SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 53
17. janúar 2010 53 Eymundsson 1 Almanak Háskóla Íslands 2010 2 Andsælis á auðnuhjólinu (kilja) - Helgi Ingólfsson 3 Íslandsklukkan (kilja) - Hall- dór Laxness 4 Garn og gaman - 55 fjöl- breyttar uppskriftir - Jóna Svava Sigurðardóttir 5 Konur eiga orðið 2010 6 Sjálfstætt fólk (kilja) - Hall- dór Laxness 7 Ofsi (kilja) - Einar Kárason 8 Almanak þjóðvinafélagsins 9 Meiri hamingja - Tal Ben- Shahar 10 Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson The New York Times 1 The Lost Symbol - Dan Brown. 2 The Help - Kathryn Stockett 3 I, Alex Cross - James Patter- son 4 Sizzle -Julie Garwood 5 Fired Up - Jayne Ann Krentz 6 The Honor of Spies - W. E. B. Griffin og William E. Butterworth IV 7 Deeper Than the Dead - Tami Hoag 8 The Last Song - Nicholas Sparks 9 Altar of Eden - James Roll- ins 10 Under the Dome- Stephen King Waterstones 1The Lost Symbol - Dan Brown 2 Eclipse - Stephenie Meyer 3 New Moon - Stephenie Meyer 4 The Girl with the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 5 Twilight - Stephenie Meyer 6 Breaking Dawn - Stephenie Meyer 7 The Time Traveler’s Wife - Audrey Niffenegger 8 Guinness World Records 2010 9 The Girl Who Played with Fire - Stieg Larsson 10 Doors Open - Ian Rankin Jólabókin á náttborðinu er Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Þrátt fyrir góð- an ásetning varð deyfandi áhrif jóla- matar til þess að ég er enn ekki búin að ljúka við þá ágætu bók. Byrjunin lofar góðu. Vilborg kippir okkur úr nú- tímanum, langt burt frá Æseiflandi og inn í fortíð okkar á Írlandi og á Suður- eyjar við England. Sagan verður strax spennandi og Vilborgu tekst að draga upp mjög trúverðuga mynd af þremur systrum, þeim Þórunni hyrnu, Jórunni mannvitsbrekku og Auði djúpúðgu. Það er gaman að eiga enn eitthvað eftir af þessari frábæru bók. Þarna er saman komin spennuþrunginn söguþráður, forvitnileg sagnfræði og góður skáld- skapur. Síðustu dagar móður minnar eftir Sölva Björn Sigurðsson er önnur bók sem vakti athygli mína vegna lipurlega skrifaðra fyrstu síðna. Það kom mér því á óvart, vegna neikvæðra dóma í Kiljunni hversu bráðfyndinn textinn var í upphafi bókarinnar, sérstaklega kaflinn sem lýsir þeim mæðginum á Keflavíkurflugvelli. Frá mínum sjón- arhóli fjallar þessi bók m.a. um tvo alkóhólista sem lenda endalaust í ótru- legum aðstæðum vegna drykkju sinnar en eru ófærir að sjá áhrif alkóhólsins á líf sitt. Ég vil nefna tvær bækur eftir Gyrði Elíasson sem hef líka á náttborðinu en það eru ljóðabókin Nokkur almenn orð um kulnun sólar, sem að mínum dómi er einhver best skrifaða ljóðabók sem hefur komið út á íslensku. Ég held alltaf mikið upp á smásögur og smásagnasafnið Milli trjánna er fjöl- breytt smásagnasafn, eftir Gyrði, þar sem hver perlan rekur aðra. Það er kúnst að skrifa stuttan hnitmiðaðan texta sem er ein samfelld heild og hefur einhverja skírskotun til þess sem við þekkjum eða hefur dýpri merkingu fyrir okkur. Þetta tekst Gyrði vel og kímni- gáfa hans fær virkilega notið sín. Maður fárra orða en hnitmiðaðra er Óskar Árni Óskarsson. Hann las upp á safninu hjá mér og sá lestur fékk mig til að lesa Skuggamyndir úr ferðalagi þó að ég lesi ekki oft ævisögur. Inga Dóra Björnsdóttir fékk mig líka til að lesa ævisögu sem hún ritaði og heitir Kona þriggja eyja sem kom út núna fyrir jól- in. Það er skemmtilega skrifuð saga áhugaverðar manneskju. Glerkastali Jeanette Walls, blaðamanns og rithöf- undar, er líka einstök