SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 35
17. janúar 2010 35 J ólin eru fjölskylduhátíð,“ segir afinn um leið og hann ber í borðið svo allt leikur á reiði- skjálfi. Barnið, sem situr með móður sinni og móðurforeldrum við jólamatinn á aðfangadagskvöld á með- an útvarpsguðsþjónustan ómar í bak- grunni og kertaljósin varpa mildum ljóma um herbergið, horfir á afann há- væra og upplifir greinilega angist og hræðslu. Móðirin og amman sitja sam- anhnipraðar og láta æsinginn í karlin- um líða hjá, á meðan hann lýsir skoð- unum sínum á framgöngu hins illa heimsveldis, sem nú sé farið að drepa börn, með því að hella á þau napalmi og kveikja svo í þeim. Við sjáum í aug- um barnsins að það er allt annað en hátíð í faðmi ástríkrar fjölskyldu sem það upplifir á þessari fjölskylduhátíð. Við sjáum þrjár kynslóðir sem hafa með ofbeldi og yfirgangi eiginmanns, föður og afa kreppst og dofnað. Við sjáum hvernig móðirin hundskammar barnið og þvingar hugsjónum sínum með offorsi á það, þegar það seinna um kvöldið tjáir óskina um leikfangalest í jólagjöf, en það samræmdist ekki póli- tískum skoðunum mömmunnar á því hvað er gott og rétt í heiminum. Þetta er svipmynd af bernskujólum Georgs Bjarnfreðarsonar eins og hana er að finna í kvikmyndinni Bjarnfreðarson sem fjallar um Georg Bjarnfreðarson og félaga hans, Ólaf Ragnar Hannesson og Daníel Sævarsson. Þeir sem hafa fylgst með þeim félögum í sjónvarpsþátt- unum um næturvaktina, dagvaktina og fangavaktina vita hvaða mann Georg hefur að geyma. Hann er óþolandi í stjórnsemi sinni og „besserviss- erahætti“ sínum, fullur yfirlætis og hroka því hann veit alltaf best – hann er jú með FIMM háskólapróf. FIMM. Hann nýtur engra eðlilegra samskipta eða tengsla við fólk og kemur sér alls staðar út úr húsi. Sambönd hans við þá sem af einhverjum ástæðum ílengjast í návist hans byggjast á meðvirkni og misnotkun. Sjónvarpsþættir um vaktirnar og kvikmyndin sem fylgdi í kjölfarið hafa notið fádæma vinsælda hér á landi. Með kvikmyndinni lýkur þessari stór- sögu um þremenningana, sögu um ís- lenskt samfélag. Þegar horft er yfir þáttaraðirnar þrjár og kvikmyndina kemur í ljós einn meginþráður sem er spunninn frá upphafi til enda: sam- skipti foreldra og barna. Markaleysi og vandamál foreldranna koma niður á börnum og börnin feta í fótspor for- eldranna. Þremenningarnir eru börn sem fengu ekki að vera börn. Georg er sonur hugsjónakonunnar sem hefur staðið í harðri réttindabar- áttu alla sína ævi og boðið karlaveldinu byrginn. Hún er einstæð móðir og er stolt af því að hafa komið syni sínum ein til manns. Sósíalisminn er hennar heimspeki og Svíþjóð Olafs Palme hennar fyrirheitna land. Daníel er læknissonurinn sem kemur úr borg- aralegu umhverfi efnaðrar fjölskyldu sem stundar iðjusemi og kaupir lista- verk en hefur ekkert pláss fyrir börnin til að fylgja sínum eigin draumum og verða það sem þau vilja sjálf. Ólafur Ragnar er sonur svikahrappsins og smákrimmans sem er alltaf að reyna fyrir sér í nýjum og nýjum bisness sem fer beint á hausinn. Hann er gagnrýn- islausi smákapítalistinn, innblásinn af dægurmenningunni, sem nær aldrei flugi en dregur fjölskyldu og vini með sér í fallinu. Þessi persónuflóra er áminning til samfélagsins og foreldr- anna um hættur í samskiptum foreldra og barna. Hún er ákæra á hendur þeim sem ekki standa sig. Sem slík er hún afar beitt og er enginn þjóðfélagshópur undanskilinn. Hér vakna líka spurningar um hvaða ljósi þættirnir og myndin varpa á sam- skipti kynjanna og hvernig þætti karla og kvenna eru gerð skil. Aðalpersónur og þær sem njóta flestra blæbrigða og nosturs í persónusköpun eru karlar – en hlutverk þeirra kvenna sem koma fyrir í sögunni er nær alltaf bundið við framvindu sögunnar sem slíkrar og í neikvæða átt frekar en hitt. Í því má sjá áminningu um ójafnan hlut karla og kvenna í samfélagslegri umræðu. Bjarnfreðarson er þroskasaga. Við vitum orðið heilmikið um þremenn- ingana og höfum fengið dýpri sýn á sögu þeirra, hvers vegna þeir eru eins og þeir eru, hvers vegna þeir flækjast í samskipti sem eru meðvirk og nið- urbrjótandi og hvers vegna þeim tekst aldrei að vera eins og fullorðið, mynd- ugt fólk, sem stendur vörð um reisn sína og misnotar ekki aðra heldur sýn- ir þeim virðingu og tillitssemi. Allir þrír breytast og þroskast í framvindu sögunnar. Ekki síst Georg. Það er magnað að upplifa hvernig aðstand- endum myndarinnar tekst að láta áhorfandann fá samúð með og finna til í hjartanu yfir þessari persónu sem er líklega mest óþolandi og