SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 22
22 17. janúar 2010
Æ
vintýri, segir Stefán þegar
hann er spurður um stutta
lýsingu á dómaraferlinum.
Þessi hægláti en röggsami
Akureyringar á margan stórleikinn að
baki, lengst af með Rögnvaldi Erlingssyni
og síðan Gunnari Viðarssyni. Báðum ber
hann mjög vel söguna enda ómögulegt
annað en samvinnan sé góð í slíku starfi.
Helst má ekki slá feilnótu því þá getur allt
orðið vitlaust!
„Að dæma handboltaleik er eins og
stjórna sinfóníuhljómsveit, það er að svo
mörgu að hyggja og fylgjast með.“
Stefán tekur svo til orða að reglurnar
séu til stuðnings en ekki heilagar. „Það fer
svolítið eftir vægi leikjanna hvernig best
er að haga sér. Allir skipta auðvitað máli
en í úrslitaleik upp á líf og dauða getur
stundum verið betra að láta leikinn halda
áfram en vísa einhverjum af velli í tvær
mínútur. Við reyndum alltaf að láta leik-
inn „fljóta“ – jafnvel á kostnað tveggja eða
þriggja brottvísana vegna þess að inngrip
á ögurstundu geta eyðilagt leik. Einstaka
eftirlitsdómari gaf okkur stundum lægri
einkunn en ella fyrir vikið, en við fengum
yfirleitt mjög góð viðbrögð.“
Og ekki er hægt annað en fullyrða að
þeir Stefán, Rögnvald og Gunnar hafi ver-
ið góðir stjórnendur; tölfræðin talar sínu
máli. Aðeins gæðadómarar eru valdir til
þess að dæma undanúrslitaleik á Ólymp-
íuleikum, undanúrslitaleik og úrslitaleik á
heimsmeistaramótum og marga undan-
úrslita- og úrslitaleiki í Evrópukeppni fé-
lagsliða.
Stefán æfði ungur bæði knattspyrnu og
handknattleik með KA en hóf dómarafer-
ilinn ungur að árum með Ólafi Haralds-
syni í höfuðstað Norðurlands og saman
dæmdu þeir 29 alþjóðlega leiki.
Hann hafði strax gaman af því að dæma
og svo var alla tíð.
„Það var ekki fyrr en alveg í lokin að
komin var svolítil þreyta í mann,“ segir
Stefán en hann lagði flautuna á hilluna
eftir að hafa dæmt síðari úrslitaleik Meist-
aradeildar kvenna í Slóveníu í maí 2006.
- - -
Hann svindlaði reyndar aðeins í lok fer-
ilsins; ætti ég kannski að segja hóf annan
feril? Nær væri að segja að síðastliðið sum-
ar tók sig upp gamalt bros; hann dæmdi
þá tvo leiki á Landsmóti ungmennafélag-
anna á Akureyri, þrátt fyrir að vera form-
lega hættur. „Þessir leikir voru utan
kvóta! Ég gat ekki sleppt því að dæma á
100 ára afmælislandsmóti í heimabyggð.“
- - -
Þeir Gunnar höfðu stefnt á að ljúka ferl-
inum á Ólympíuleikunum í Kína tveimur
árum síðar, en aðallega voru tvær ástæður
fyrir því að þeir hættu fyrr.
„Sú fyrri var að þarna um sumarið átti
að halda úrtöku- og æfingamót fyrir
dómara vegna heimsmeistarakeppninnar
í Þýskalandi í janúar árið eftir og okkur
fannst í raun óþarfi að við færum þangað.
Kannski var það eitthvert stórmennsku-
brjálæði, en við vorum að minnsta kosti
ekki einir í þeim sporum því mörg þeirra
dómarapara sem höfðu verið á toppnum
voru sama sinnis. Við höfðum dæmt stór-
leiki árum saman og allir vissu hvar við
stóðum.“
Þarna um veturinn veltu þeir því í
fyrsta skipti fyrir sér að hætta. Einnig
skipti máli að þeir þurftu sjálfir að bera
kostnað af ferðinni til Þýskalands og nota
sumarfríið sitt til þess arna.“
Það sem gerði svo endanlega útslagið
var að upphafi Ólympíuleikanna í Kína
var örlítið seinkað; þeir áttu upphaflega
að byrja í júlí en hófust ekki fyrr en 8.
ágúst og þar með var Stefán orðinn of
gamall til að dæma þar.