lesning. Ef ein- hvertíma hefur verið skrifuð saga manneskju sem sigrast á fortíð sinni og uppruna þá er það einmitt þessi. Og af því að við erum hér í miðju fjár- málahruni verð ég að benda á Sonju ævisögu Sonju de Zorilla sem var ís- lenskur fjárfestir í New York. Þar lýsir Reynir Traustason vel hversu innihalds- laust líf peningafólksins getur orðið. Lesarinn Ragnheiður Óladóttir bókmenntafræðingur og forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi Lesturinn í miðju fjármálahruni Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur lofar góðu. Morgunblaðið/Kristinn Þunga ber ég vængi, þyngri miklu en ég, sem fleyta mér ekki á flug. Einhvers staðar efra er albjartur dagur, en skuggsælt í skúta mínum. Eitthvað bjó með mér, æðra mínum vilja, sem hug mínum hærra stefndi. Þungir vængir og þreklaus vængjatök fá mér ekki á flug lyft. Ég hrifinn var eitt sinn í himneskt ljós, upp til þess ólýsanlega. Fagnandi heyrði ég fleygra vængja þyt, vængja er ég ber nú sem byrði. Ljúft er að lifa og ljúft að eiga trú og ljúft hið ólýsanlega. En bágt er öldnum að búa í hellisskúta og sál sína bera sem byrði. Pär Lagerkvist er í hópi þekktustu rithöfunda Svía. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 1951. Hann er bæði þekktur fyrir skáldsögur og ljóð. Ljóðabálkurinn Af- tonland (Kvöldheimar) kom út árið 1953. Tryggvi Þor- steinsson hefur þýtt bálkinn og kom hann út á vegum Vestfirska forlagsins á liðnu ári. Snillingurinn gamli Pär Lagerkvist Tryggvi Þorsteinsson þýddi Kínverski rit- höfundurinn Mian Mian hefur, ásamt mörgum þar- lendum koll- egum, sakað netrisann Go- ogle um að hafa skannað inn fjölda bóka þeirra án leyfis. Google hefur ákveðið að afhenda kínverska rithöfundasambandinu lista yfir verkin sem skönnuð hafa verið og hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki formlega gengið frá samkomulagi um útgáfurétt á verkunum á netinu. Mian hefur jafnfram, ásamt höfundum frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi, höfðað mál gegn Google, en stefna fyrirtækisins er að gera skáldskap heimsins aðgengilegan öllum á netinu. Kína gegn Google Rithöfundurinn Mian Mian Allar götur síðan rithöfund- urinn Vladimir Nabokov lést ár- ið 1977, hefur verið rætt um það hvað ætti að gera við þau drög að skáldsögu sem vitað var að hann skildi eftir sig. Nabokov fór fram á það við eiginkonuna að hún myndi brenna skrifin, en hún geymdi þau og eftir hennar dag varðveitti sonur þeirra þetta umtalaða handrit, The Original of Laura, í bankahólfi. Að lokum var ákveðið fyrir nokkrum mánuðum að gefa sögudrögin út, af hinu virta for- lagi Penguin Classics, og það var gert með myndarbrag, bæði í hinum enskumælandi heimi og í Rússlandi, en þaðan fluttist Nabokov ungur maður til Bandaríkjanna. Margir biðu spenntir eftir að gjá gripinn en umsagnir gagn- rýnenda eru flestar á einn veg. Sem saga er The Original of Laura sögð hvorki fugl né fisk- ur. Verkið er í raun aðeins 138 minnisspjöld, þar sem Nabokov leggur línur að sögu. Þessi spjöld hafa verið skönnuð inn og eru gefin út í heild sinni. „Það er ekkert í þessu,“ segir gagnrýnandi The Independent. Hann bætir við að útgáfan gangi ekki bara þvert gegn vilja höf- undarins, heldur einnig gegn fagurfræðilegum kröfum hans og lífi hans sem listamaður. Hrátt uppkast Nabokovs að skáldsögunni The Original of Laura er einnig komið út á rússnesku, og var nokkur viðbúnaður er bókin kom út. „Ekkert í þessu“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.