SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 23
17. janúar 2010 23
unni. Sums staðar voru slík hreysi að
manni þótti það ótrúlegt en ef horft var
aðeins hliðar blöstu við hallir og limos-
ínur.“
Svo nefnir hann tíu daga ferð til Dúbaí.
„Við vildum aldrei eyða miklum tíma inni
á hótelherbergjum heldur fara út í göngu-
túr og skoða okkur jafnvel um. Þegar við
ætluðum út að ganga fyrsta morguninn í
Dúbaí spurði uppáklæddur dyravörður
hvert við værum að fara og við sögðum
eins og var. Þá glotti hann og sagði: Ekki
einu sinni hundarnir eru úti í dag. Fljót-
lega eftir að komum út skildum hvað
hann var að fara. Hitinn var 50 stig og
malbikið kraumaði nánast … Þetta var
ekki langur göngutúr.“
Stóru stundirnar
Þegar spurt er um stærstu stundina á ferl-
inum verður Stefán hugsi.
„Það er mjög sérstök upplifun að dæma
á Ólympíuleikum. Við börðumst lengi
fyrir því að komast þangað en það tókst
ekki af ýmsum ástæðum, og ábyggilega
öllum eðlilegum, fyrr en 2004 í Aþenu.“
En maður sem hefur líka dæmt á 14
heimsmeistaramótum, oft í úrslitakeppni
Evrópumóta og fjölda stórleikja hjá fé-
lagsliðum á eðlilega erfitt með að benda á
einhvern einn hápunkt.
Hann segist líklega hafa verið á toppn-
um sem dómari á árunum 2002 til 2006,
þegar hann dæmdi með Gunnari, og þá
kemur heimsmeistaramótið í Portúgal
2003 sérstaklega upp í hugann.
„Þar fengum við hæstu einkunn allra á
mótinu fyrir undanúrslitaleik Spánar og
Króatíu, tvíframlengdan leik þar sem
þurfti svo tvöfalda vítakeppni!“ Ógleym-
anlegur dagur, segir hann.
Hann gleymir líka seint seinni úrslita-
leik Badel Zagreb og Barcelona í Meist-
aradeild karla 1997. „Ég hafði nú á orði við
Rögnvald félaga minn fyrir leik, hvað við
værum eiginlega að gera þarna! Stemn-
ingin var slík að það var ekki hægt að tala
saman og fyrstu fjórar mínúturnar leiks-
ins tóku tíu mínútur því sífellt var verið að
henda kveikjurum og pappír inn á völl-
inn. En svo ákváðum við bara að reyna að
lifa af; spörkuðum kveikjurunum út af án
þess að stoppa leikinn og allt fór vel!“
Spennan var ekki mikil í leiknum,
Barcelona vann með 10 marka mun en
áhorfendur klöppuðu dómurunum samt
lof í lófa við verðlaunaafhendinguna.
Einn eftirminnilegasti leikur á ferlinum
er sá eini sem hann dæmdi í Makedóníu.
„Eftir að hafa heyrt lýsingar margra félaga
okkar frá leikjum í Skopje sagði ég ein-
hvern tíma í gríni að þegar ég yrði settur á
leik þar myndi ég klippa skírteinið! En
þegar að því kom fór ég auðvitað; við
Gunnar dæmdum þar leik, nágrannaslag
Makedóníu og Serbíu-Svartfjallalands árið
2004.“
Það var úrslitaleikur um það hvort
landið tæki þátt í úrslitakeppni Evr-
ópumótsins.
„Sem betur fer hittum við á einn okkar
allra besta leik. Serbía vann með einu
marki, það var friður og ró í höllinni og
maður fékk klapp á bakið eftir leik. Við
vorum gráti næst inni í klefa á eftir vegna
þess hve vel gekk!“
Heiðarleiki
Íslenskir landsliðsmenn hafa oft nefnt
höllina í Skopje sem einn erfiðasta útivöll í
heimi og félagar Stefáns í dómarastétt
höfðu sagt ófagrar sögur þaðan.
„Það sem hefur fleytt okkur áfram er að
vera alltaf eins heiðarlegir og mögulegt er
en ekki stunda einhverja heimadóm-
gæslu.“
Þetta er eitt af þessum hugtökum sem
gjarnan hafa skotið upp kollinum, sér-
staklega á árum áður, og oft því miður
ekki að ástæðulausu að því er virðist.
„Eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt er
að handboltamenn vilji jafnvel fá heima-
dómgæslu, meira að segja á Íslandi. Þeir
hljóta þá að sætta sig við að fá dæmt á móti
sér á útivelli. Væri ekki best að hafa heið-
arlega dómgæslu í öllum leikjum?“ segir
Stefán.
En var einhvern tíma reynt að múta
þeim félögum?
„Nei, aldrei, og dómarar frá Skandinav-
íu voru alltaf látnir í friði. Við heyrðum
hins vegar sögur af því, eins og aðrir, að
dómurum frá gömlu austantjaldslönd-
unum hefði verið mútað en höfum ekkert
í höndunum sem sannar það eða nokkurn
tíma séð neitt slíkt.“
Blaðamaður rifjar upp það sem Stefán
sagði um fátæktina fyrir austan járntjald
og víðar. Má spyrja, með það í huga að
dómarar frá þeim hinum sömu löndum
bjuggu við kröpp kjör eins og aðrir, hvort
skiljanlegt sé að hægt væri að múta þeim?
„Þessu er hægt að svara á einfaldan
hátt. Það hlýtur að vera auðveldara að
gauka smápeningum að slíku fólki en öðr-
um; smápeningum sem það getur síðan
margfalda á svarta markaðnum heima
fyrir. Þessir peningar hefðu eflaust dugað
mánuðum saman og skipt sköpum um
það hvort fjölskyldan hafði í sig og á. Jafn-
vel skilið á milli lífs og dauða.“
Tveir góðir vinnustaðir
Stefán starfaði í 34 ár sem tækniteiknari
hjá Pósti og síma á Akureyri og síðar Sím-
anum. Hann segir forráðamenn fyrirtæk-
isins hafa hjálpað sér gríðarlega, leyft
honum að fara á brott nánast þegar hann
vildi en „þegar farið var að búta niður fyr-
irtæki í frumeindir, samkvæmt við-
skiptaháttum nútímans, sá ég mína sæng
uppreidda. Ég skynjaði að framundan
væri herferð til að loka starfsstöðvum úti á
landi og þegar staða kirkjuvarðar í Ak-
ureyrarkirkju var auglýst ákvað ég að slá
til, sækja um, og var svo heppinn að fá
starfið.“
Á nýja vinnustaðnum hefur hann nú
verið í hálft annað ár og líkar afar vel. Var
reyndar óvanur vaktavinnu, en hún
venst. Spurður um kirkjusókn, áður en
hann hóf þarna störf, segist hann ekki
haft oft sótt messu enda oftast verið ein-
hvers staðar í burtu að dæma á sunnudög-
um! Nú sé þetta breytt, og sér finnist til
dæmis mjög gott að vera í Akureyr-
arkirkju klukkan sex á aðfangadagskvöld.
En það var eins gott að hann var hættur
að dæma. „Hjá Símanum gat ég oftast
frestað verkefnum og unnið þau seinna, ef
ég þurfti að fara frá. Jarðarför verður hins
vegar ekki frestað vegna handbolta-
leiks …“
Milliríkjaleikir
sem Stefán hefur dæmt
Grænland4
Ísland55
Bandaríkin5
Færeyjar2
Þýskaland38
Noregur34
Frakkland27
Svíþjóð22
Danmörk21
Spánn22
Króatía14
Austurríki13
Ítalía11
Sviss10
Mónakó1
Túnis7 Kórea9
Sam. arabísku furstadæmin8
Tékkóslóvakía*6
* Land/ríki ekki lengur til, en Stefán dæmdi í því meðan það hét þessu nafni.
Kína4
Slóvenía3
Sovétríkin*1
Tyrkland1
Makedónía1
Japan6
Portúgal6
Holland6
Grikkland6
Egyptaland5
Thailand5
Rúmenía5
Ungverjaland5
Tékkland1
FYRSTI milliríkjaleikur Stefáns
(með Rögnvald Erlingssyni):
6. nóvember 1982, Svíþjóð – Noregur
Norðurlandamót stúlkna í Linköping í Svíþjóð.
