SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 50
Þ eir landsmenn sem sáu Sex í sveit í Borgarleik- húsinu á sínum tíma gleyma þeim farsa líklega ekki svo glatt. Rúmur áratugur er síðan verkið var frumsýnt, en áhuginn var slíkur að tjaldið var ekki dregið fyrir í síðasta skipti fyrr en að loknu fjórða leikárinu. Leikfélag Akureyrar bauð upp á Fló á skinni veturinn 2007 til 2008, aðsóknarmet félagsins var þá slegið, sýn- ingin í framhaldinu seld í Borgarleikhúsið þar sem hún gekk í allan fyrravetur og sýningar hefjast á ný síðar á þessu leikári. Svo eru það Fúlar á móti; sú sýning var fyrst sett upp á Akureyri, var sýnd í óperunni í vor, færð í Loftkastalann í haust og þessar fúlu þrjár verða aftur á ferðinni í húsa- kynnum Leikfélags Akureyrar um páskana. Hvers vegna þessi upptalning? Jú, María Sigurð- ardóttir hefur leikstýrt öllum sýningunum. María er nú leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og var sjálf við stjórnvölinn við uppsetningu 39 þrepa sem frumsýnd voru um síðustu helgi og miðað við fyrstu viðbrögð má reikna með að sú gamansýning verði lengi á fjölunum eins og hinar. Mannlífsrannsóknir Hver skyldi vera galdurinn við að setja upp gamansýn- ingu þannig að hún slái í gegn? Eða er það kannski eng- inn galdur? Hvers vegna hefur Maríu vegnað svona vel? „Þetta er mjög merkilegt vegna þess að ég hef aldrei verið gamanleikkona,“ segir hún. Kveðst hún þvert á móti miklu frekar vera dramaleikkona, meira að segja dálítið góð, og „ég hef alltaf fílað þannig verk í tætlur.“ En hún segist alla tíð hafa velt fólki mikið fyrir sér og það skipti miklu máli. „Ég var mjög meðvituð um það, alveg frá því ég var í skólanum, og ég hef alltaf umgeng- ist „venjulegt“ fólk og átt vini sem hafa unnið langt frá leikhúsi; bændur, sjómenn … Fólk alls staðar að úr þjóð- félaginu. Það er mikilvægt að þekkja fólk og vita hvernig það hugsar. Leikstjóri nýtir sér ósjálfrátt slíka vitneskju og beinir sýningunni til fólks sem hann veit að er til. Áhorfendur þurfa að geta samsamað sig leikritinu. Þess vegna er aðalgaldurinn kannski sá að þekkja venjulega Íslendinga.“ Listamaðurinn hefur þannig úr miklu meira að moða við persónusköpun en ella, segir María. „Eitt af verkefnunum í Leiklistarskólanum á sínum tíma var að við settumst niður úti í bæ, t.d. á veit- ingastaðnum á Umferðarmiðstöðinni, og fylgdumst með einhverjum ókunnugum. Skrifuðum hjá okkur punkta; hvernig ætli sé heima hjá þessum? Við hvað ætli hann vinni? Í skólanum daginn eftir lékum við svo karakter- inn eins og hann kom okkur fyrir sjónir og hinir nem- endurnir áttu að geta sér til um viðkomandi.“ Maríu fannst þetta skemmtilegt. Áhuginn á mannlífs- rannsóknum jókst á þessum tíma og við uppsetningu gamanleikja reynir leikstjórinn María að ímynda sér hvað fólki þyki fyndið. „Það er meðal annars mitt hlut- verk, þegar líða fer að frumsýningu, að sitja úti í sal og meta hvað venjulegum Íslendingi finnst. Ég þarf að geta sett mig í spor þeirra sem koma og sjá verkið.“ María játar því að þótt grínið sé í hávegum haft megi hlutirnir nefnilega ekki fara úr böndunum. „Ef áhorf- andinn kannast við persónurnar eða finnst þær trúverð- ugar trúir hann frekar aðstæðunum, þótt þær séu fárán- legar. Það þarf því að passa að ekki sé farið yfir strikið.“ Lygi og framhjáhald … Sex í sveit var fyrsta verkið sem María leikstýrði í at- vinnuleikhúsi og því vart hægt að hugsa sér betri byrjun enda um að ræða besta farsa sem hún þekkir. Verkið er upprunalega franskt en þau María notuðu breska leik- gerð sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi og staðfærði. „Ég fer ekkert í grafgötur með það að ég var með rosalega gott fólk með mér; Gísla Rúnar, Eddu Björg- vinsdóttur, Halldóru Geirharðsdóttur og fleiri – öll vön að vinna við farsa, og ég lærði mjög mikið af þeim.