fáránlegasta persóna íslenskrar kvikmyndasögu – og þótt víðar væri leitað. Samúð áhorfandans með Georg kviknar ekki síst þegar hann hefur átt- að sig á því hvers eðlis samband hans við Bjarnfreði er. Þá gengur hann í sjálfan sig og gerir upp við kreppuna sem hann hefur lifað við alla tíð. Hann finnur barnið í sér aftur, í gjöfunum sem teknar voru frá honum og hann fékk aldrei að taka utan af og leika sér með, og í sambandinu við föðurinn sem honum var meinað að þekkja. Sjónvarpsvaktirnar þrjár og bíó- myndin Bjarnfreðarson varpa upp mynd af íslensku samfélagi með því að beina athyglinni að samskiptum for- eldra og barna. Þannig vekur sagan okkur til umhugsunar um hvernig við erum sem þjóð. Sem slík er hún vel þess virði að við horfum og hlustum og að við tökum þeirri áskorun sem sagan geymir. Barnið og Bjarnfreðarson Stórfjölskyldan í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Öllu gamni fylgir al- vara. Í Bjarnfreðarsyni er dregin upp mynd af íslensku fjölskyldulífi. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Árni Svanur Daníelsson kostlega skemmtileg og lifandi lýsing á stjórnlausu þjóðfélagi eftir áðurnefnt hrun kapítalismans, en hann nálgast við- fangsefnið frá sjónarhóli einstaklings- og frjálshyggjunnar. Áhugavert er einnig að sjá hvaða bæk- ur nutu mestrar hylli lesenda. Hugo- verðlaunin eru önnur tvennra helstu verðlauna vísindaskáldsögugeirans ásamt Nebula-verðlaununum. Lesendur sjálfir kjósa þær bækur sem hljóta Hugo verðlaunin og á níunda og tíunda ára- tugnum voru það klassískar harðar vís- indaskáldsögur sem hlutu verðlaunin. Hinn harði kjarni greinarinnar Í greinasafninu The Ascent of Wonder færa David Hartwell og Kathryn Cramer rök fyrir því að harði skáldskapurinn sé kjarni geirans. Aðrar nálganir séu vissu- lega til, en þær skilgreini sjálfar sig á þá vegu sem þær eru frábrugðnar kjarn- anum. Í raun sé því ekki hægt að skilja sumar undirgreinarnar nema í sam- anburði við harðan vísindaskáldskap. Í safninu skrifaði Gregory Benford jafnframt að hjarta vísindaskáldskapar væri sú upplifun að uppgötva eitthvað nýtt. Á hann þar ekki eingöngu við til- finningalega upplifun, heldur einnig staðfestingu á þeirri trú að alheimurinn sé byggður á algildum lögmálum, sem hægt sé að uppgötva með vísindalegum og rökrænum hætti. Áðurnefndar uppreisnartilraunir, sem vissulega áttu sumar rétt á sér frá list- rænu sjónarhorni, virðast allar byggðar á þeirri villu að harður vísindaskáldskapur sé íhaldssamur. Þvert á móti er góður harður vísindaskáldskapur með róttæk- ari bókmenntum sem fyrir finnast. Viðfangsefni greinarinnar er framtíðin, staða mannsins í henni og áhrif tækni- legra breytinga á mannlegt samfélag. Al- mennt er harður vísindaskáldskapur bjartsýnn á framtíðina og þá möguleika sem tækniþróun getur veitt mannkyn- inu. Jafnvel þegar skrifin eru svartsýn reyna höfundar að sýna í dystópískum skrifum að hending ræður ekki því að samfélög hrynja. Slíkt hrun er afleiðing þess að maðurinn notar ekki hæfileika sína til rökhugsunar og vísindalegrar þekkingarleitar. Grundvallarhugsunin í hörðum vís- indaskáldskap er með öðrum orðum sú að vísindi og rökhugsun séu bestu leið- irnar fram á veginn og að þau gefi mann- kyninu bestu möguleikana til að byggja betri framtíð. Trú á vísindin og framtíðina Það er því ekki skrýtið að í hörðum vís- indaskáldskap sé að finna tilhneigingu til að meta meira þá eiginleika einstaklinga og samfélaga sem styðja við vísindalega rannsóknarvinnu og veita einstaklingum sem mest frelsi til að leita hamingjunnar á eigin forsendum. Vísindin þrífast misvel við mismun- andi pólitískar aðstæður. Einræðisherrar, valdaklíkur og stöðnuð samfélög óttast breytingar umfram allt annað og hefta gjarnan vísindin eða afskræma þau í póli- tískum tilgangi. Vald sem heftir þekking- aröflun, frelsi og sköpunarkraft ein- staklinga ógnar hinni björtu framtíð. Aðdáendur greinarinnar og höfundar hafa lengi skilið þetta. Þess vegna er ein- staklingshyggjan og tortryggni í garð op- inbers valds svo ríkjandi í greininni. Með þetta í huga virðist fullyrðing Raymonds um að vísindaskáldskapur sé í eðli sínu einstaklings- og frjálshyggjus- innaður ekki úr lausu lofti gripin. Af sömu ástæðu er ekki skrýtið að reglulega komi upp hópar höfunda, sem ekki finna sig innan þessa andrúmslofts. Að sama skapi er hægt að fullyrða að slíkar uppreisnartilraunir muni á end- anum tapa fyrir hörðum vísindaskáld- skap í anda Campbells og Heinleins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.