Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 68
68 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LEIKRITIÐ Devotion hefur verið tekið til sýninga hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Lækjarskóla. Það er hrátt, fyndið og ögrandi og fjallar um átök þriggja ungra einstaklinga í leit að sjálfum sér og sínum stað í samfélaginu. Hver eru mörk leiks og alvöru? Þeirri spurningu er varpað fram í verkinu og ein af þungamiðjum verksins er tjáning með ýmsum gerð- um ofbeldis. Þá koma viðkvæm mál á borð við einelti við sögu. Þrír ungir leikarar leika í verkinu, þau Al- dís Davíðsdóttir, Alexander Roberts og Kári Við- arsson en leikstjóri er Árni Grétar Jóhannsson. Öll hafa þau numið við Rose Bruford College of Theatre & Performance í London. Devotion er byggt á sam- nefndu verki eftir Leo Butler frá árinu 2002 og er að- eins 45 mínútur að lengd. „Það fjallar eiginlega um vináttu og samskipti milli ungs fólks, um þrjár ungar manneskjur og samskipti þeirra á milli og inn í þau tvinnast of- beldi með skírskotun í einelti,“ segir Kári. Verkið sé samsett úr stuttum þáttum. – Hefur það forvarnargildi? „Já, ég held að það sé mikið forvarnargildi í þessu, ég held að þetta leikrit komi öllum við,“ svarar Kári. Verkið verður sýnt kl. 16 í dag og kl. 20 á mánudaginn. Miðapantanir fara fram í síma 8659432 en einnig má senda tölvupóst á karivid- ars@gmail.com. Vígaleg Kári, Alexander og Aldís. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is DAVÍÐ Berndsen varð óvart að listamann- inum Berndsen eftir að saklaus hringitónapæl- ing fór úr böndunum. „Ég hef alltaf verið að dútla við að búa til tónlist,“ segir hann. „Ég kynntist síðan Hermigervli, Sveinbirni Thorarensen, úti í Hollandi en við vorum saman í hljóðtækninámi við SAE (School of Audio Engineering) í Amsterdam. Þetta var 2006.“ Hann og Hermigervill hófust þá handa við að semja tónlist en Berndsen viðurkennir að upphaflega hafi þetta verið meira grín en al- vöru. „Lagið „Supertime“ hóf líf sem tilraun mín til að búa til eigin hringitón. Svo ákvað ég að bæta aðeins við hann (hlær). Þetta fór að hlaða utan á sig og við félagarnir fórum að taka þetta traustari og ögn alvarlegri tökum.“ Gott myndband, ömurlegt lag Berndsen og Hermigervill mæna feimn- islaust til níunda áratugarins hvað innblástur áhrærir og meistarar eins og Giorgio Moroder, Ultravox, Falco, OMD og fleiri eru á stalli. „Stefnan var að láta þetta hljóma eins og þetta væru týndar upptökur frá ’83 eða ’84. Við notumst t.a.m. eingöngu við græjur frá því tímabili.“ Myndband Berndsen við áðurnefnt lag, „Su- pertime“, hefur vakið mikla athygli og hefur fengið 160.000 flettingar á youtube. „Fólk er að stoppa mig úti á götu og hrósa mér fyrir myndbandið en segir um leið að lagið sé ömurlegt (hlær). Helgi Jóhannsson heitir hann sem gerði myndbandið og við vorum rétt í þessu að klára nýtt myndband, við lagið „Yo- ung Boy“. Það verður ekki eins sjúkt og það síðasta, meira svona grallaragrín í anda Mad- ness.