SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 9
17. janúar 2010 9 Þ ótt enn sé bara janúar þá er sól tekin að hækka og styttist óð- um í að stangveiðin hefjist. Það eru ekki nema 74 dagar, telst mér til, þar til veiði- tímabilið hefst... Annars er veturinn tími sófa- veiða. Þá nýtur veiðiáhugafólk þess að lesa veiðisögur, það talar um liðnar veiðiferðir eða veiði í misnálægri framtíð – og laumar svo eftirlætis veiðidiskum sínum í spilarann. Horfir á sömu tök- una í eitt skiptið enn. Og lætur sig dreyma. Snemma á nýju ári hefja margir undirbúninginn fyrir veiðitímabilið. Mörg veiðifélög sendu frá sér söluskrár í desem- ber og fólk hefur blaðað í þeim yfir hátíðirnar og velt kostunum fyrir sér. Umsóknarfresturinn er víða liðinn og síðustu daga hafa margir veiðimenn verið kallaðir inn á skrifstofu Stangaveiði- félags Reykjavíkur, sem er stærsta veiðifélag landsins, til að draga um það hvort þeir fái að veiða á eftirlætis veiðisvæðunum á þeim tíma sem þeir sóttu um. Spennandi verður að heyra hver eftirspurnin verður í ár. Ég þekki nokra sem héldu að sér höndum í fyrra og slepptu því að veiða á svæðum sem þeir annars hafa sótt heim ár eftir ár. Ég gerði það sjálfur. Nú heyrist mér að sumir ætli ekki að sleppa því aftur. Annars fylgjast flestir veiðimenn grannt með verði veiðileyfa. Sumsstaðar hafa þau lækkað, ekki síst dýru lax- veiðileyfin, en oftar hafa þau staðið í stað. Það þýðir víst raunlækkun segja talnaspek- ingar. Engu að síður er hægt að fullyrða að veiðileyfi voru orðin allt of dýr víðast hvað á síðustu árum, og þótt auðlindinni sé mjög vel stjórnað, og margir lifi af þessu heillandi sporti, þá er víða eðlilegt að leiðrétta verð. Sjálfur er ég annars lukkuleg- ur með fyrstu úthlutun ársins, fékk þann dag í eftirlætis sil- ungsvatninu mínu sem ég sótti um, snemma í maí. Bíð spenntur eftir að sjá hvort aðrar óskir ræt- ist. Það er líka á þessum árstíma sem margir taka hnýtingadótið út úr geymslunni og rýna í fluguboxin; metið er hvað vant- ar eftir afföll síðasta sumars. Víða eru stór skörð höggvin í flugusafnið. Silungsveiðimenn hnýta svo raðir af Krókum, Kill- erum, Píkokkum og þessum nauðsynlegu púpum. Þeir sem leggja áherslu á laxinn skoða kannski afbrigði sem sýnd eru í bókum og hnýta eftir þeim, auk flugnanna sem þeir nota oftast. Víst er að margir veiðimenn munu þreyja þorrann með því að hnýta flugur, ýmist einir heima eða í hópi annarra vonglaðra veiðifélaga. Svo er veturinn tími sófaveiða, eins og fyrr sagði. Í sófanum las ég um daginn í Áróði, hinu fína fréttabréfi Ármanna, sem er fé- lag sem vill auka hróður þeirrar íþróttar að veiða vatnafisk á flugu. Þar skráði félagi númer 643 (Baldur Sigurðsson) samtal við félaga 617, Kristin Sig- mundsson, óperusöngvarann sem heillar heimsbyggðina með sinni djúpu en þýðu rödd. Veiði- menn hafa löngum dregið upp ljóðrænar myndir þar sem þeir líkja veiðinni við lífið. Kristinn, sem upplýsir að hann taki flugu- hnýtingadótið stundum með sér í söngferðalög, líkir fluguveið- inni hinsvegar við leitina að hin- um hreina tóni. Hann segir: „Leitin að hinum hreina tóni er kanski eins og leit að hinni einu og sönnu flugu, hinu fullkomna kasti og því hvernig maður legg- ur fluguna til að hann taki.“ Kristinn hlakkar örugglega til veiðisumarsins, eins og við hin. Meðan beðið er eftir sumri Draumar í hylnum. Nýgengnir laxar í veiðiá á Vesturlandi. Morgunblaðið/Einar Falur Stang- veiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.