“Í framhaldinu setti María upp fleiri verk fyrir Borgarleik- húsið og um skeið voru þrjú af „hennar“ verkum sam- tímis á fjölunum; Pétur Pan og Fegurðardrottningin frá Línakri, auk farsans. Þegar leikrit er sett upp er textinn fyrir hendi en svo þarf að búa til aðstæðurnar; í farsa er fjallað um venju- legt fólk við fáránlegar aðstæður og það er oft miklu erf- iðara, bæði fyrir leikara og leikstjóra, en hefðbundið stofudrama þar sem lífið er frekar sýnt eins og það er í raun og veru, segir María. „Venjuleg uppskrift að góðum farsa er lygi og framhjáhald og í Sex í sveit eru svo mörg lög af hvoru tveggja að karakterarnir eru á endanum komnir í hring og vita varla lengur hverju þeir lugu og við hvern þeir héldu! Ég var lengi að átta mig á hlutunum í undirbún- ingnum en það var mjög spennandi; vinna leikstjórans er ekki bara með leikurunum heldur þarf hann að kynna sér verkið vel áður, allar persónurnar, og svo þarf að huga vel að aðstæðum.“ Út í leikstjórn til að hafa vinnu María segir fyrstu viðbrögð listamannanna sjálfra gefa góða vísbendingu um það hvernig gamanleikjum er tek- ið af áhorfendum. „Við grétum úr hlátri fyrsta daginn sem við lásum Fló á skinni saman, allt starfsfólkið sem kom að sýningunni, það gerðist líka hjá okkur núna í 39 þrepum og það er dálítið merkilegt að velta þessu fyrir sér; maður les verkið, fer svo út í mikla vinnu við að greina það, tekur það í sundur og setur saman aftur, en strax í byrjun skynjuðum við nokkurn veginn hvernig viðbrögðin yrðu á frumsýningu.“ María var orðin 25 ára þegar hún fór í Leiklistarskól- ann. Eftir nám lék hún um tíma en sneri sér að mestu leyti að leikstjórn fljótlega. „Þegar ég kom út úr skól- anum lék ég aðeins, m.a. með Alþýðuleikhúsinu, en það var ekki þannig að maður hoppaði auðveldlega inn í leikhúsin. Ég fór því að leikstýra hjá áhugamanna- félögum til þess að hafa vinnu og hef reyndar unnið við leiklist samfleytt síðan ég útskrifaðist.“ Hún segist hafa haft það á bak verið eyrað alveg frá því hún hóf leiklistarnámið að ef til vill yrði hún að nýta námið í annað en leika, til dæms í kennslu eða leik- stjórn. „Ég vissi að ég yrði að hafa eitthvað í bakhönd- inni og hugsaði mikið um það.“ Þáttaskil urðu í lífi Maríu þegar hún var beðin um að leikstýra á Húsavík 1987. „Í vinnunni kynntist ég manni, sem ég fór síðar að búa. Við eignuðumst fljótlega son og ég flutti norður.“ Í byrjun leikstjóraferilsins var hún stödd álíka langt frá gríninu og mögulegt er, verkið var Ofurefli, þar sem fjallað er um dauðvona fólk; bið þess eftir dauðanum. Þetta eru ólíkir einstaklingar sem fá ekki að vera heima heldur dvelja í einhvers konar sumarhúsum fyrir utan sjúkrahúsið og fjallað er um hvernig hinir dauðvona, og nánustu aðstandendur, taka á málinu. „Uppáhaldsverkin mín, fyrir utan góðan farsa, eru Leiklist Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Að þekkja venjulegt fólk María Sigurðardóttir hefur leikstýrt nokkrum gamanleikjum sem slegið hafa í gegn og viðbrögð við þeim síðasta, 39 þrepum hjá LA, benda til þess að þar hafi hún enn einu sinni hitt í mark. Hver er galdurinn? Eða er kannski enginn galdur? 39 þrep; Þrúður Vilhjálmsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. María Sigurðardóttir leikhússtjóri og leikstjóri: Ef áhorfandinn kannast við persónurnar eða finnst þær trúverðugar trúir hann frekar aðstæðunum, þótt þær séu fáránlegar. Ljósmynd/Grímur Bjarnason 50 17. janúar 2010 Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.