SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 34
34 17. janúar 2010 V ísindaskáldskapur – einkum það sem kallað er harður vís- indaskáldskapur – hefur um áratugaskeið verið gróðrarstía róttækra hugmynda um samfélagið, stjórnmál og áhrif þeirra á einstakling- inn. Einstaklingshyggja og frjálshyggja af einhverju tagi hafa verið ráðandi í hörð- um vísindaskáldskap um langa tíð. Í ritgerð sinni, A Political History of Science Fiction, færir Eric S. Raymond fyrir því rök að vísindaskáldskapur sé raunar í eðli sínu bókmenntagrein ein- staklings- og frjálshyggju þrátt fyrir að reglulega hafi hópar höfunda reynt að gera uppreisn gegn þessu meinta eðli. Fyrstu áratugi tuttugustu aldarinnar var vísindaskáldskapur frekar grunnur, enda var greinin þá að stíga sín fyrstu skref. Brjálaðir vísindamenn, græn geimskrímsli og öskrandi ljóskur í lát- únsnærklæðum voru algeng umfjöll- unarefni sagnanna. Jötnarnir hans Campbells Greinin þróaðist vissulega á þessum tíma, en straumhvörf urðu þegar John Camp- bell var ráðinn ritstjóri tímaritsins Asto- unding Science Fiction. Gerði hann auknar kröfur til höfunda bæði varðandi gæði textans og sögunnar og einnig að sögurnar væru í samræmi við vísindalega þekkingu. Harður vísindaskáldskapur verður þar með til. Undir handleiðslu Campbells risu til frægðar jötnar eins og Robert Heinlein, Isaac Asimov, Arthur C. Clarke og Paul Anderson. Hefð harðs vísindaskáldskapar var hefð þrjóskrar einstaklingshyggju, hæfi- leikaríkra hetja og hluthyggju. Rík áhersla var lögð á að læra hvernig hlutir virka í raun og veru og öll samfélagsstýr- ing og pólitík var litin hornauga. Und- antekningar eins og Foundation-sería Asimovs undirstrika aðeins þessi ein- kenni í öðrum verkum. Á þessum tíma var vísindaskáldskapur álitinn til hægri í bandarískum stjórn- málum og þar með stimplaður íhalds- samur. Sá stimpill er hins vegar eins fjarri sannleikanum og hægt er. Vísindaskáld- skapur, einkum harður vísindaskáld- skapur var aldrei íhaldssamur í þeim skilningi að hann bæri gríðarlega virð- ingu fyrir ríkjandi samfélagsgildum. Þvert á móti ímynduðu höfundarnir ger- breytt samfélagsmynstur í sínum sögum. Einstaklingshyggja höfundanna leiddi þá til dæmis til að hafna kynþáttafordómum og skrifa inn sterkar kvenhetjur löngu áður en það komst í tísku í hefðbundnari bókmenntategundum. Engu að síður hafa sumir höfundar átt erfitt með að samsama skrif sín þessum áðurnefndu einkennum harðs vís- indaskáldskapar. Raymond telur upp í ritgerðinni nokkrar uppreisnartilraunir, en hér gefst aðeins rúm til að fjalla laus- lega um tvær þeirra. Hafa tilraunirnar allar verið byggðar á blöndu af listrænum og pólitískum ágreiningi. Á sjöunda áratugnum má segja að ákveðin hnignun hafi einkennt vís- indaskáldskapinn vestan hafs. Gömlu jaxlarnir voru komnir til ára sinna og lítil endurnýjun átti sér stað. Síðasta húrra- hróp gullnu aldarinnar svokölluðu var líklega snilldarverk Heinleins, The Moon Is A Harsh Mistress, sem kom út árið 1967 og er á lestrarlistum margra frjáls- hyggjumanna enn þann dag í dag. Nýbylgjan og Víetnam Áhrifamikil uppreisnartilraun gegn ein- staklings- og frjálshyggju vísindaskáld- skaparins var gerð á þessum tíma. Nýbylgjan svokallaða, sem var komin á gott skrið um miðjan sjöunda áratuginn, var leidd af breskum sósíalistum eins og Michael Moorcock og Brian Aldiss. Höfn- uðu þeir einstaklingshyggju, vísindalegri nákvæmni og hamingjusömum sögulok- um. Þeir bundu jafnframt endi á alger yf- irráð bandarískra höfunda í greininni þótt síðar bættust í hóp þeirra bandarísk- ir höfundar eins og Philip José Farmer. Sögur þeirra lituðust af þeim sam- félagsbreytingum sem áttu sér stað á þessum tíma. Brutu þeir til dæmis lang- varandi óskrifað bann við því að skrifa um kynlíf í vísindaskáldsögum. Meðal bóka sem þessi hópur skrifaði voru nokkur stórgóð verk og um tíma leit jafnvel út fyrir að nýbylgjan myndi steypa hörðum vísindaskáldskap úr stóli. Brian Aldiss sagði árið 1969 að geimferðir