SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 12
12 17. janúar 2010 E lías Kristján Elíasson húsasmið- ur horfði eins og aðrir lands- menn á hið tilfinningaþrungna ávarp Geirs H. Haarde, þáver- andi forsætisráðherra, í byrjun október 2008 sem lauk með þeim fleygu orðum: Guð blessi Ísland! Það var á því augna- bliki sem fyrst kom til tals að flytja með fjölskylduna úr landi. „Maður gerði sér strax grein fyrir því að hægja myndi verulega á öllum framkvæmdum á Íslandi í kjölfar hrunsins og maður myndi hugs- anlega missa vinnuna mjög fljótlega. Það kom á daginn,“ segir Elías sem er 29 ára að aldri. Hann fór að líta í kringum sig og stefn- an var snemma sett á Stafangur. „Ég vissi í gegnum vinnufélaga minn að hér væri næga vinnu fyrir smiði að hafa og ákvað að skoða þann möguleika,“ segir Elías. Brottför frestaðist vegna bakmeiðsla sem Elías varð fyrir þegar hann féll niður af húsþaki. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera smiður. Þegar hann var gróinn sára sinn hélt hann utan, það var í febrúar á síðasta ári. Það tók Elías fjórar vikur að finna sér vinnu í Stafangri en hann réð sig til bygg- ingaverktakans Fakta Bygg, sem er í eigu Íslendings, Kristján Eymundssonar, sem búið hefur ytra í fjórtán ár. Hlýtt og elskulegt fólk Elías fór einn utan en eiginkona hans, Áróra Kristín Guðmundsdóttir, og börn þeirra tvö, Ríkharður Henry, sem er al- veg að verða fimm ára, og Fríða Kristín, sem verður tveggja ára í næsta mánuði, komu til hans í maí. Sonur Áróru af fyrra sambandi, Kristófer Ágúst Stefánsson, tíu ára, varð eftir hjá föður sínum á Íslandi. Elías segir fyrstu vikurnar meðan hann var einn hafa verið erfiðar en það hafi hjálpað til að honum var ákaflega vel tek- ið. „Norðmenn eru upp til hópa hlýtt og elskulegt fólk sem vill allt fyrir mann gera. Þeir eru alls ekki svo ólíkir okkur. Ég fann mig strax mjög vel hérna enda er Stafangur æðislegur staður. Sömu sögu er að segja af Áróru og börnunum. Þeim hefur liðið ákaflega vel hérna,“ segir Elías en fjölskyldan leigir parhús ytra. Honum barst raunar frekari liðsauki því foreldrar hans, Elías Halldór Elíasson og Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir, fluttu líka utan í fyrra. „Pabbi kom í mars og mamma í maí. Það er frábært að hafa þau hérna í 25 mínútna fjarlægð. Pabbi er vél- stjóri að mennt og fékk fljótlega vinnu við vélaviðgerðir í slipp. Hann er alveg í skýjunum hérna. Það hefur tekið mömmu lengri tíma að komast inn í hlut- ina og hún saknar gömlu vinnunnar sinnar en hún vann á dvalarheimili fyrir aldraða. Þetta er samt allt að koma og hún er farin að svipast um eftir vinnu.“ Elías hlær dátt þegar hann er spurður um norskuna. „Það var einn ánægjuleg- asti dagurinn í mínu lífi þegar ég tók síð- asta dönskuprófið í skóla. Norskan er samt smám saman að koma enda þótt ég sé ennþá bestur eftir þrjá til fjóra bjóra. Komist ég upp með að tala ensku er það best en neyðist ég til að tala norsku læt ég mig hafa það. Ætli ég fari ekki bráðum að sleppa hjálpardekkjunum.“ Hann segir föður sinn hafa náð góðum tökum á norskunni og son sinn orðinn flugmæltan. „Það er ótrúlegt að heyra í honum. Hann er miklu betri en ég.“ Elías segir Norðmenn sýna ástandinu á Íslandi mikinn áhuga. „Það er margs að spyrja og þeir eiga erfitt með að skilja hvernig þrjátíu menn gátu leikið heila þjóð svona grátt. Fréttaflutningur getur stundum verið misvísandi og margir hafa spurt mig hvers vegna við ætlum ekki að borga Icesave-reikninginn. Ég útskýri þá málið fyrir fólki og það áttar sig á því um hvað það snýst í raun,“ segir Elías. Hann er stundum spurður í léttum tón hvers vegna Íslendingar komi ekki bara aftur undir norsku krúnuna. Þá myndi allt ganga betur. „Annars finn ég hvorki fyrir dómhörku né hneykslan. Norð- menn finna mikið til með okkur.