SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 29
17. janúar 2010 29 niðri takkanum á myndavélinni eins og vélbyssu og kláraði filmuna. Það var stórkostleg sjón að sjá eldrautt lithvolf sól- arinnar við tunglröndina. Það er öðruvísi í dag að mynda með stafrænum myndavélum þar sem maður getur haft fleiri hundruð myndir á disknum og skoðað þær strax. Ég átti bara tuttugu myndir eftir á filmunni í hámarki sól- myrkvans. Ég stakk filternum aftur fyrir linsuna þegar myrkvinn var búinn og myndaði sólina koma aftur í ljós. Það var ekki laust við smááhyggjur á heimleiðinni af því hvort ég hefði klúðrað málunum eða ekki. Ég varð að taka myndina á svo litlum hraða, mátti alls ekki hreyfa mig. Það var engin leið að vita það fyrr en búið var að framkalla film- una. Við lentum á Grænlandi, tókum eldsneyti og flugum heim. Komutími var nálægt miðnætti og undir venjulegum kringumstæðum hefðum við ekki náð þessari mynd í blaðið daginn eftir vegna þess að litfilmur voru framkallaðar úti í bæ á þeim tíma. En það voru aðrar aðstæður. Leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs átti að vera í Höfða eftir nokkra daga og allar fréttastofur heimsins voru komnar til Íslands. AP- fréttastofan var með bækistöð í Morgunblaðshúsinu og hafði framköllunarvélar tilbúnar sem gátu framkallað litfilmur. Við fengum að framkalla filmurnar í einum grænum hjá þeim þessa nótt. Það var ólýsanleg tilfinning þegar í ljós kom að myndin hafði tekist. Það var eins og að koma úr geimferð eftir að hafa hitt karlinn í tunglinu. Annar ekki síðri félagi beið eftir mér á jörðu niðri. Sig- tryggur Sigtryggsson var fréttastjóri á vakt og var eins og indíáni í miðjum stríðsdansi. Hann varð mjög glaður, eins og svo oft áður, að sjá að myndin af þessum einstaka atburði hafði tekist. Gamla góða Víkingsöskrið ómaði um sali. Sig- tryggur þekkir góða fréttamynd þegar hann sér hana og hvernig á að birta hana. Sem hann og gerði. Myndin fór einnig út um allan heim og birtist þar í helstu stórblöðum. Það er svo merkilegt að þetta er eina myndin sem er til af þessum atburði því þeir sem höfðu filmufólíuna fyrir framan linsuna fengu bara svartar myndir, hringurinn sem allt sner- ist um sást ekki því fólían var of dökk. Það er gott að vera heppinn stundum. Ég deildi því myndum á alla vísinda- mennina sem voru með í ferðinni og voru að rannsaka hvort fjallaskörðin á tunglinu stemmdu við útreikningana. Það fylgdi því stolt að vita að myndin stemmdi við allt sem Þorsteinn Sæmundsson hafði reiknað út, hann veit alveg upp á hár hvað hann er að gera. Það var ekki óþægileg til- finning að hafa náð markmiðinu og átt þátt í leiðangri sem var markverður í alla staði. Með þessa tilfinningu fór ég inn í næsta stóratburð í Ís- landssögunni en það var leiðtogafundur forseta Sovétríkj- anna og forseta Bandaríkjanna í Höfða. Baksíða og innsíða í Morgunblaðinu 4. október 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.