“ Nýtt líf Á tíma var talað um myndbandið sem dautt form en með tilstilli samskiptavefja eins og youtube og facebook hafa þau öðlast nýtt líf; þúsundir manna horfa og það sem meira er, skiptast á skoðunum um mátt og megin afurð- anna. „Ég hef verið að fá beiðnir frá leikstjórum í Hollandi og Bretlandi um að fá að leikstýra næsta myndbandi! Fyndið. Svo fáum við slatta af tölvupóstum frá öðrum löndum, það er von- andi að einhverjir þeirra sem þá senda kræki sér í disk.“ Berndsen segist vera ánægður með að hafa komið plötunni út fyrir jól, á tímabili hafi hann verið að pæla í að fresta henni en svo ákveðið að drífa hana í flóðið. „Enda erum við komnir á kaf í plötu númer tvö. Það er allt að gerast. Það þýðir ekkert að hanga mikið lengur yfir þessari!“ Mænir ófeiminn til níunda áratugarins  Berndsen gefur út Lover in the Dark  Mynd- band við lagið „Supertime“ nýtur mikillar hylli Fortíðarfíkill Berndsen, elskhuginn í myrkrinu. Ögrandi Atriði úr hinu víðfræga „Supertime“. Góð hugmynd fyrir jólasveininn! Iðnmark ehf Gjótuhraun 5 | 220 Hafnarfjörður Sími: 565 2555 | Fax: 565-0291 snakk@snakk.is | www.snakk.is Hollt og gottí skóinn K onan er hið stóra við- fang rithöfundarins og tilvistarspekúlants- ins Gullbrands Högnasonar. Hann er í leit að hinni fullkomnu konu, en hún þarf að vera einhvers konar endurspeglun af leikkonunni Aud- rey Hepburn – hún er með háls- inn, sígarettum- unnstykkið og varirnar sem horfa á mann. Audrey Hepburn er það sem vant- ar í líf hans. Sagan er rituð í dagbókarformi og hefst í París þar sem segja má að leitin að Audrey hefjist. Sú fyrsta af mörgum ástkonum bók- arinnar kemur þar við sögu, hin japanska Ayoko. Fjórum árum síð- ar erum við stödd með Gullbrandi í Róm þar sem hann kynnist barns- móður sinni og átta árum síðar er söguhetjan í sumarfríi á Eyrabakka með sjö ára syni sínum Snorra. Fjórði hlutinn gerist í mjög nálægri fortíð, bankahrunið hefur átt sér stað og sögusviðið er ýmist öld- urhús Reykjavíkur eða svefnher- bergi Gullbrands. Í síðasta hluta bókarinnar er söguhetjan flutt á Eyrarbakka og svo virðist sem að leitinni að Audrey sé lokið. Sögunni er skipt niður í fimm hluta og það má segja að hver hluti geymi sérstakan tón þó að leitin að Audrey sé ávallt í fyrirrúmi og til- vistarlegar vangaveltur sömuleiðis fyrirferðamiklar. Það er t.d. mun meiri leikur og gleði í fyrstu tveim- ur hlutunum en í hinum og að sama skapi er talsvert meiri tregi og dep- urð í fjórða hlutanum. Þriðji hlut- inn, „Sumarfrí með Snorra“, er svo- lítið sér á báti en þar kveður við öðruvísi tón. Þar er eins og sögu- hetjan sé í fríi frá sjálfum sér og öllum sálarófriðnum sem hrjáir hann venjulega. Þar er Audrey sömuleiðis fjarri góðu gamni. Dagbókin er haldreipi Gullbrands í leitinni miklu. Frásögnin er hlaðin tilvísunum og sundurlausum hug- renningum söguhetjunnar allt frá Parísardvölinni árið 1995 og fram til 2009. Lesandinn fær að rýna í allsherjar sjálfsskoðun, eða sjálfs- leit, í dagbókarfærslum Gullbrands sem virðast í fyrstu lausar við nokkurt samhengi. En á einhvern lúmskan hátt rennur þetta allt sam- an í heilsteypta einingu þannig að úr verður skemmtileg og falleg bók. Leitin mikla Skáldsaga Leitin að Audrey Hepburn bbbmn Eftir Bjarna Bjarnason. Uppheimar gefa út. Þormóður Dagsson BÆKUR Bjarni Sagan er rituð í dagbókarformi og hefst leitin að Audrey í París. Tjáning þriggja ungmenna með ofbeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.