SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 43
17. janúar 2010 43
É
g þekki fleiri en eina og fleiri en tvær konur sem
hreinlega elska hann Brynjar sem er ein af karl-
persónunum í hinum ágæta norska framhaldsþætti
Himmelbå sem sýndur er í ríkissjónvarpinu um
þessar mundir.
Þessar konur iða í skinninu og telja niður stundirnar þar til
þær fá að hitta Brynjar á sjónvarpsskjánum upp úr klukkan
átta á sunnudagskvöldum og fylgjast með lífi þessa krúttlega
sjálfkjörna patríarks Yrðlingaeyjunnar.
En fyrst og fremst:
Láta þær sig dreyma um að hvíla í örmum hans.
Þessi fjallmyndarlegi, staðfasti en ljúfi sveitamaður ber
með sér eitthvað sem kalla má heilbrigðan kynþokka, sumir
gætu jafnvel kallað þetta fyrirbæri skandinavískan þokka.
Brynjar er ljós yfirlitum, með glettið blik í auga, hraustlega
vaxinn og ferlega sexý á köflum. Þetta kom vel fram í síðasta
þætti þegar hann tók um lendar konu sinnar aftan frá við
eldhúsborðið, þar sem hún beygði sig fram til að ná í eitthvað
og hann vildi fá hana til við sig.
Þá fór nú fiðringur um marga íslenska konuna sem hefði
svo gjarnan viljað velgja borðið með nokkrum núningi.
Ein þeirra hringdi í mig að loknum þætttinum og sagðist
vilja flytja strax til Noregs og finna svona Brynjar.
Hún væri bókstaflega ástfangin.
Lái henni hver sem vill.
Það má jafnvel fullyrða að þessi heilbrigði, mátulega gam-
aldags, reglusami en svolítið prakkaralegi norski eyjaskeggi,
sé einmitt það sem konur í íslenskri kreppu þurfa.
Þær þrá einfalt og stabílt líf með mátulegu kryddi.
En sumum konum finnst Brynjar bara hallærislegur og
dreymir miklu frekar um villt ástarlíf með dökkhærða flag-
aranum í rifnu gallabuxunum, honum Roland. Sjóarinn með
villta hárið og nokkurra daga skeggbroddana er sá sem dreg-
ur þær að tækjunum.
En hvort sem það er Roland eða Brynjar eða einhver allt
annar í einhverjum öðrum sjónvarpsþætti, þá er notalegt að
vera svolítið skotin í einhverjum í sjónvarpinu í skammdeg-
inu í janúar og febrúar. Þetta eru sjónvarpsþáttamánuðir og
gott að geta horfið um stund inn í aðra heima í myrkrinu.
Hver man ekki eftir þeim dýrðartímum þegar Bráðavaktina
rak fyrst upp að ströndum Íslands og Klúní í læknasloppnum
hreyfði við því allra heilagasta á kynlífsfantasíusvæðinu í
heilanum? Það er engin ástæða til að tíunda hvað veldur því
að nánast allar konur bráðna við það eitt að renna auga til
George Clooney, hvort sem það er í bíómynd, á sjónvarps-
skjá, tölvuskjá eða í blaði. Maðurinn hefur þetta sem þarf.
En það eru ekki aðeins konur sem gleyma sér gjörsamlega
yfir einhverri persónunni í einhverjum sjónvarpsþættinum.
Ætli hormónar og neðanmittishugsanir karlmanna hafi ekki
farið á þokkalegt flug þegar þeir fylgdust með kynorkunni
sem hún Samantha í Sex and the City-þáttunum er þrútin af.
Konan sú er algjör bomba, engin unglingsbeinasleggja heldur
gjörsamlega óseðjandi þroskuð kona með hold, bæði brjóst
og rass. Og hún er ófeimin að sækjast eftir því sem hana lang-
ar í. Þreyttir íslenskir karlmenn þiggja ábyggilega með þökk-
um að fá að hvílast með henni eftir erfiðan vinnudag, þó ekki
sé nema stundarkorn í huganum.
Ég geri líka ráð fyrir að margan manninn dreymi um að
losa um dýrið í henni Bree í Desperate Housewives.
Einhver karlinn hvíslaði því að mér að kynbræður hans
héldu ekki vatni yfir henni Megan Fox, nautnalegu Trans-
formersstúlkunni og sama væri að segja um flest allar Bond-
stúlkur sögunnar.
En svo eru það sjónvarpsstjörnurnar sem eru gjörsamlega
rúnar öllum kynþokka en þó er engin leið að sleppa því að
fylgjast með þeim. Danski trúðurinn Frank.
Þarf að segja meira?
Kyntröll
og trúðar
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Gatan mín
Fótboltakappinn Marel Baldvinsson hef-
ur búið í Gerðarkoti á Álftanesi í rúm
tvö ár. Hann segir rólegheitin og kyrrð-
ina í kringum svæðið hafa fyrst og
fremst heillað sig við götuna. „Álftanesið
í heild sinni er fjölskylduvænt og dýra-
vænt, svo er stutt í sjóinn og fjöruna,“
segir hann. Náttúran og kyrrðin er ein-
mitt það sem Marel nefnir sem helstu
kosti svæðisins auk þess sem gott sé að
vera þar með börn og dýr. Marel á tvo
unga stráka og hund og er sá eldri dug-
legur að fara út með hundinn og leika
sér á ströndinni. Sá yngri er nýfæddur
og hefur því lítið fengið að kynnast
náttúrufegurð Álftanessins.
Hvað gallana varðar segist Marel sjá
fáa galla við Álftanesið. Það sé helst að
honum finnist leiðinlegt að keyra Álfta-
nesveginn auk þess sem engin mat-
vörubúð er á nesinu. Aðspurður hvort
það trufli hann ekki að vera dálítið út úr
segist Marel líta á það sem kost. „Þetta
er smá sveit en að sama skapi er örstutt
í lætin ef fólk vill. Þetta er því í raun
ekki einangrað, það eru bara 5 mínútur í
lætin og ég lít á það sem stóran kost.“
Marel segist enda líða vel á Álftanesinu
og vel getað hugsað sér að búa þar um
ókomin ár. „Ég kann allavega vel við
mig hérna og fjölskyldan í heild sinni.“
ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Líkt og að búa í
sveit en stutt í lætin
4
Gerðarkot
Álftanesvegur
Su
ðu
rne
sve
gu
r Norðurnesvegur
Álftanesskóli
1
2
3
1 Ströndin er hér rétt hjá og hún er mikið nýtt til að
fara með börnin og hundinn.
2 Ég mæli hiklaust með sundlauginni sem er með
öldusundlaug og stórri rennibraut.
3 Hér er einn besti grasfótboltavöllur á Íslandi, það er
engu logið með það.
4Á Kasthúsatjörn er hægt að fara á skauta á veturna.
Uppáhaldsstaðirnir