SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 6
Helstu keppinautar Harts um hanskana á HM eru sex. David James (Portsmouth) er orðinn 39 ára en hefur eigi að síður ver- ið besti enski markvörðurinn um árabil. Hann er á hinn bóginn alræmt ólíkindatól og margt bendir til þess að hann eigi ekki upp á pallborðið hjá Fabio Capello. James hefur leikið 49 landsleiki. Paul Robinson (Blackburn) var um tíma fyrsti val- kostur í markið en hefur misst flugið á liðnum misserum enda þótt hann sé á besta aldri, þrítugur. Hann á að baki 41 lands- leik. Robert Green (West Ham) byrjaði inná í síðasta leiknum í undankeppni HM og hefur verið vaxandi í leik sínum. Hvort hann á erindi í lokakeppnina er önnur saga. Sama gildir um hina þrjá markverðina sem verið hafa viðloð- andi enska landsliðið undanfarin ár. Ben Foster (Manchester United) er þriðji valkostur á Old Trafford og klúðraði gullnu tæki- færi í fjarveru annarra sl. haust. Chris Kirkland (Wigan) er alltof mistækur og það frýs í helvíti daginn sem Englendingar taka með sér B-deildarmarkmann á HM, Scott Carson (WBA). Robert Green Í óðum höndum 6 17. janúar 2010 Hann lagði landsliðshanskana á hilluna fyr- ir 38 árum. Eigi að síður eru allir enskir markverðir bornir saman við Gordon Banks. Hann er hið endanlega viðmið. Ekki bara í Englandi, Banks varð annar í kjöri á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins á besta markverði 20. aldarinnar á eftir Rússanum snjalla Lev Yashin. „Öruggur eins og bankar Englands“ (e. Safe as the Banks of England) var jafnan sagt um Banks til að undirstrika stöðugleikann. Ætli það eigi við í dag? Banks, sem lengst af lék með Leicester City og Stoke City, er orðinn 72 ára. Hann var í liði Englendinga sem vann heims- meistaratitilinn á heimavelli sumarið 1966 en hápunkturinn á ferli kappans var lygileg varsla frá sjálfum Pelé á HM í Mexíkó fjór- um árum síðar. Á því augnabliki var Gordon Banks í kattarlíki. Sú varsla er almennt álitin sú besta sem sögur fara af. Öruggur eins og ensku bankarnir Gordon Banks lék 73 landsleiki fyrir England á árunum 1963-72. S ú var tíðin að Englendingar áttu bestu markverði í heimi. Gordon Banks, Ray Clemence, Peter Shilton og David Seam- an eru allir goðsagnir enda þótt sumir þeirra hafi verið notaðir fram yfir síðasta söludag. Hvað var Shilton t.d. að gera á HM á Ítalíu 1990? Samtals léku þessir menn 334 landsleiki fyrir Englands hönd á fjörutíu ára tímabili, 1963 til 2002. Shilton þar af 125, sem er met. Fáir aðrir komust að á þessum tíma, utan Chris Woods, sem lék 43 leiki á árunum 1985-93. Eftir að Seaman lék sinn 75. og síðasta landsleik 2002 hófst á hinn bóginn mikil eyðimerkurganga. Fjölmargir mark- verðir hafa verið kallaðir en enginn í raun útval- inn. Og klárlega enginn skipað sér á bekk með bestu verjendum í heimi. Enskir markverðir hafa satt best að segja verið aðhlátursefni og langt síðan toppliðin fjögur hættu að sækjast eftir þeim. Tékki ver mark Chelsea, Hollendingur er hjá Manchester United og Spánverjar hjá Arsenal og Liverpool. Ekki nóg með það, af tuttugu liðum í úrvalsdeildinni eru aðeins fimm með Englending sem fyrsta valkost í markið, Birmingham City, Blackburn Rovers, Wigan Athletic, West Ham United og Portsmo- uth. Hefur farið á kostum hjá Birmingham Nú binda sparkskýrendur vonir við að þessum galeiðuróðri sé loksins að ljúka. Fram á sjón- arsviðið er kominn ungur og stæðilegur maður, Joe Hart, sem hefur burði til að ná hæstu hæðum. Hann hóf ferill sinn kornungur hjá Shrewsbury Town og hafði leikið 54 leiki í neðstu deild áður en úrvalsdeildarlið Manchester City festi kaup á honum árið 2006. City lánaði Hart til Tranmere Rovers og Blackpool til að skóla hann til en Sven Göran Eriksson kallaði hann aftur til félagsins fyr- ir leiktíðina 2007-08 og gerði hann að að- almarkverði. Þeirri stöðu hélt Hart þangað til fyrir réttu ári að Mark Hughes festi kaup á Íranum Shay Given frá Newcastle United. Hughes fann fyrir andardrætti eigendanna í hálsmálinu og vildi tryggja sér reyndari mann í markið. Það dugði skammt. Ekki kom þó til álita að selja Hart frá City og í sumar komst félagið að samkomulagi við Birmingham City, nýliðana í úrvalsdeildinni, um að lána hann þangað út sparktíðina. Skemmst er frá því að segja að Hart hefur farið á kostum með Birmingham, átt hvern stórleikinn af öðrum. Mestur var völlurinn á honum gegn toppliði Chelsea heima um jólin, þegar Lampard, Drogba og félagar reyttu hár sitt og skegg af angist. Alex McLeish, knattspyrnustjóri Blástakkanna, kysi ekkert frekar en að halda Hart áfram en hefur þegar viðurkennt ósigur sinn opinberlega. Man- chester City hefur engan áhuga á að selja hann. Ef að líkum lætur snýr Hart heim í vor og hætt er við að Shay Given þurfi að fara í sparihanskana næsta vetur ætli hann ekki að verma tréverkið. Einsýnt þykir að Hart verði aðalmarkvörður Englands um ókomna tíð. Stóra spurningin er hvort hann sé tilbúinn að verja heiður þjóðar sinnar á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar. Hann á aðeins einn landsleik að baki, gegn Trinídad og Tóbagó sumarið 2008. Úr því verður væntanlega skorið í æfingaleikjum landsliðsins með hækkandi sól. Hinn 22 ára gamli Joe Hart þykir eiga bjarta framtíð fyrir höndum. Er eyðimerkur- gangan á enda? Loksins kemur almennilegur markvörður fram í Englandi Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hart ver eitt af fjölmörgum skotum gegn Chelsea. Reuters David James Ben Foster Paul Robinson 25-60% © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is NALÚT AS ER Í FULLUM GANGI AF VÖLDUM VÖRUM YFIR 1000 VÖRUNÚMER Á LÆKKUÐU VERÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.