SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 30
30 17. janúar 2010 F orseti Íslands hefur slegið sér upp á synj- un ríkisábyrgðarlaganna. Er þá ekki tekin afstaða til hávísindalegra vangaveltna stjórnmálafræðinga um að synjun myndi þýða að forsetinn yrði að auglýsa eftir vinum í tap- að fundið dálkinum. Vilji forsetans stóð til staðfestingar Þegar áramótaávarp forsetans var sett á filmu um miðjan dag 30. desember sl. var svo sem ekkert nýtt að gerast í Icesave-málinu. Og er þá ekki átt við skilning Guðbjarts Hannessonar sem telur að í því máli hafi aldrei neitt nýtt gerst. En þegar tæknimennirnir voru farnir af Bessastöðum og hin hátignarlega umgjörð hafði verið fjarlægð fór for- setinn að búa staðinn undir ríkisráðsfund. Þar ætl- aði hann að undirrita ríkisábyrgðarlögin með vís- un í klassíska kenningu sína um gjár, þing- og þjóðarvilja sem nú hefði skyndilega hvelfst í órjúf- anlegt faðmlag við hina sögulegu mikilvægu skýr- ingu um mat á afleiðingum. Og öll þjóðin hafði auðvitað heyrt, ekki bara einu sinni, heldur þús- und sinnum um hinar hræðilegu afleiðingar þess að taka ekki á sig að ósekju skuldir upp á hundruð milljarða króna. Útsendingin sneri þjóðinni En svo leið dagurinn. Og það undarlega gerðist að þjóðin fór daginn fyrir gamlárskvöld að horfa á beina útsendingu frá lokaþætti Icesave-málsins. Málsins, sem stjórnmálafræðingar og fréttamenn höfðu vikum saman fullyrt að allir væru komnir með upp í kok af og yrði bara að afgreiða. Fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafði ekki heldur dregið af sér í forsöngvarahlutverki sem Jó- hanna og Steingrímur höfðu falið honum í þeim kór. En allir þessir sjálfumglöðu spekingar van- mátu íslensku þjóðina illilega. Hún sat sem límd við sjónvarpstækin og henni leist ekki á það sem hún sá. Undirskriftasöfnun sem var orðin all- myndarleg, en þó ekki meiri en svo að forsetinn ætlaði að kæfa hana í nýju afleiðingakenningu sinni, fór aftur á stað. Og það mátti heyra hvininn. Aldrei í sögu slíkra kannana hafði þvílíkur þungi myndast. Forsetinn var kominn í mikil vandræði. Hann hafði ákveðið að láta nægja að undirrita lögin á gamlársdag og svo kæmi hin ábúðarmikla fræði- lega skýring á nýársdag, afleiðingakenningin, og svo myndu litlu drengirnir í deildinni hans færa hana í búning í spjallþáttum fyrstu vikurnar í jan- úar. En forsetinn varð undir skriðunni og þegar farið var að leita að honum fannst hann í áramóta- skaupinu. Það var ljót sjón lítil. Umsagnaraðilum bar saman um að það væri besta skaup sem lengi hefði verið boðið upp á. Helmingur þess var látinn gerast á mestu sóðabúllu þjóðarinnar, Bessastöð- um á Álftanesi. Þar áttu helstu svikahrappar landsins sína bækistöð og forsetahjónin gengu um beina. Þar hafði ríkisfáninn verið dreginn niður og Bónusfáninn var við hún. Inni var ekki aðeins venjulegt sukk. Þar voru uppblásnar kynlífs- dúkkur, og menn sugu upp í nasirnar eiturlyf og viðbjóð og svo mætti lengi telja. Bréfritari er sjálf- sagt gamaldags, en honum þótti þarna mjög langt gengið. Dagana á eftir gerði enginn, ENGINN, at- hugasemd við þá mynd sem dregin hafði verið upp af þjóðhöfðingjasetrinu og af þeim sem þar hafa átt að gæta heiðurs og virðingar þjóðarinnar. Nær samhljóma lýstu menn yfir ánægju með skaupið. Þegar allt þetta kom saman í eina mynd var engin spurning hvað