SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 36
36 17. janúar 2010 M eð stuttum fyrirvara mæl- um við okkur mót í vinnu- stofu Birnu að Skydebane- gade kaldan vetrardag í nóvember og þegar ég mæti á staðinn er Birna önnum kafin ofan í teikningum, efnisbútum og hálfkláruðum prufu- flíkum ásamt tveimur aðstoðarkonum. „Æi fyrirgefðu draslið,“ segir hún. „Við erum að ganga frá söluprufunum fyrir vetrarlínuna 2010 og erum svolítið á eft- ir áætlun, en svona er þetta alltaf hjá mér. Ég vinn einfaldlega best undir álagi.“ Við ákveðum að kíkja yfir á lítið kaffi- hús í sama húsi og eftir að kaffiþjónninn útbýr ilmandi froðukaffi setjumst við niður og ég áræði að spyrja: Er bara brjálað að gera? „Jú, sérstaklega núna,“ svarar Birna. „Annars er nú bara algjör krísa hjá flest- um í fatabransanum. Ég held að Dan- mörk sé efst á lista í Evrópubandalaginu yfir lönd þar sem fólk sparar mest og það bitnar auðvitað sérstaklega á fata- sölu. Mjög mörg minni fatafyrirtæki eru því miður farin á hausinn og í öðrum hafa starfsmenn verið reknir í stórum stíl. Bankarnir hérna koma mjög tak- markað til móts við fyrirtækin, þeir lána varla lengur og krefjast þess að fyr- irtækin lækki yfirdrættina. Það fóru t.d. 374 fyrirtæki á hausinn á Kaup- mannahafnarsvæðinu í október svo mér finnst eignlega hægt að segja að það sé eitt allsherjar kaos hér í „kongens Dan- mark“. Sem betur fer erum við með mjög sterkan hóp fastakúnna sem held- ur áfram að versla. Við erum líka búin að vera mikið í tískublöðunum síðasta árið í Danmörku og það hefur skilað sér í nýj- um kúnnum sem er náttúrlega frábært á þessum tímum.“ Erfitt en gefandi Birna stofnaði fyrirtæki sitt árið 2002 og opnaði fyrstu verslun sína við Istedgade í Kaupmannahöfn árið 2005. Árin á eftir óx fyrirtæki hennar hratt því rúmu ári síðar opnaði hún verslun við Skóla- vörðustíginn í Reykjavík og í mars 2008 þriðju verslunina hennar við Kultorvet í hjarta Kaupmannahafnar, heilir 220 fer- metrar. „Þetta er auðvitað búið að vera erfitt hjá okkur en samt líka mjög gef- andi. Við höfum líkt og flest fyrirtæki þurft að laga okkur að breyttum mark- aði með því að skera niður og end- urskipuleggja. Fyrir mig sem hönnuð hefur þetta verið mjög jákvætt þar sem ég hef virkilega fundið nýjar og meira skapandi leiðir til að hanna. Þetta gefur mér bæði meira og minna svigrúm sem erfitt er að útskýra öðruvísi en að mín hönnun hefur breyst – er miklu meira ég en nokkurn tíma áður. Allt þetta hefur orðið til þess að Birna hefur þurft að breyta um stefnu hvað varðar nánustu framtíð. „Áður en allt hrundi var markmiðið að opna búð í Osló og Stokkhólmur var líka inni í myndinni. Eins unnum við að því að opna litla búð í New York. Hugmyndin var að vera nær eingöngu með okkar eigin búðir og draga mikið úr því að selja í heildsölur. Það skiptir okkur miklu máli að geta verið með algjöra umsjón Erfðamengi hönnuðarins í hnotskurn Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður í Kaup- mannahöfn hefur á síðustu mánuðum fundið fyrir klóm kreppu kerlingar í Danmörku. Aðeins hálfu ári áður en „allt hrundi“ í viðskiptalífinu opnaði hún 220 fermetra verslun í hjarta Kaupmanna- hafnar til viðbótar við búðina sem hún rekur fyrir í borginni. Búðin á Íslandi gengur hins vegar framar öllum vonum, mitt í öllu fárviðrinu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður Stuttur og vor- legur kjóll og jakki úr sum- arlínunni 2010. Aðsniðin dragt úr vetrarlínunni 2009. Hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.