SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 27
17. janúar 2010 27 K úkur“ stendur brúnum stöfum á hvítri tús- stöflu á Fríkirkjuvegi 11. Þetta er frönsk let- urgerð, litlir stafir og falleg rithönd, hógvært innlegg í þjóðfélagsumræðuna. „Ég stóðst ekki mátið þegar ég sá litinn á tússpennanum,“ segir Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og brosir prakk- aralega. „Það er staðbundinn húmor á öllum vinnustöð- um,“ segir Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur brosandi. „Það var mjög fljótt að gerast hjá okkur.“ Hópurinn sem stendur að prisma-náminu, sem haldið er í samstarfi Listaháskóla Íslands, Háskólans á Bifröst og Reykjavíkurakademíunnar, hefur hreiðrað um sig í húsinu við Hallargarðinn. Þar verða bækistöðvarnar fram í mars, á meðan diplóma-námið stendur yfir, sem metið er til 16 alþjóðlegra eininga. Að jafnaði sækja um 60 manns hvert námskeið og hafa nemendur hingað til verið á aldrinum 19 til 67 ára. Í náminu er teflt saman fjölbreyttum fagsviðum, í því skyni að gefa fólki færi á að öðlast innsýn í ólíka heima, örva það til að hugsa á skap- andi hátt og þroska með sér hugmyndir og lífsafstöðu. „Mér hefur ekki fundist nógu mikið lagt upp úr því að virkja sköpunarkraftinn í því námi sem ég hef sótt í gegnum tíðina,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, sem er forstöðukona Prisma. „Það má segja að það hafi verið kveikjan að náminu, þar fléttum við skapandi og gagn- rýninni hugsun saman við rökræna hugsun. Skapandi hugsun er uppspretta hugmynda og ef byggt er eingöngu á því að efla rökræna hugsun, þá er hætt við að hug- myndir koðni niður. En rökræn hugsun er þó nauðsyn- leg þegar kemur að því að hrinda hugmyndum í fram- kvæmd.“ Hún segir mikið lagt upp úr þverfaglegum fyr- irlestrum, nýrýni, að steypa saman ólíkri þekkingu, allt til þess að vekja nýja hugsun og víkka sjóndeildarhring- inn. „Nemendurnir fá það verkefni strax í byrjun að veita því athygli sem þeir veita athygli og halda því til haga. Í sjálfu sér er það hráefni, ásamt öðru, sem við vinnum með í gegnum nýstárleg verkefni. Í þessari blöndu felst mikill galdur.“ Prisma-námið hefst 1. febrúar og stendur yfir í tvo mánuði, en þann tíma eru fyrirlestrar á hverjum virkum degi og tvisvar í viku eru málstofur fyrir hádegi, þar sem lesefnið er sett í samhengi. Þrír eru í því hlutverki að vera hópnum innan handar og kalla þeir sig „auðveld- ara“, sem er dregið af enska orðinu „facilitator“. „Við höfum það hlutverk að setja okkur inn í náms- efnið og hjálpa nemendum að sækja í það nytsamlegar krækjur,“ segir Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, sem er einn þriggja auðveldara, en auk hennar eru það Sól- veig Ólafsdóttir sagnfræðingur og Hallmar Sigurðsson leikhúsfræðingur. „Fyrirlesararnir demba yfir nemendurna þekkingu sem er til nú þegar, hvort sem hún skarast eða ekki, og sífellt er verið að fá fólk til að spyrja sig hvað því finnst um það sem er til umræðu,“ segir Hallmar. „Það er kippt undan því viðteknum undirstöðum – við kippum miðj- unni úr alheiminum – í bókstaflegri merkingu,“ segir Sólveig og hlær. „Hjálmar H. Ragnarsson gerir það í stórfróðlegum fyrirlestri sínum um sólmiðjukenningar, en hann er mikill stjörnuáhugamaður. Þar kemur meðal annars fram að jarðmiðjukenningin lá í dvala í 1.800 ár, allt frá því Aristarkos kom fyrst fram með hana og þar til Kóperníkus dustaði rykið af henni. Og maður spyr sig, hvaða vísdómi er legið á núna sem á erindi við okkur?“ Námstímanum er skipt í þrjár lotur og eru verk- efnaskil í lok hverrar lotu, en alls eru þetta um 50 fyr- irlesarar og heilmikið lesefni. Mikið er lagt upp úr hópa- vinnu, nemendahópnum er skipt upp í þrjá hópa og þeim hópum aftur í minni einingar. Í lok námstímans skilar svo hver fyrir sig vinnumöppu, sem á að end- urspegla ferðalag hvers og eins í gegnum námið. „Mér var kennt í æsku að maður lærði ekki stærðfræði með höfðinu heldur höndunum,“ segir Hallmar. Með hverju lotuverkefni, sem má vera í hvaða formi sem nemendur kjósa, á að fylgja greinagerð. „Þar fær fólk tækifæri til að nota námsefnið sem verkfæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Grunnurinn að því er að fá fólk til að tengja með nýjum hætti. Efnivið- urinn eru fyrirlestrarnir, sumir hversdagslegir og aðrir byltingarkenndari, veiðiföng í verkefninu veiðimaður, í bland við bakgrunn og reynslu hvers og eins. Svo búum við til nýtt samhengi og færum fólki verkfæri til að vinna úr því.“ „Það má segja að við útskrifum fyrstu íslensku sam- hengjarana,“ segir Sólveig. „Þetta er lítið spark í okkur öll, ekkert endilega að skapa snilldarverk, en að koma okkur á óvart. Við höfum oft upplifað frá því námið hóf göngu sína, hvað fólk verður undrandi á sjálfu sér.“ „Lykillinn að því er skapandi umræða, gagnrýnin og skapandi hugsun,“ segir Hildigunnur. „Fyrir mörgum er orðið „fræði“ fráhrindandi, en auðvitað er það ástæðu- laust. Maður þarf ekki að vera sérfræðingur til að nýta sér fræðin í sínu samhengi, kafa í þau út frá sínum eigin forsendum – allt eins og vilji þinn býður þér. Fræðin eru ekki þröskuldur sem þarf að yfirstíga – þú ferð bara eins langt og þú vilt.“ Til grundvallar í náminu liggja fjögur þrep, sem Hrund segir að séu: „Að sjá meira, snúa á rönguna, setja í sam- hengi og skapa sitt eigið.“ Í raun sé það grunnur allrar listrænnar vinnu eða skapandi starfa og nýtist almennt vel í lífinu öllu „Þegar fólk fæst við það, sem veitir því ánægju, og ögrar sér á jákvæðan hátt, þá líður því betur, það finnur sinn sess og skilar meiru af sér til sjálfs sín og samfélagsins.“ Hildigunnur, Sólveig, Hrund og Hallmar halda utan um Prisma-diplómanámið, en auk þeirra eru 40 fyrirlesarar. Morgunblaðið/Heiddi Veröldin í nýju samhengi Nemendur í Prisma-náminu hafa einhent sér í margskonar frumkvöðlastarf, en einnig kynnst nýjum hliðum á sjálfum sér og allir eiga það sammerkt að hefja vegferð inn á lendur skapandi hugsunar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Mér hefur ekki fundist nógu mikið lagt upp úr því að virkja sköp- unarkraftinn í því námi sem ég hef sótt í gegnum tíðina,“ segir Hrund Gunnsteins- dóttir, sem er for- stöðukona Prisma. „Það má segja að það hafi verið kveikjan að náminu, þar fléttum við skapandi og gagnrýninni hugsun saman við rökræna hugsun.                                                      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.