SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 52
52 17. janúar 2010 F urðulegt var að sjá ljósmyndina í Morgunblaðinu þar sem Grön- dalshús sveiflast í böndum yfir Vesturgötu. Voru þetta ekki mistök? Var það ekki örugglega stein- kumbaldinn á milli Gröndalshúss og Vesturgötu sem átti að víkja? Til að opna síðdegissólinni leið að glugganum þar sem Benedikt Gröndal sat fyrir innan, hvít- hærður með hvítt yfirskegg, skrifaði og teiknaði myndir af krossfiskum og fugl- um. Og til að opna gestum leið að safninu sem ætti að opna um Gröndal í húsinu þar sem hann bjó, hugsaði, skrifaði og orti, og tók á móti merkum gestum. En kannski voru engin mistök gerð. Í myndatextanum segir að með stálbitum, sem Gröndalshús hvílir á þar sem það svífur um, sé það 33 tonn af þyngd. 33 tonn af óvenjulegu húsi – en hver er vikt sögunnar? Í þessu húsi við Vesturgötu skrifaði Benedikt Gröndal sum sín merkustu verk. Til dæmis „Dægradvöl“ og greinina „Reykjavík um aldamótin 1900“. Þar lýsir hann á ógleymanlegan hátt bæj- arbragnum og umhverfinu. Í „Dægradvöl“ rekur Gröndal hvernig það kom til að hann keypti þetta hús, nr. 16 við Vesturgötu, hinn 11. júní árið 1888. Hafði húsið þá staðið í eyði í þrjá eða fjóra mánuði „og var óálitlegt að utan, en ann- ars vel byggt, og ekki nema 5 ára gamalt... nokkuð margar rúður voru brotnar, lík- lega af götustrákum, þar sem enginn hafði verið til að gæta hússins svo langan tíma. Varð það þá úr, að ég keypti húsið fyrir 2500 kr., en virðingin var 4670 krónur. Engin lóð fylgdi húsinu nema gangstígur fyrir framan það, stétt við vesturgaflinn og lítill blettur við aust- urgaflinn.“ Gröndal gekk í að „dubba húsið upp, mála það utan, gera nýtt herbergi í því, þar sem áður hafði verið smiðja o.s.frv. Voru menn þá hissa, hvað húsið varð allt álitlegra, og vildu sumir þá kaupa það... Hef ég síðan búið í þessu húsi.“ Voru menn ekkert hissa núna, að sjá hvað húsið var álitlegt þar sem það sveif yfir Vesturgötu, öll þessi 33 tonn og sag- an? Velunnarar sögu Gröndals, og húss hans þar með, hafa á síðustu árum ítrekað vakið máls á því að þarna mætti gera for- vitnilegt safn. Kveikt hefur verið á kyndl- um við Vesturgötuna og lesið upp úr verkum skáldsins við húsvegginn. Mynd- listarmaður sýndi eftirlíkingu hússins á Feneyjatvíæringnum. Rætt var um mögu- leikana. Það var til lítils. Rétt eins og gert var við gömul hús á meintum nýliðnum góðæristímum, þá sveif Gröndalshús nefnilega vestur í Örfirisey, þar sem Þór- bergur stundaði sjóböð fyrrum. Hvert þessi 33 tonn fara þaðan? Þeirri spurningu er ósvarað. 33 tonn af húsi og sögu Orðanna hljóðan Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á hugavert uppgjör við bók- menntasögu 20. aldar er að finna í skemmtilegri bók sem ber hið einfalda heiti Books, og Cassell í Bretlandi gefur út. Þar leggja 30 alþjóðlegir bókmenntagagnrýnendur, háskólamenn, verðlaunahöfundar, skáld og sérfræðingar hönd á plóginn og velja merkustu bækur, höfunda og skáld- sagnapersónur 20. aldar. Það hlýtur að gleðja íslenska bók- menntamenn að Halldór Laxness er tal- inn meðal merkustu rithöfunda ald- arinnar og sagt er að persónur hans kalli á samúð lesenda um leið og kaldhæðn- isleg fyndni einkenni þær. Merkar dægurhetjur Góður hluti bókarinnar fjallar um það sem álitsgjöfum þykir vera áhrifamestu skáldsagnapersónur 20. aldar. Þar vekur hið ósnobbaða viðhorf álitsgjafanna nokkra athygli því þeir viðurkenna hik- laust áhrifamátt svokallaðra afþreying- arbókmennta á menningu og hug- myndafræði 20. aldar. Þannig ratar Drakúla á listann, enda hefur hann ein- stakt lag á að rísa upp og minna á sig. Mannætan Hannibal Lecter fær líka um sig sérstakan kafla. Þarna er einnig Sher- lock Holmes, sem hefur fyrir löngu öðl- ast sjálfstætt líf, og enn berast til hans bréf stíluð á heimilisfang hans, 221B Ba- ker Street í London, þar sem bréfritarar óska eftir aðstoð hans við að leysa hin ýmsu mál. Hercule Poirot fær einnig nafn sitt letrað í þessa bók enda komst andlátsfrétt hans á forsíðu New York Times. Það mun vera í eina skiptið sem dagblað hefur birt forsíðufrétt um andlát sögupersónu. Önnur sögupersóna Agöthu Christie, Miss Marple, kemst einnig í bókina og sömuleiðis hinn góð- kunni Rebus sem Ian Rankin hefur gert ódauðlegan. Og James Bond, frægasti spæjari heims, er vitanlega á sínum stað. Scarlett O’Hara, kvenhetjan úr Á hverfanda hveli, er ógleymanleg og Bridget Jones er næstum jafn fræg. Þær eru þarna báðar og svo vitaskuld hinn óviðjafnanlegi Jeeves, sköpunarverk P.G. Wodehouse. Fyrsta ofurhetjan Persónur barnabóka eru fjölmargar tald- ar meðal lykilpersóna bókmenntasög- unnar. Þar ber að nefna Pétur Pan, sem neitar að verða fullorðinn. Svo skiptir engu þótt einhverjir hæðist að bjartsýni Pollýönnu, hún er af álitsgjöfunum talin meðal áhrifamestu persóna bókmennta- sögunnar. Og það á sömuleiðis við um Mary Poppins. Lína langsokkur, sem gat séð um sig sjálf, fær þá umsögn í bókinni að hún sé sönn femínistahetja og kemst auðveldlega á lista yfir áhrifamiklar skáldsagnapersónur. Harry Potter gleymist vitanlega ekki. Ekki má svo heldur gleyma Tarzan sem var kannski fyrsta ofurhetja 20. ald- arinnar. Bærinn Tarzana í Kaliforníu heitir eftir honum og er einn af örfáum bæjum í heiminum sem kenndur er við skáldsagnapersónu. Zorro, verndari hinna fátæku, kemst sömuleiðis á listann. Táningur og góðmenni Fjölmargar sögupersónur svokallaðra fagurbókmennta fá umfjöllun í bókinni. Þar má nefna Jósef K úr Réttarhöldunum eftir Kafka, Lennie úr Mýs og menn eftir Steinbeck og Briony Tallis úr hinni stór- kostlegu skáldsögu Ians McEwans, Frið- þægingu. Ekki er hægt að taka saman bók eins og þessa án þess að nefna frægasta táning bókmenntasögunnar, Holden Caulfield úr Bjargvættinum í grasinu. Þar er líka eitt mesta góðmennið sem ratað hefur í skáldsögu, Atticus Finch úr To Kill a Mockingbird eftir Harper Lee, en sið- ferðisstyrkur lögfræðingsins hættir aldr- ei að vekja aðdáun þeirra sem lesa bók- ina. Hin alræmda Lolita fær sína umfjöllun en hún var sköpunarverk Vla- dimirs Nabokovs og þótti svo siðlaus að íbúar bæjarins Lolita í Texas íhuguðu að breyta nafni bæjarins eftir útkomu bók- arinnar. Nathan Zuckerman, persónan sem Philip Roth hefur notað margoft í skáld- sögum sínum, er nefndur til sögu og Co- leman Silk út The Human Stain eftir sama höfund kemst einnig á blað. Ótal fleiri persónur koma við sögu í stórskemmtilegri bók en við lestur hennar rifjast upp orð Oscars Wilde sem sagði að eftir lestur góðra skáldsagna fyndist manni að eina raunverulega fólkið væri það sem hefði aldrei verið til. Tarzan í góðum félagsskap Talinns vinar sína. Hann var fyrsta ofurhetja 20. aldar. Skáldsagnapersónur 20. aldar Alþjóðlegir bókamenn hafa valið merkustu skáldsagnapersónur 20. aldar. Þar er komið víða við og persónu- galleríið er sannarlega litríkt. Allir ættu þar að finna æskuhetjur sínar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.