“ Kreppan blasir ekki við hérna Elías fylgist grannt með gangi mála hér heima gegnum mbl.is og vísi.is en við- urkennir að hann sé feginn að vera laus við andrúmsloftið. „Stemningin og óvissan heima eru ofboðslega þrúgandi og hafa slæm áhrif á fólk til lengdar. Auð- vitað er kreppa víðar en á Íslandi en satt best að segja blasir hún ekki við manni hérna í Stafangri.“ Beðinn að tilgreina kosti Stafangurs umfram Reykjavík nefnir Elías fyrst veðrið. „Það skýtur reyndar svolítið skökku við núna þegar eitt mesta kulda- kast í manna minnum gengur yfir Nor- eg,“ segir hann hlæjandi. „Nágranni minn var að segja mér að það hefði ekki snjóað svona mikið í 45 ár. Hann er sann- færður um að við berum ábyrgð á þessu, höfum komið með snjóinn með okkur.“ Sumarið er á hinn bóginn mun betra en á Íslandi. „Það er mun hlýrra hérna, sumarið í fyrra var mjög gott. Það spillir heldur ekki fyrir að hér er stutt í heitan sjó, þar sem maður getur svamlað í góðu yfirlæti. Börnunum þykir það ekki leið- inlegt.“ Elías segir það einnig ótvíræðan kost að atvinnuástandið sé stöðugt og gott í Staf- angri. „Hér er mikið af olíupeningum og miklar framkvæmdir framundan. Það er nóg fyrir smiði að gera. Svo er það vinnu- tíminn. Maður vann eins og skepna heima en hérna er vinnuvikan bara 37,5 stundir. Síðan er maður bara með börn- unum sínum. Það er feikilegur munur.“ Brátt verður breyting á högum Elíasar en Áróra og börnin stefna skónum heim með vorinu. Skýringin er tvíþætt. Annars vegar sú að Áróra, sem vann í bókhaldi hjá 365-miðlum, hefur ekki fengið vinnu ytra og hins vegar, sem vegur þyngra, að hún saknar elsta sonar síns og vill vera hjá honum. „Ég hef fullan skilning á því,“ segir Elías en neitar því ekki að viðskiln- aðurinn verði strembinn. „Við verðum í fjarbúð frá og með vorinu og ég get alveg viðurkennt að ég hlakka ekki til þess. En svona verður þetta að vera. Maður verður að hafa í sig og á og meðan atvinnu- ástandið er svona ótryggt heima verð ég að vera hérna þar sem ég er með góða og örugga vinnu. Maður verður að láta hlut- ina ganga.“ Spurður hvort hann vonist til að snúa heim fljótlega svarar Elías því til að eftir eigi að reyna á fjarbúðina. „Ég veit að ég á eftir að sakna fjölskyldunnar. Ég er byrj- aður að sakna hennar nú þegar. Á móti kemur að fjölmargir félagar mínir eru at- vinnulausir heima og útlitið alls ekki bjart. Í því samhengi er það ekki spenn- andi tilhugsun að koma heim. Það er frá- bært að vera hérna í Noregi og væru kon- an og börnin ekki á heimleið gæti ég vel hugsað mér að vera hérna í langan tíma.“ Elías Kristján Elíasson ásamt börnunum Fríðu Kristínu og Ríkharði Henry Elíasbörnum og Kristófer Ágústi Stefánssyni. Ekki spennandi tilhugsun að koma heim Elías Kristján Elíasson missti vinnuna eins og svo margir húsasmiðir eftir hrun bankanna. Hann dó ekki ráðalaus, heldur flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til Noregs og hefur nú í nógu að snúast í Stafangri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Áróra Kristín Guðmundsdóttir, eiginkona Elíasar, heldur senn heim með börnin. Maður vann eins og skepna heima en hérna er vinnu- vikan bara 37,5 stundir. Síðan er maður bara með börnunum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.