væru „gamaldags afþreying sem stunduð er með ófrjóum limtáknum“ og var það dæmigert viðhorf nýbylgjumanna. Á endanum urðu örlög nýbylgjunnar þau sömu fyrri uppreisnartilrauna. Árið 1977, þegar kvikmyndin Star Wars kom út, voru höfundarnir farnir að missa dampinn. Varð myndin til þess að breiða boðskap vísindaskáldskapar út til fjölda fólks sem aldrei hafði kynnst honum áð- ur, en sagan var vissulega fjarri því að falla undir skilgreininguna á hörðum vís- indaskáldskap. Engu að síður var harður vísindaskáld- skapur búinn að finna lappirnar á ný nokkrum árum síðar þegar Startide Ris- ing eftir David Brin kom út. Hann, ásamt Greg Bear og Gregory Benford, tók upp hanskann fyrir harðan vísindaskáldskap í sinni upphaflegu mynd. Bandarískur vísindaskáldskapur á ní- unda áratugnum endurspeglaði að hluta þær breytingar sem orðið höfðu á hægri væng bandarískra stjórnmála. Lengi höfðu bandarískir frjálshyggjumenn og íhaldsmenn höfðu lengi hangið saman í Repúblikanaflokknum, þótt samstarfið væri á stundum stormasamt. Tap Barry Goldwater í forsetakosningunum árið 1964 og mismunandi afstaða hópanna tveggja til Víetnamstríðsins leiddi svo til þess að alger aðskilnaður varð. Árið 1971 var bandaríski frjálshyggjuflokkurinn stofnaður. Margir af stofnendum flokks- ins áttu það sameiginlegt að vera miklir aðdáendur vísindaskáldskapar. Í endurreisn harðs vísindaskáldskapar á níunda áratugnum birtust þessir brestir milli íhaldsmanna og frjálshyggjumanna. Sumir höfundar, t.d. Jerry Pournelle og David Drake, skrifuðu bækur þar sem hernaðarhyggja og ofurást margra íhaldsmanna á valdi og skipulagi drýpur af hverju strái. Að meginstefnu var frjáls- hyggjan þó ráðandi í skrifum þessa tíma, en það segir sitt að báðir hóparnir töldu sig andlega arftaka Heinleins. Hélt hann góðu sambandi við íhaldsmennina en síðustu tíu ár ævi sinnar lýsti hann sjálf- um sér sem frjálshyggjumanni. Það er einnig athyglisvert að einu póli- tísku verðlaunin, sem afhent eru á al- heimsráðstefnu vísindaskáldskaparins (World Science Fiction Convention), eru Prómeþeusar-verðlaunin. Eru þau veitt fyrir besta frjálshyggjuvísindaskáldskap- inn á hverju ári. Segir það einnig sitt að verðlaunabækurnar seljast gjarnan mjög vel til aðdáenda vísindaskáldskapar. Meðal þeirra bóka, sem unnið hafa til Prómeþeusar-verðlaunanna, er The Star Fraction eftir Ken MacLeod í persónu- legu uppáhaldi hjá mér. Ægir þar saman nýmarxistum, anarkistum og frjáls- hyggjumönnum sem sameinast í barátt- unni gegn orwellsku ríkisvaldi. Cyberpunkið Önnur uppreisnartilraun vakti í raun mun meiri athygli utan vísindaskáld- sögugeirans en innan hans. Cyberpunk er almennt talið uppfinning William Gib- sons, sem gaf út Neuromancer árið 1984. Gibson og félagar hans, Bruce Sterling þar á meðal, beindu spjótum sínum eink- um gegn hinum íhaldssömu hern- aðarbókmenntum. Réðust þeir því ekki á garðinn þar sem hann var hæstur. Cyberpunk var hins vegar ekki eins áhrifamikið og nýbylgjan hafði verið, hvorki á listræna né pólitíska vegu. Urðu bækurnar nánast klisjukenndar í frá- sögnum sínum af samfélagi eftir ímyndað hrun kapítalismans, þar sem lög frum- skógarins réðu og hetjurnar voru hakk- arar og aðrir tölvunördar. Helsta afrek Cyberpunk hreyfingarinnar var að vekja athygli á möguleikum netsins og áhrifum þess á mannlegt samfélag. Segja má að Neal Stephenson hafi rekið endapunktinn á Cyberpunk hreyfinguna með bókinni Snow Crash. Er bókin stór- Neal Stephenson Robert Heinlein Astounding Science Fiction Pólitísk saga vísinda- skáldskapar Vísindaskáldskapur er að mörgu leyti misskilinn af þeim sem ekki lesa hann. Óinnvígðir ímynda sér gjarnan að hann snúist eingöngu um geisla- byssur, geimskip og græn skrímsli og að lítil sem engin dýpri hugsun liggi að baki skrifunum. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is The Moon Is A Harsh Mistress John W. Campbell með H. Beam Piper Frá WorldCon ráð- stefnunni 1957 Vísindaskáldskapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.