SÍÐASTI milliríkjaleikur Stefáns, 364. leikurinn
(með Gunnari Viðarssyni):
14. maí 2006, RK Krim – Viborg
Úrslitaleikur Evrópukeppni kvenna í Ljublana, Slóveníu.
202 leikir með Rögnvald Erlingssyni, 128 með Gunnari
Viðarssyni, 29 með Ólafi Haraldssyni, fjórir með Hákoni
Sigurjónssyni og einn með Gunnari Kjartanssyni.
Stefán dæmdi á 14 heimsmeistaramótum – alls 76 leiki;
fyrst með Rögnvald Erlingssyni (46) og síðan með Gunnari Viðarssyni (30).
1989 HM karla 21 árs og yngri á Spáni – 5 leikir.
1990 HM kvenna í Kóreu – 4 leikir.
1991 HM kvenna 21 árs og yngri í Frakklandi – 5
leikir, þ.á m. leikurinn um 3. sæti og bronsverðlaun.
1992 B-keppni karla í Austurríki – 4 leikir.
1993 HM karla í Svíþjóð – 5 leikir.
1993 HM kvenna í Noregi – 4 leikir.
1995 HM karla á Íslandi – 7 leikir, þar á meðal
leikurinn um 5. sætið.
1995 HM kvenna í Austurr. og Ungverjal. – 6 leikir.
1997 HM karla í Japan – 6 leikir, þar á meðal
annar undanúrslitaleikurinn.
2001 HM karla í Frakklandi – 5 leikir.
2001 HM kvenna á Ítalíu – 6 leikir.
2003 HM karla í Portúgal – 5 leikir, þar á meðal
undanúrslitaleikur Króatíu og Spánar.
2003 HM kvenna í Króatíu – 7 leikir, þar á meðal
úrslitaleikurinn á milli Frakka og Ungverja.
2005 HM karla í Túnis – 7 leikir.
Ísland55
Fjöldi dæmdra
leikja í landi.
Hver rauð doppa
táknar borg sem
Stefán hefur dæmt
milliríkjaleik í.
Skýringar:
Stefán dæmdi 364 milliríkjaleiki,
í 147 borgum eða bæjum í 33 þjóðlöndum.
Þetta eru helsti verkefnin:
Verkefni Leikir
A-landsleikir karla 117
A-landsleikir kvenna 59
Evrópuleikir félagsliða – karla 71
Evrópuleikir félagsliða – kvenna 18
Evrópukeppni landsliða – karla 19
Evrópukeppni landsliða - kvenna 14
Meistaradeild félagsliða Araba 8
Norðurlandamót stúlkna 7
Norðurlandamót drengja 6
Ólympíuleikar 6
HM – 21 árs karla 5
HM – 21 árs kvenna 5
„Landsliðið okkar hefur burði til að fara
alla leið í Evrópukeppninni, en það er
alls ekki sjálfgefið. Næsta mót eftir að
lið hefur náð frábærum árangri er oft erf-
itt, og þetta er fyrsta úrslitakeppni strák-
anna eftir Ólympíuleikana þar sem þeir
fengu silfurverðlaunin,“ segir Stefán Arn-
aldsson þegar hann er beðinn að spá fyr-
ir um gengi „strákanna okkar“ á EM í
Austurríki sem hefst í vikunni.
Eins og kemur fram í viðtalinu við Stef-
án dreymdi þá Gunnar um að ljúka ferl-
inum á Ólympíuleikunum í Kína en ekk-
ert var úr. Og það var kannski eins gott.
„Miðað við það sem við höfðum áður
gert var ekkert annað í boði en dæma úr-
slitaleikinn, ef við hefðum farið á Ólymp-
íuleikana. En þegar til kom hefðum ekki
getað dæmt þann leik vegna þess að
strákarnir voru þar á ferðinni. Ég skal
fúslega viðurkenna ef hefðum við verið í
Kína og misst af úrslitaleiknum vegna
þessa hefði maður sjálfsagt verið fúll í
smástund, en að sama skapi gríðarlega
stoltur og ánægður.“
Kannski gripu forlögin í taumana, þeg-
ar leikarnir voru færðir yfir í ágústmán-
uð?
Gripu forlögin
í taumana?
Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson á
Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.