forsetinn myndi gera, þrátt fyrir ákvörðun sína frá upptökudeginum 30. desember 2009. Hann gat skrifað undir og búið um sig í ára- mótaskaupinu það sem eftir lifði kjörtímabilsins eða synjað og vonað að fá tækifæri til að feta sig í átt til þjóðarinnar. Þangað er löng leið, en forset- inn sá að annan kost átti hann ekki. Óvænt viðbrögð erlendis Viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar voru jafn skaðleg og vænta mátti. Fréttamenn hlustuðu furðu losnir (og eru þá RUV-menn undanþegnir) á Jóhönnu fara í gegnum langan lestur af end- urteknu efni um þrekvirki ráðherranna og svo var hrært saman við til nýjungar ferskum heimsenda- spám og smáónotum í forsetann. Svo fékk þjóðin í tvo daga terrorspuna sjónvarpsstöðvanna og sér- hannaða skoðanakönnun, sem var gerð á meðan fréttir um ógnir og skelfingar voru látnar dynja á þjóðinni. Þessi uppskrift dugði – en bara í tvo þrjá daga. Þá var hræðsluáróðurinn kominn fram yfir síðasta söludag, fyrr en nokkurn hafði órað fyrir og reyndar komið í hann óbragð og lykt. Og þá gerðist undrið. Þessir atburðir afhjúpuðu það sem sífellt fleiri þóttust vita, að aldrei hafði verið talað máli Íslands utan landsteinanna. Synj- un forsetans varð til þess að kastljós fjölmiðla beindist stundarkorn að Íslandi. Ályktanir rík- isstjórnarinnar frá synjunardeginum skemmdu auðvitað fyrir en svo skildu menn að í þeim var ekki heil brú. Og þá fóru ótrúlegustu aðilar að fjalla um málstað Íslands. Þar fóru engir aukvisar. Þar var enginn sponsoreraður spekingur. Þar fór ekki fram neinn erindisrekstur. Og hver var niðurstaða þessara manna? Hin sama í megindráttum og lesa hefur mátt í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins að undanförnu. Hin sama og komið hefur fram hjá Sigurði Líndal, Stefáni Má, Lárusi Blöndal, Ragnari H. Hall og fjölda annarra lögfræðinga sem hroka- gikkirnir í ríkisstjórninni hafa tekið að sér að blása á svo Bretar og Hollendingar þyrftu ekki að gera það. En „siðferðisskuldbindingarnar?“ Að mati langflestra þeirra sem hafa fordómalaust tjáð sig gegnir sama máli. Það er með miklum ólíkindum að sjá hve frjór jarðvegurinn hefur allan tímann verið fyrir sjónarmið Íslands og enn meiri furðu og hneykslan vekur þó að þessi jarðvegur hefur ekki verið nýttur. Ef í hann hefði verið sáð jafnt og þétt hefði uppskeran ekki verið neitt smáræði. En svo lánlaus hefur þjóðin verið að helstu ráðamenn hennar, sem sífellt básúna um þrotlaus afrek sín, virðast telja sig eiga að tala burt öll sjónarmið, réttlæti og rök sem stóðu með málstað hennar. Hvar stöndum við núna? En hver er staðan núna? Nú horfa menn á ein- hverja furðufundi þar sem leiðtogar stjórnarand- stöðunnar eru látnir ganga á fund hjá Steingrími Sigfússyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Þráni Ber- telssyni. Hvað fer fram á þeim fundum? Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hljóta að fara yfir það hve augljóst sé orðið að ríkisstjórnin hefur hunsað hagsmuni lands og þjóðar mánuðum saman. Hefur sagt ósatt um viðræður við erlenda starfsbræður, að svo miklu leyti sem efnislegar viðræður hafa átt Loksins er að rofa til Reykjavíkurbréf 15.01.10 Haldnir eru furðufundir þar sem leiðtogar stjórn- arandstöðunnar hitta Steingrím J. Sigfússon, Jóhönnu Sigurðardóttur og Þráin Bertelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.