Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 ÞAÐ verður hátíðlegt stemning í miðbæ Ak- ureyrar í dag, laugardag, þegar félagar úr Kirkjukór Akureyrarkirkju, Kirkjukór Gler- árkirkju, Karlakór Akureyrar-Geysi, Kvennakór Akureyrar og Kvennakórnum Emblu mynda kóraslóð frá klukkan 14.30-17 víðsvegar um miðbæinn þar sem hver kór syngur í um hálftíma. Upplagt er að byrja á að fylgjast með fé- lögum úr Kirkjukór Akureyrar þar sem þeir hefja upp raust sína við Bláu könnuna og fylgja svo kóraslóðinni sem endar með söng Kvennakórsins Emblu klukkan 16.30 við jóla- tréð á Ráðhústorgi þar sem jólakötturinn fylgist grannt með öllu. Nánari upplýsingar um dagskrá Aðventuævintýris á Akureyri er að finna á vefnum www.visitakureyri.is. Kórfélagar flakka um miðbæ Akureyrar og syngja fyrir gesti í jólaskapi Í DAG, laugardag, og á morgun milli kl. 11-17 verður jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur haldinn á Elliðavatni. Eins og áður gefst fólki tækifæri til þess að fá lánaðar sagir og höggva sitt eigið jólatré. Trén eru á sama verði og undanfarin ár óháð stærð. Þá verður menningardagskrá í boði fyrir börn og fullorðna auk þess sem íslenskir hönnuðir og handverksmenn bætast í hópinn. Á laugardeginum lesa Anna Ingólfs- dóttir og Kristín Arngrímsdóttir upp úr bókum sínum auk þess sem Timur Zolotusky heldur fyrirlestur um rússneska íkona. Á sunnudeg- inum munu Mikael Torfason og Gerður Kristný lesa upp úr bókum sínum og að lokum mun Halla Norðfjörð spila og syngja fyrir gesti. Jólamarkaðurinn á Elliðavatni Á MORGUN sunnudag, kl. 13-17, verður margt um að vera á Safnasvæðinu á Akranesi en þá verður boðið til hátíðlegrar stundar þar sem tónlist verður áberandi á dagskránni. Frá kl. 13-15 leika nemendur frá Tónlistar- skólanum á Akranesi jólalög víðs vegar um svæðið, kl. 14 mun söngsveitin Óperukomp- aníið syngja jólalög. Kl. 14:30 munu Bragi Þórðarson og Stefán Sigurkarlsson lesa úr bókum sínum í Garðakaffi. Kl. 15 mun Þóra Grímsdóttir segja börnunum sögur í Garðakaffi og Steinaríki, en Þóra er ein- stakur sagnaþulur. Kl. 16:00 hefst svo hátíðarstund á bryggjunni á útisvæð- inu þar sem séra Eðvarð Ingólfsson flytur hugvekju og félagar úr kór Akra- neskirkju leiða gesti í jólasöng. Hátíðarstund á Safnasvæðinu á Akranesi SUNNUDAGINN 29. desember nk. kl. 20 verður Tómasarmessa í Breiðholtskirkju. Tómassarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breið- holtskirkju síðasta sunnudag í mánuði frá hausti til vors, síðustu 11 árin. Tómasarmessa einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikill áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbún- ingi Tómasarmessunnar, lærðir sem leikir. Tómasarmessa Á MORGUN, sunnudaginn 20. des- ember, verður haldin jólamessa á ensku í Hallgrímskirkju kl. 16:00. Messan, Festival of Nine Lessons and Carols, var fyrst haldin í Hall- grímskirkju á níunda áratugnum í samvinnu við breska sendiráðið, en var fyrir það haldin í Dómkirkj- unni. Festival of Nine Lessons and Carols var frumflutt á aðfangadag árið 1918 í King’s College í Cam- bridge. Prestar verða tveir, Birgir Ásgeirsson og Bjarni Þór Bjarna- son. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Í ár er það kanadíska sendiráðið sem skipuleggur messuna og að henni lokinni er boðið upp á veit- ingar í sendiráðinu. Jólamessa á ensku STUTT Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 5 dagar til jóla Í DAG, laugardag, verður Jóla- þorpið í Hafnarfirði opnað að nýju. Jólaþorpið verður opið frá kl. 13-18 um helgina auk kvöldopnunar 21.- 23. desember. Þorpsbúar eru í óða önn að und- irbúa sig. Gamlir og nýir kaupmenn bjóða alla velkomna um helgina þar sem margt verður á boðstólum s.s. gjafavara, heimilisiðnaður, hand- verk og hönnun, heimabakaðar kökur, heimagerð jólakort, kon- fekt, sultur, handmáluð kerti, jóla- kúlur, myndlist, skartgripir og að sjálfsögðu kakó og vöfflur. Á meðan gestir ganga um þorpið stíga þekktir listamenn á sviðið og skemmta. Má þar helst nefna Jóla- sveinabandið, Lalla töframann, Jaðarleikhúsið ásamt frábærum hafnfirskum tónlistaratriðum. Jólaþorpið í Hafnarfirði opið um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Tónleikahald nýtur mikilli vinsælda meðal landsmanna á aðventunni. Hjá mörgu fólki er það orðið að hefð í undirbúningi jólanna að sækja tónleika og njóta góðrar tónlistar. Í Stykkishólmi skip- ar tónlistin stóran sess. Tón- listarskóli hefur starfað síðan 1964 og verið rekinn af mikl- um metnaði. Árangur af starf- inu kom í ljós á stórum tón- leikum sem heimamenn stóðu fyrir. Það var Lárus Hann- esson, kennari sem átti hug- myndina að tónleikunum. Hann kallaði tónlistarfólk í Stykkishólmi saman til fundar og þar var ákveðið að efna til jólatónleika fyrir bæjarbúa. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkrar vikur og á föstu- dagskvöldið voru tónleikarnir haldnir í Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir voru mjög góð skemmtun. Þar komu fram 29 listamenn, bæði hljóðfæraleik- arar og söngfólk og var það allt fólk sem býr hér eða teng- ist bænum. Hópurinn sýndi það að hér eigum við mikinn auð í góðu og hæfileikamiklu fólki. Dagskráin var fjölbreytt og voru hverju jólalaginu af öðru gerð góð skil. Hólmarar fjölmenntu á jólatónleikana og undirtektir þeirra sýndu að framlag flytjenda var þakkað. Allur ágóði af tónleikunum rann til styrktar starfsemi Leikfélagsins Grímnis. Grímnir hefur fjölbreyttan feril að baki þar sem farið hef- ur saman leiklist, sönglist og hljóðfæraleikur. Hólmarar syngja saman fyrir jólin Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Flottir tónleikar Tæplega þrjátíu listamenn skemmtu bæjarbúum í Stykkis- hólmskirkju. Allir flytjendur tengjast Hólminum. Góðar raddir Unnur Sigmarsdóttir, Lárus Hannesson, Jón Bjarki Jónatansson og Hólmfríður Friðjónsdóttir sungu af innlifun fyrir tónleikakesti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.