SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 44
44 17. janúar 2010 Julian Casablancas, leiðtogi hinnar geð- þekku en um leið ofursvölu New York sveitar The Strokes segir að áhugaleysi félaga sinna í garð næstu Strokesplötu hafi rekið hann í sólóplötugerð. Sveitin er annars rökn- uð úr roti og ku á fullu í plötugerð í þessum töluðu orðum, en það var ekki alltaf svo gott. „Við vorum að æfa og það var eins og menn væru ekki almennilega á staðnum,“ segir Julian. „Þessi netta spenna sem hefur fylgt okkur í samstarfinu hefur venjulega ver- ið okkur til framdráttar en í þetta sinnið var hún orðin þreytandi.“ Áhugaleysi Strokes þrýsti á sólóplötu Julian Casablancas Joanna Newsom Helstu tónlistarmiðlar loga nú stafnanna á milli. Ástæðan er sjóðandi heit tilkynning þess efnis að nýrrar plötu með Joönnu New- som megi vænta nú í febrúar. Þessi lofaði tónengill, sem syngur og spilar á hörpu líkt og í himnaríki væri, gefur út plötuna Have One On Me í febrúar en ítarlegri upplýsingar er ekki að hafa á þessari stundu. Platan verður sú fyrsta sem Newsom gefur út síðan hin magnaða Ys kom út árið 2006 en hún toppaði margan ársuppgjörslistann það ár- ið. Platan sú er ævintýri líkust, líkt og er und- irstrikað með umslaginu. Þess má þá geta að Newsom lék hérlendis á eftirminnilegum tónleikum í Fríkirkjunni, nokkru áður en Ys kom út. Sátu kirkjugestir sem steinrunnir undir himneskum hljómunum. Joanna Newsom undirbýr nýja plötu Og þegar minnst er á Stro- kes: Þær eru ekki margar plöturnar frá liðnum ára- tug (ef hann er yfir höfuð liðinn) sem hægt er að tosa inn í pistil um bona fide poppklassík en þessi áhrifamikla plata er það svo sannarlega. Platan er Nevermind ákveðinnar kynslóðar; plata sem breytti viðhorfum til rokktónlistar og sendi tug- þúsundir ungmenna um allan heim út í skúr þar sem myndast var við að læra einföld grip sem framreidd skyldu á hrá- an og vísvitandi kærulausan hátt. Og tískan maður – hár niður í augu, rifnar gallabuxur og Converse-skór. Það var eins og árið 1977 væri komið aftur. Tímamótaplötur eiga það gjarnan sammmerkt að rífa fólk upp á rass- gatinu og kollvarpa öllum viðmiðum og gildum á einni nóttu. Slík var raunin með Sgt. Pepper og þegar pönkið brast á, með sveitum beggja vegna Atlantsála; Sex Pistols, Ramo- nes o.fl. var alls ekki málið lengur að vera vandaður, langdreginn og íbygginn. Nei, nú átti þetta að vera einfalt, stutt, hátt og vitlaust. Ekkert helv. kjaftæði. Sama má segja um Nevermind. Þess vegna er athyglisvert að skoða hvað það var sem í gangi var um það leyti sem Is This It kom út. Því að það var ekkert ósvipað því sem í gangi var þegar pönkið brast á. Hið svokallaða síðrokk var þá í hæstum hæðum og hafði verið í ca þrjú ár. Godspeed you black emperor! Tor- toise og já, Sigur Rós. Tónlistin alvarleg, þenkjandi og alveg afskaplega listræn, svo maður einfaldi þetta nú. Britpoppið var svo gott sem dáið, útvatnað og leið- inlegt. Radiohead riðu og röftum með sitt nútíma proggrokk. Tilkoma Strokes var því í raun óhjákvæmileg. Og ekkert er nýtt undir sólinni, líkt og pönksveitirnar sem sóttu í frumkraft Presley og félaga leituðu Strokes á náðir berstrípaðs og skemmtilegs rokks …og ekkert helvítis kjaftæði! Og ekki spillti hvað þessir snoppufríðu ungu menn voru hrikalega töff. Strokes voru þarna í hlutverki bjargvætta, réttir menn á réttum tíma. Hverjir eru næstir? arnart@mbl.is Poppklassík Strokes - Is This It Þegar töff varð aftur töff Á rið 2010 byrjar ekki amalega í henni tónlistinni. Nýútkomin er prýðilegasta skífa með Vampire Weekend og nú þessi, plata sem svei mér þá á eftir að verða ofarlega í ársupp- gjörum ef eitthvað réttlæti er eftir í þessari blessuðu veröld. End Times er sorgleg plata, en falleg; gerð