkirkj-
unni. Festival of Nine Lessons and
Carols var frumflutt á aðfangadag
árið 1918 í King’s College í Cam-
bridge. Prestar verða tveir, Birgir
Ásgeirsson og Bjarni Þór Bjarna-
son. Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur undir stjórn Harðar Áskels-
sonar.
Í ár er það kanadíska sendiráðið
sem skipuleggur messuna og að
henni lokinni er boðið upp á veit-
ingar í sendiráðinu.
Jólamessa á ensku
STUTT
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
5 dagar til jóla
Í DAG, laugardag, verður Jóla-
þorpið í Hafnarfirði opnað að nýju.
Jólaþorpið verður opið frá kl. 13-18
um helgina auk kvöldopnunar 21.-
23. desember.
Þorpsbúar eru í óða önn að und-
irbúa sig. Gamlir og nýir kaupmenn
bjóða alla velkomna um helgina þar
sem margt verður á boðstólum s.s.
gjafavara, heimilisiðnaður, hand-
verk og hönnun, heimabakaðar
kökur, heimagerð jólakort, kon-
fekt, sultur, handmáluð kerti, jóla-
kúlur, myndlist, skartgripir og að
sjálfsögðu kakó og vöfflur.
Á meðan gestir ganga um þorpið
stíga þekktir listamenn á sviðið og
skemmta. Má þar helst nefna Jóla-
sveinabandið, Lalla töframann,
Jaðarleikhúsið ásamt frábærum
hafnfirskum tónlistaratriðum.
Jólaþorpið í Hafnarfirði opið um helgina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Tónleikahald
nýtur mikilli vinsælda meðal
landsmanna á aðventunni. Hjá
mörgu fólki er það orðið að
hefð í undirbúningi jólanna að
sækja tónleika og njóta góðrar
tónlistar. Í Stykkishólmi skip-
ar tónlistin stóran sess. Tón-
listarskóli hefur starfað síðan
1964 og verið rekinn af mikl-
um metnaði. Árangur af starf-
inu kom í ljós á stórum tón-
leikum sem heimamenn stóðu
fyrir. Það var Lárus Hann-
esson, kennari sem átti hug-
myndina að tónleikunum.
Hann kallaði tónlistarfólk í
Stykkishólmi saman til fundar
og þar var ákveðið að efna til
jólatónleika fyrir bæjarbúa.
Undirbúningur hefur staðið
yfir í nokkrar vikur og á föstu-
dagskvöldið voru tónleikarnir
haldnir í Stykkishólmskirkju.
Tónleikarnir voru mjög góð
skemmtun. Þar komu fram 29
listamenn, bæði hljóðfæraleik-
arar og söngfólk og var það
allt fólk sem býr hér eða teng-
ist bænum. Hópurinn sýndi
það að hér eigum við mikinn
auð í góðu og hæfileikamiklu
fólki. Dagskráin var fjölbreytt
og voru hverju jólalaginu af
öðru gerð góð skil. Hólmarar
fjölmenntu á jólatónleikana og
undirtektir þeirra sýndu að
framlag flytjenda var þakkað.
Allur ágóði af tónleikunum
rann til styrktar starfsemi
Leikfélagsins Grímnis.
Grímnir hefur fjölbreyttan
feril að baki þar sem farið hef-
ur saman leiklist, sönglist og
hljóðfæraleikur.
Hólmarar syngja saman fyrir jólin
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Flottir tónleikar Tæplega þrjátíu listamenn skemmtu bæjarbúum í Stykkis-
hólmskirkju. Allir flytjendur tengjast Hólminum.
Góðar raddir Unnur Sigmarsdóttir, Lárus Hannesson, Jón Bjarki Jónatansson og
Hólmfríður Friðjónsdóttir sungu af innlifun fyrir tónleikakesti.