SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 20
20 17. janúar 2010
E
ftir tvær vikur skilar rann-
sóknarnefnd Alþingis skýrslu,
en nefndinni var falið að
rannsaka aðdraganda og orsök
falls íslensku bankanna 2008 og tengdra
atburða. Hugsanlegt er að þar komi
fram upplýsingar um þátt ráðherra í
hruninu sem geri það að verkum að
Landsdómur verði kallaður saman, en
hann fjallar um mál sem Alþingi
ákveður að höfða gegn ráðherrum út af
embættisrekstri þeirra.
Landsdómur var stofnaður með lög-
um árið 1905, en dómurinn hefur aldrei
komið saman. Ýmislegt er því óljóst um
hvernig hann kæmi til með að starfa. Í
Landsdómi sitja fimm hæstaréttardóm-
arar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavík-
ur, prófessor í stjórnskipunarrétti við
lagadeild Háskóla Íslands og átta ein-
staklingar sem Alþingi kýs. Dóminn
skipa því bæði menn með sérþekkingu í
lögum og menn sem eiga að hafa þekk-
ingu á stjórnmálum. Tekið skal fram að
ekki er búið að ganga formlega frá því
hver verður fulltrúi lagadeildar HÍ í
Landsdómi.
Stundum hefur því verið varpað fram
að lög um Landsdóm séu dauður laga-
bókstafur. Um Landsdóm er hins vegar
fjallað í stjórnarskrá Íslands og árið
1963 voru sett ítarleg lög um dóminn.
Lög um ráðherraábyrgð voru þá líka
endurskoðuð. Hrun bankakerfisins hef-
ur haft gríðarlega víðtæk áhrif á Íslandi.
Einstaklingar, fyrirtæki, sveitarfélög og
ríkissjóður hafa fundið fyrir afleiðing-
unum. