SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 10
10 17. janúar 2010
Þ
að hefur verið dapurlegt að fylgjast með ráðherrum
ríkisstjórnarinnar frá því að Ólafur Ragnar Grímsson
synjaði lögunum um ríkisábyrgð vegna Icesave stað-
festingar.
Ráðaleysið hefur verið svo algert og augljóst að ráðherrarnir,
sérstaklega þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra,
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra, þurftu nánast á áfallahjálp að halda,
þegar þeim bárust tíðindin af synjun forseta.
Enda var bullið sem kom úr munni þessara ráðherra með
endemum og allir töluðu þeir fyrir málstað Breta og Hollend-
inga og reyndu að telja okkur, þjóðinni, trú um að við yrðum
öll úti, í efnahagslegum skilningi, ef við samþykktum ekki
þessi ólög.
Svo veður ríkisstjórnin fram, boðar formenn stjórnarand-
stöðunnar til fundar, til þess að hafa samráð um næstu skref í
Icesave-málinu. Raunar grunar mig, að það hafi staðið til að
plata stjórnarandstöðuna til aðstoðar við að keyra í gegn lítt
breyttan samning, sem hefði í engu breytt þeirri lífs-
kjaraskerðingu sem samningurinn lítt eða ekkert breyttur
kemur að öllum líkindum til með að hafa í för með sér fyrir
okkur Íslendinga í framtíðinni. En sem betur fer stóðu for-
menn stjórnarandstöðunnar í lappirnar og létu ekki ginnast.
Þeir ætluðu ekki að láta landa sér í lið stjórnarliða, til þess eins
að gefa ríkisstjórninni fjarvistarsönnun vegna ósamninganna.
Þá upphóf Össur gólið um glugga sem væri að opnast, til þess
að taka samningana upp í viðræðum við Breta og Hollendinga.
En sá gluggi myndi lokast aftur eftir örfáa daga.
Hvað á þetta að þýða? Hvaða glugga er ráðherrann að tala
um? Hefur hann eða einhver annar úr stjórnarliðinu brugðið
sér í hlutverk Gluggagægis, svona rétt eftir að hann ásamt
bræðrum sínum er horfinn til fjalla á nýjan leik? Á hvaða
glugga var guðað, hver guðaði og hvað sást inn um gluggann?
Fréttirnar á fimmtudagskvöld og föstudag, í þá veru að ann-
ar fundur ríkisstjórnarinnar með stjórnarandstöðunni hefði
gefið vonir um að þverpólitísk samstaða næðist um næstu
skref í þessari grafalvarlegu deilu við Breta og Hollendinga,
voru jákvæðar. Það þýðir, í mínum huga, að ríkisstjórnin er
búin að átta sig á því, að hvorki stjórnarandstaðan né þjóðin
mun sætta sig við að kokgleypa Icesave, sama hvað líður enda-
lausum bullyfirlýsingum oddvita ríkisstjórnarinnar í erlendum
fjölmiðlum, um að Ísland ætli að standa við „alþjóðlegar
skuldbindingar sínar“.
Líklega er það vilji flestra Íslendinga, að við sem þjóð stönd-
um við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. En einmitt þar
stendur hnífurinn í kúnni, því við höfum ekki viðurkennt að
þær skuldbindingar, sem Svavar Gestsson, sérlegur sendimað-
ur fjármálaráðherra, sem hann treystir út í hið óendanlega,
hafði sætt sig við að við öxluðum, samkvæmt mjög svo órétt-
mætum kröfum Breta og Hollendinga. Enn hefur enginn sýnt
fram á það með óyggjandi hætti, að okkur beri lagaleg skylda
til þess að taka á okkur þennan skuldabagga.
Jón Daníelsson, dósent við London School of Economy,
skrifaði í föstudagsblað Morgunblaðsins athyglisverða grein
um áhættuna af Icesave fyrir þjóðina og færði sannfærandi rök
fyrir því, að vaxtagreiðslurnar einar af Icesave-samningnum
gætu numið 507 milljörðum króna.
Þá hafa greinar þeirra Lárusar L. Blöndal hæstarréttarlög-
manns, Stefáns Más Stefánssonar, prófessors í lögum, og Sig-
urðar Líndal lagaprófessors verið sannfærandi.
Hvenær ætlar ríkisstjórnin að sjá ljósið og átta sig á því að
ekkert annað kemur til greina en að semja upp á nýtt við Breta
og Hollendinga? Hvort sem það verður gert í kjölfar þess að
lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða sest niður á
næstu dögum og vikum.
Væri nú ekki vitinu nær að skipa nýja, þverpólitíska samn-
inganefnd, sem yrði styrkt með mönnum eins og Jóni Daníels-
syni, Jóni Steinssyni, Lárusi L. Blöndal og Stefáni Má Stef-
ánssyni? Gæti slík nefnd, með aðstoð sérfræðinga í
alþjóðalögum og ráðgjöf virtra fræðimanna á alþjóðavísu, sem
margir hafa lýst yfir stuðningi við málstað okkar Íslendinga, og
gagnrýnt ófyrirgefanlega framkomu Breta og Hollendinga í
okkar garð, ekki hugsanlega náð fram niðurstöðu, sem þjóðin
gæti sætt sig við og réði við?
Hver er í
hlutverki
Gluggagægis?
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
8 Fór á fætur því þá vaknaði
strákurinn minn sem er tæp-
lega 2 ára. Þegar ég er á Íslandi
bý ég hjá foreldrum mínum,
við erum með aðstöðu í risinu
þar. Ég gaf honum hafragraut
og fékk mér sjálfur cheerios og
kaffibolla og lék við strákinn
sem var kvefaður og dálítið
slappur.
11Fór á stutta taktíska æfingu
í Valsheimilinu. Fórum yfir
leikinn sem var framundan um
kvöldið, hvað við ætlum að
gera í vörn og sókn og svona.
Eftir æfinguna fór ég á Sal-
atbarinn en landsliðinu stendur
alltaf til boða að borða þar. Ég
nærði mig vel af pasta og öðru
slíku fyrir leikinn.
Síðan fór ég heim og náði í
konuna mína. Við keyrðum
niður á Laugaveg og stúss-
uðumst aðeins þar. Ég fékk
mér kaffibolla á Kaffismiðjunni
sem er partur af því að vera
heima.
16 Fór heim að sinna strákn-
um sem hafði verið í pössun
hjá ömmu sinni.
17 Var út af fyrir mig, slapp-
aði af og hugsaði um leikinn. Á
slíkum stundum les ég góða
bók eða ligg uppi í rúmi og fer
yfir leikinn. Svo fékk ég mér
ávexti og kaffibolla og fór út.
18 Mætti upp í höll. Þetta er
yfirleitt afskaplega hefðbundið,
maður mætir, slappar aðeins
af, stundum getur maður feng-
ið sér ávexti inni í klefa. Svo
klæðir maður sig, fundar með
þjálfaranum og svo tekur við
upphitun. Þá byrjar maður að
hlaupa, síðan er maður bara að
kasta boltanum, þruma á
markið og svo hefst leikurinn.
Við unnum leikinn sem var
bara fínt. Þá tók við að tala við
blaðamennina, „chilla“ inni í
klefa með strákunum og það er
auðvitað góð stemning þegar
maður vinnur. Svo fór ég með
Arnóri Atlasyni og konunum
okkar á American style og við
fengum okkur hamborgara. Svo
skruppum við örstutt á Vega-
mót í einn bjór, ég veit nú ekki
hvort ég má segja þetta, ásamt
fleirum úr landsliðinu og svo
var bara farið snemma heim.
1 Fór að sofa því það var æfing
snemma daginn eftir.
ylfa@mbl.is
Dagur í lífi Snorra Steins Guðjónssonar
Snorri Steinn Guðjónsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Austurríki.
Morgunblaðið/Ómar
„Auðvitað góð
stemning þegar
maður vinnur“
L
inda Tripp varð al-
ræmd í kringum Mo-
nicu Lewinsky-
skandalinn undir lok
10. áratugarins. Lewinsky trúði
henni fyrir því að hún hefði átt í
kynferðislegu sambandi við þá-
verandi Bandaríkjaforsetann
Bill Clinton meðan hún starfaði
sem lærlingur í Hvíta húsinu.
Átti Lewinsky m.a.s. blettóttan
kjól því til sönnunar. Tripp var
ekki betri vinkona en svo að
hún tók samtölin þeirra upp og
gerði 20 klukkustundir af þeim
opinberar. Clinton og Lewinsky
höfðu svarið að því eið að þau
hefðu ekki átt í kynferðislegu
sambandi svo upptökur Tripp
komu sér heldur betur illa fyrir
þau.
Tripp sagðist hafa tekið upp
samtölin vegna ástar sinnar á
föðurlandinu en margir héldu
að með því vonaðist hún til að fá
mikinn pening fyrir að skrifa
bók eða kvikmyndahandrit.
Ekkert hefur hins vegar orðið úr
því enn sem komið er. Clinton
og Lewinsky voru látin bera
vitni í Hæstarétti í Washington
og þegar Lewinsky var spurð að
lokum hvort hún vildi bæta ein-
hverju við framburð sinn sagði
hún: „Ég hata Lindu Tripp.“
Eftir Lewinsky-fárið flutti
Tripp til N-Virginíu og fór í
margmilljóna króna lýtaaðgerð-
ir. Hún fór m.a. í andlitslyft-
ingu, lét laga á sér nefið og hök-
una og fór í fitusog á hálsi.
Ónafngreindur „mannvinur“
kostaði aðgerðirnar. Tripp leit-
aði síðan til þekkts stílista sem
breytti hárgreiðslu hennar,
förðun og fatasmekk. Tripp
glímdi við brjóstakrabbamein,
giftist þýskum arkitekt árið
2004 og opnuðu þau jólabúðina
Jólasleðann, sem er opin allt ár-
ið.
Hvað varð um …
Lindu
Tripp?