„Ég varð fimmtugur í janúar 2008 og
varð því að hætta sem alþjóðlegur dómari
31. júlí. Hefðu leikarnir byrjað fyrir þann
dag hefði ég verið löglegur en þegar til
kom var ég einni viku of gamall til að
dæma í Kína!“
Þegar Alþjóðahandknattleiks-
sambandið hafnaði þeirri beiðni Stefáns
að hann fengi að dæma á ÓL, þrátt fyrir
þennan nokkurra daga mun fannst hon-
um ekki að neinu sérstöku að stefna.
„Við vorum búnir að fara á eina Ólymp-
íuleika og þessi gulrót, að komast á aðra,
var ekki lengur fyrir hendi. Maður var bú-
inn að eyða allt að 90 dögum á ári erlendis
við dómgæslu, búinn að nota öll sumarfrí í
það og farinn að tapa launum. Það getur
gengið í einhvern tíma en ekki mörg ár og
þarna fannst manni bara allt í einu komið
nóg.“
Þegar metnaðurinn dvínaði fannst hon-
um rétt að hætta enda glæsilegur ferill að
baki. „Við náðum að gera allt sem við
vildum,“ segir Stefán.
Spurður um fjárhagshliðina upplýsir
Stefán að lengstum hafi ekkert verið greitt
fyrir dómgæslu, þeir hafi þó fengið um
4.000 krónur í dagpeninga hvor erlendis
og allra síðustu árin hafi dómarar fengið
laun – reyndar afar lítil – fyrir að starfa á
heimsmeistaramótum og Ólympíu-
leikum.
Starfið hafi hins vegar verið mjög tíma-
frekt. „Fólk gerir sér líklega ekki grein
fyrir því að handboltaleikurinn sjálfur var
minnsta málið. Fyrir mót eins og HM, sem
er alltaf í janúar, þurftum við að lesa okk-
ur mikið til og skila alls konar verkefnum.
Með tíu tíma vinnu á dag var þetta orðið
dálítið mikið. Það fór því oft svo að maður
var mjög upptekinn um jólin!“
Forréttindi
Stefán fór víða með dómaraflautuna eins
og sjá má á meðfylgjandi korti. Hefur
dæmt í 33 löndum og milliríkjaleikirnir
urðu alls 364.
„Þetta var ævintýri og mikil forréttindi
að hafa fengið að dæma í öllum þessum
löndum. Ég hef margt séð og upplifað. Það
er þroskandi að kynnast öðrum löndum
og mér varð oft hugsað til þess, á ferða-
lögum mínum, hve ótrúlega gott við höf-
um það Íslendingar, þegar öllu er á botn-
inn hvolft.“
Þeir Stefán dæmdu hjá öllum stærstu
félagsliðum heims og hann segir mun
auðveldara að dæma erlendis en hér
heima. Þar sé meiri virðing borin fyrir
dómurum og meiri agi í leik og starfi. Þeir
voru alltaf velkomnir. „Hvort sem það var
í Kiel, Barcelona eða Zabreb.“
Meira að segja dómarar eignast sem sagt
vini!
Hann segir meira um það erlendis að
leikmenn og þjálfarar reyni að hafa áhrif á
dómara með því að vera jákvæðir í stað
þess að hoppa og öskra af reiði. „Dóm-
gæsla breytist ekkert þó að menn séu kol-
vitlausir á bekknum – að minnsta kosti
alveg örugglega ekki þeim í hag.“
Stefán starfaði í vel á annað hundruð
borgum eða bæjum erlendis. Margir eru
eftirminnilegir, hver á sinn hátt. „Ég var
til dæmis í Rúmeníu rétt eftir byltinguna
gegn Ceausescu og það var ógleymanlegt
að sjá hvernig búið var að fólki þar en
hvað það gaf samt af sér. Við vorum
hlaðnir gjöfum á heimleiðinni, frá fólki
sem átti samt varla til hnífs og skeiðar.
Eitt af því sem stendur upp úr er hve fólk-
ið var víða ótrúlega gott og elskulegt.
Maður hugsaði oft um gildismat Íslend-
inga á þessum tíma.“
Það var óvenjulegt að sitja á kaffihúsi í
Bangkok á Taílandi og sjá fíl ganga framhjá
og honum er líka í fersku minni misréttið
víða. „Fólk á grasbletti undir hraðbraut-
inni; notaði hana sem skjól fyrir rigning-
Stefán Arnaldsson var um árabil einn besti
handboltadómari veraldar. Hann blés til fyrsta
leiksins 1975 heima á Akureyri og lokaflautið gall
ekki fyrr en 31 ári síðar, í úrslitaleik Meistara-
deildar kvenna í Slóveníu vorið 2006.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Eins og
að stjórna
sinfóníu