SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 47
17. janúar 2010 47 LÁRÉTT 1. Vinkill sem er til skoðunar er vara. (9) 4. Gróðavænlegt á betrun engu að síður. (9) 8. Litaður og blauður vegna óðra (10) 9. Sá sem tekur peninga. (8) 11. Óska eftir sæskjaldböku. (5) 13. Nem glósu um mat. (9) 14. Íþróttagrein bindindismanna finnst í götu. (12) 15. Rú og stú að hálfu sýna ávöxt eða svo er sagt. (6) 16. Ekki grunnur sjór heldur mikið (7) 19. Messing lá við túnið. (7) 22. Metið söng með fæðunni. (8) 24. Dverginn Andvara frelsi vegna skorts á fyr- irhyggju. (12) 27. Framkvæma af vogreki. (6) 29. Tólið leggja frá suðri til norðurs. (8) 31. Með alka flissi út af hluta af sverði (10) 32. Komandi sér að kona andi. (9) 33. Fregnin gat fjallað um sérstakt samband. (10) 34. Naumlega birti með sanngirni. (8) LÓÐRÉTT 1. Skrifar höfuðból með prik. (9) 2. Ræða á nesi um fjölda einstaklinga. (9) 3. Blaut spjalla og diskútera. (7) 5. Sjá Belga við ruglaða lind með ávöxt. (9) 6. Eyði ekki skóg að því sagt er fyrir fótabúnað (8) 7. Sjá ekki skapvonda í ringulreið. (6) 10. Æsa fellur í það að heimta að vera ógift. (9) 12. Fór á hesti inn með siglutré og búnaði. (7) 17. Vongóðar ruglast vegna væntingar um ágóða. (8) 18. Blettur neðan á fæti angar. (5) 20. Tryggingastofnun öll með gullkinn er fyrir stór- an. (11) 21. Tek bol frá Algeirsborg og vinna. (8) 23. Það sem er gott er í sælgæti. (7) 25. Lélegur læknir er yndi. (7) 26. Fjandans fuglinn lenti í matvinnslufyrirtæki. (8) 28. Vefengja að e sé fast. (5) 29. Aðsjáll sem á erfitt með að fela sig. (5) 30. Gömul fær ávöxt. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í um- slagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úr- lausn krossgátu 17. janúar renn- ur út föstudaginn 22. janúar. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 24. janúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross- gátunnar 31. desember sl. er Anna Hermannsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Berlínaraspirnar eftir Anna B. Ragde. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Afmælismót Taflfélags Reykja- víkur, sem haldið var í höf- uðstöðvum CCP við Grandagarð, heppnaðist einkar vel enda voru aðstæður fyrir keppendur og áhorfendur með besta móti. Að- alstyrktaraðili mótsins var MP banki og getur CCP vel við unað en af hálfu TR var Óttar Felix Hauksson, fyrrverandi formað- ur, aðalskipuleggjandi og fórst það vel úr hendi. Allar skákir mótsins voru sýndar á stóru tjaldi auk þess að vera aðgengi- legar í beinni útsendingu á net- inu. Ef marka má spákönnun sem gerð fyrir mótið virtist það koma á óvart að Jón L. Árnason skyldi verða efstur. En Jón hefur áður sýnt að hann getur verið al- veg ljóngrimmur á 10-15 mín- útna tempóinu og lagði auk þess að velli þá tvo sem næstir komu. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Jón L. Árnason 5 v. (af 7). 2.-3. Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson 4½ v. 4.-7. Friðrik Ólafsson, Guðmundur Kjart- ansson, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson 3 v. 8. Arnar Gunnarsson. Ýmsir tryggir skákmótagestir komu til að fylgjast með mótinu og var greinilegt að þátttaka Friðriks Ólafssonar mæltist vel fyrir. Hann var meðal efstu manna lengst af og átti ekki lít- inn þátt í því glæsilegur sigur hans yfir Guðmundi Kjartanssyni í 4. umferð. Tvöfalda bisk- upsfórnin á sér merka sögu sem m.a. er rakin í hinni ágætu bók Fléttunni; Emanuel Lasker beitti henni fyrstur í frægri skák undir lok 19. aldar en á hinu sögulega stórmóti í Sánkti Pétursborg 1914 kom fram enn mikilfenglegri út- gáfa fórnanna í sigurskák Tar- rasch yfir Nimzovitz. Af ein- hverjum furðulegum ástæðum fékk Tarrasch ekki 1. fegurð- arverðlaun fyrir en Capablanca hlaut þau fyrir fremur einfalda fléttu gegn Ossip Bernstein. Til viðbótar þessum skákum má minna á fallegan sigur Jóns L. Árnasonar yfir hinum öfluga rússneska stórmeistara Alexey Dreev á Reykjavíkurmótinu 1990. Þar var seinni biskupnum að vísu fórnað á f6 en skyldleik- inn er augljós. Varðandi skákina sem her birtist benti Friðrik á að nákvæmara hefði verið að leika hróknum til d4 í 24. og 25. leik: Friðrik Ólafsson – Guðmundur Kjartansson Drottningarbragð 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Be7 5. Bf4 0-0 6 e3 Rbd7 7. Hc1 c5 8. cxd5 Rxd5 9. Bg3 cxd4 10. exd4 R7f6 11. Bd3 Rxc3 12. bxc3 b6 13. De2 Bb7 14. Re5 Dd5 15. c4 Da5 16. Re5 Had8 17. Hcd1 Rd7 18. d5 Rxe5 19. Bxe5 Bd6 20. Bxh7+ Kxh7 21. Dh5+ Kg8 22. Bxg7 Kxg7 23. Dg5+ Kh7 24. Hd3 Da3 25. Hxa3 Bxa3 26. Dh4+ Kg7 27. Dg3+ Kf6 28. Dxa3 exd5 29. Df3+ – og svartur gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 29. … Kg7 30. He1 Hfe8 31. Hxe8 Hxe8 32. h4 og vinnur létt. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Tvöfalda biskupsfórnin Friðrik Ólafsson Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.