SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 2
heldur áfram Útsalan Allar pottaplöntur 20-50% afsláttur 10 stk Túlipanar 1490kr 2 17. janúar 2010 12 Ekki spennandi að koma heim Elías Kristján Elíasson húsasmiður missti vinnuna í kjölfar hrunsins og flutti með fjölskylduna til Noregs. 14 Dynjandi lófaklapp Bak við tjöldin á tónleikum ungra einleikara með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 28 Ljósmyndaði sólmyrkva Ragnar Axelsson segir söguna bak við mynd- ina. 34 Vísindaskáldskapur misskilinn? Bjarni Ólafsson segir vísindaskáldskap ekki eingöngu snúast um geislabyssur, geimskip og græn skrímsli. 36 Erfðamengi hönnuðarins Birna Einarsdóttir, fatahönnuður í Kaupmannahöfn, segir það að hugsa um fatahönnun aðeins 5% af sinni vinnu. 38 Kynnist alls staðar yndislegu fólki Steinar Þór Sveinsson liðsinnti UNICEF í Darfúr sl. sumar. Lesbók 48 Perlur með sál Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt veltir fyrir sér hinu nýend- urgerða Neues Museum í Berlín og skipulagi í Reykjavík. 52 Holmes, Lecter og Drakúla Merkustu skáldsagnapersónur 20. aldar valdar. 32 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Golli af athafnakonunni Lindu Pétursdóttur Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Þ rír þrekvaxnir strákar á fullorðinsaldri, rétt skriðnir yfir tvítugt, sitja við markið austanmegin og rétta út hendurnar í því sem Logi Geirsson skorar úr hraðaupp- hlaupi. Hann er á mikilli siglingu þegar hann lendir, en snýr við á punktinum og í fyrstu skrefunum í harðasprettinum til baka slær hann í hendurnar á þeim öllum. Ekki annað hægt en að dást að þessu. Þeir líta hver á annan og ráða ekki við sig af kæti. „Þetta var geggjað, maður!“ Hver bekkur er setinn í Laugardalshöll á lands- leik Íslands og Portúgals; mannhafið blátt. Þjóðin er mætt til að sýna stuðning fyrir EM í handbolta, sem hefst um miðja viku. Þegar þjóðsöngur landanna er spilaður kemur í ljós, að innan um Íslendingana eru Portúgalar, og það í næstu sætaröð fyrir ofan blaðamann. Þeir syngja nefnilega þjóðsöng Portúgals fullum hálsi. Þetta er með vígreifari þjóðsöngvum, þar sem for- feðurnir eru ákallaðir og eiga að leiða þjóðina til sigurs. Às armas, às armas! Sobre a terra, sobre o mar, Às armas, às armas! Pela Pátria lutar! Contra os canhões, marchar, marchar! Þannig hljóðar viðlagið úr börkum vígreifra Portúgala á handboltaleiknum, klykkt út með því að marsérað sé fram í byssukjaftana, allt fyrir föð- urlandið. Íslendingarnir, sem eru allt um kring, fylgjast forvitnir með þessum borubratta þjóðflokki þenja sig. „Contra os canhões, marchar, marchar!“ Svo fellur allt í stafalogn. Það er verið að spila íslenska þjóðsönginn. Það er ekki fyrr en í lokaorðunum sem fólk tekur við sér: Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Einhverra hluta vegna lifa áhorfendur sig inn í þessa setningu. Framan af leiknum tekst Portúgölum að halda í við Íslendinga, dyggilega studdum af örfáum lönd- um sínum á áhorfendapöllunum. Þegar færi gefst, þögn myndast eitt augnablik í salnum, gala þeir: „Portúgal! Portúgal!“ Og líta svo í kringum sig, sigri hrósandi. Það er óvænt þegar Portúgalar jafna, 13:13, en þá bítur íslenska landsliðið í skjaldarrendur og siglir hægt og örugglega fram úr. Það munar um það að Hreiðar ver í hraðaupphlaupi, þar sem Portúgal- arnir eru þrír á móti honum einum. Ekkert heyrist frá Portúgölum. Og þegar staðan er 25:18 fyrir Ísland, þá tapa Portúgalar knettinum, sem verður til þess að Portúgalarnir á bekkjunum ýmist taka bakföll eða rísa úr sætum sínum og bölva í sand og ösku á kjarnyrtri portúgölsku. Svo hefst slagurinn á ný. „Contra os canhões, marchar, marchar!“ pebl@mbl.is Áhorfendur mættu vel stemmdir á landsleik Íslands og Portúgals. Þessum var gefinn lúðurinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þetta var geggjað, maður! 21. janúar Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík í tilefni útgáfu plötunnar Tregagás. Efnisskrá tónleikanna sam- anstendur af íslenskum þjóðlögum af tveimur plötum Ragnheiðar, Trega- gás og Þjóðlög. Með Ragnheiði leika þeir Guðmundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett, Birgir Baldursson á slagverk og Matthías M.D. Hemstock á slagverk/elektróník. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Tregagás Ragnheiðar Við mælum með… 19. janúar Óp-hópurinn held- ur kvöldtónleika í Íslensku óperunni kl. 20. Á efnis- skránni er óper- ettutónlist og Vín- artónlist. Gestasöngvari er Auður Gunn- arsdóttir. 21. janúar Nemendaleikhús Listaháskóla Ís- lands frumsýnir Bráðum hata ég þig, eftir Sigtrygg Magnason í Smiðjunni, leik- húsi LHÍ við Sölvhólsgötu. 22. janúar Hallur, Jón Atli og Jón Páll rýna í ís- lenskan samtíma í sýningunni Góðir Íslendingar, sem verður frumsýnd á Nýja sviði Borgarleik- hússins. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.