SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 49
17. janúar 2010 49 svo sem þykkir, gegnheilir bygging- arhlutar og náttúruleg efni. Hvergi sjást annarleg tískufyrirbrigði sem svo oft bera ofurliði það sem talið er „djarfar“ nýbyggingar um allan heim. Í Berlínarsafninu hefur tekist að skapa tímalausa og háleita kyrrð sem ramma fyrir þá hluti sem sýna á í húsinu. Sýningarmunir eru með öðrum orð- um hluti af heildinni. Þetta atriði er þveröfugt við flest nútímasöfn og næg- ir það eitt til að gera húsið að einstakri perlu. Með „nýja safninu“ hefur tekist að stórbæta safneyjuna í Berlín. Allt um- hverfi eyjarinnar hefur verið verndað gegn framandi, afkáralegum bygg- ingum. Til fyrirmyndar, ekkert síður fyrir borgir eins og Reykjavík. Perlur Reykjavíkur Álíka tillitsemi í umhverfismyndun við þær örfáu byggingaperlur sem Reykja- vík státar af er sjaldan sýnileg. Til dæmis var þjóðleikhúsi Guðjóns Sam- úelssonar sýnd mikil óvirðing þegar borgaryfirvöld samþykktu að reist yrði afkáraleg bílageymsla svo til andspænis því við Hverfisgötu. Norræna húsi Aaltos, sem var hugsað sem hluti af fjalladýrð í fjarska, var sýnd ámóta ónærgætni með mikilli há- skólatröllskessu sem hlussað var niður við hlið þess. Enn er ráðgert að þjarma að annarri perlu Guðjóns Sam- úelssonar, Landspítalanum, með því að skella henni í bakröð fyrir aftan ný- byggingar háskólasjúkrahúss. Þar að auki verður með þessu þrengt að einu af örfáum hverfum borgarinnar sem einhvern sjarma hefur, Þingholtunum. Nær væri, eins og þjóðmálin standa nú, að styrkja sálarlíf borgaranna með því að láta í friði þær perlur sem græða sálarlíf okkar. Heildarsýn á Reykjavíkurborg Ofangreind meðferð á nokkrum af perlum Reykjavíkur, og mörg önnur tiltæk dæmi sýna að yfirvöld og stjórn- málamenn borgarinnar, hið nafnlausa 0,1% „fulltrúavald“ okkar, hefur ekk- ert lært af reynslunni og auk þess er auðséð að ekki er á borðinu nein heild- arsýn til viðmiðunar þegar mikilvægar ákvarðanir í skipulagsmálum eru ræddar. Ef samþykktur heildarvilji um ásýnd og gerð borgarinnar væri til hefði trú- lega mátt komast hjá því á und- anförnum árum að einkaframtak haldið stjórnlausri „útþenslugræðgi“ fengi tímabundið skipulagsvald. Forðast hefði mátt dæmi eins og Höfðatorg eða Sæbraut. Löngu er orðið tímabært að yfirvöld og stjórnmálamenn geri sér grein fyrir ábyrgðinni sem á þeim hvílir varðandi umhverfismótun og viti að minnsta kosti sjálfir og útskýri fyrir borg- urunum hverju þeir treysta sér til að skila í hendurnar á kynslóðum fram- tíðarinnar. Stigagangur í miðri byggingunni. Nýr stigi settur inn í eldri hluta hússins. Ljósmyndir/Candida Höfer. Birtar með leyfi Verlag Koenig. Í hinu svokallaða egypska rými er teflt saman nýjum og gömlum formmeðulum. Myndirnar voru teknar í Neues Museum áður en safnið var formlega opnað. Beiting ofanljóss undistrikar hluta af svokölluðum miðaldasal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.