af manni sem lítur í senn dapur og hugrakkur fram á veginn, sem þó er farinn að styttast í annan endann. Platan er stóísk og rólyndisleg, með framúrskarandi textum en tilurðin er m.a. vegna skilnaðar sem E gekk í gegnum fyrir stuttu. Eels er eins manns band E og hefur honum á einhvern undirfurðulegan hátt tekist að skauta glæsilega á milli markaðsvæns popps og víraðrar tilraunamennsku á ferlinum. Plöt- ur hans koma út hjá stóru merki og fá góða dreifingu og jafnvel spilun í útvarpi en E gerir engu að síður nákvæmlega það sem honum sýnist. Það er eins og hann sé furðufuglinn sem almenningur samþykkir, eins „furðu- lega“ og það hljómar nú. Í viðtali við Morgunblaðið í ársbyrjun 2008 var E spurður hvort honum liði eins og Tróju- hesti, gallsúrum flippara sem væri búinn að lauma sér inn í meginstrauminn. „Ég veit ekki hvort það er góð líking …“ svaraði hann. „Sérviska lýsir þessu kannski best. Ég vil gera hlutina eftir mínu höfði og ég geri ekki málamiðlanir.“ Það er ekki hægt að tala um stöðugleika hvað stíl og áferð varðar í tilfelli Eels, og sveiflast hún á milli rokkaðs flipps og ang- urværs melankólisma eins og ekkert sé. Und- anfarið virðist E þó upptekin af heildrænum plötum, sú síðasta, Hombre Lobo: 12 Songs of Desire fjallaði að mestu um brennheita þrá eins og nafnið gefur til kynna og var í rokk- aðra lagi. Árið þar á undan hafði svo komið út vegleg safnplata þannig að mögulega er E að hefja nýjan kafla í sínu tónlistarlega lífi, búinn að hreinsa út af borðinu. Það sem er hvað eftirtektarverðast á plöt- unni nýju er að engin tilraun er gerð til að klæða smíðarnar í einhver tákn eða minni; E hellir kinnroðalaust úr hjartanu. Á lokalagi plötunnar, hinu gullfallega „On my Feet“, segir E t.a.m., með sinni hálfrámu, löngunarfullu og eiginlega hvíslandi röddu: „I’m a man in great pain over great beauty … but you know, I’m pretty sure that I’ve been through worse / I’m sure I can take the hit.“ E er alvöru. Þess má geta að nú er hægt að streyma plöt- unni í heild sinni um myspace-setur sveit- arinnar á slóðinni www.myspace.com/eels. Állinn E snýr aftur Hinn sérlundaði Mark Oliver Everett, eða E, rýnir stóískur í endalok lífsins og sitt eigið brostna hjarta á hinni glæsilegu End Times. Arnar Eggert Thorarensen arnart@mbl.is Nýjasta plata Eels er hugleiðing manns með hjartasár og kallast þannig á við meistaraverk sveitarinnar frá 1998, Electro Shock Blues. Það var hin rosalega Electro Shock Blues (1998), önnur plata Eels, sem kom henni á kortið sem gildandi sveit og er af flestum tal- in hápunkturinn á ferli hennar. Tveimur árum fyrr hafði fyrsta platan, Beautiful Freak, komið út og varð lagið „Novocaine for the Soul“ nokkuð vinsælt. Allt útlit var fyrir að Eels yrði ein af þess- um skemmtilega flippuðu há- skólarokks/MTV sveitum en svo varð ekki. Alls ekki. Næsta plata, áðurnefnd Electro Shock Blues var bundin í sorgarferli en E hafði misst móður sína og systur með stuttu millibili. Epískt verk; fal- legt og torrætt og augljóst að hér færi maður sem myndi fylgja eig- inn sannfæringu, fremur en að lúta pískum markaðarins. Hefur svo verið síðan. Umslag Electro Shock Blues. Meistara- verkið Tónlist Raftónlistarfólk fagnar nú gífurlega því að goðsagnirnar í Autechre hafa tilkynnt um nýja plötu. Leitun er að áhrifameiri sveit í raf- tónlistarfræðum og var sveitin einkar mik- ilvæg hvað framþróun á svokallaðri „glitch“ tónlist varðar. Platan nýja kallast Oversteps og kemur út í kjölfar Quaristice (2008). Laganöfnin eru einstaklega Autechre-leg en á plötunni má finna dúndrandi sumarsmelli eins og „pt2ph8“, „os veix3“, „O=0“, „d- sho qub“, „st epreo“, „krYlon“ og „Yuop“. Autechre Nýtt frá Autechre
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.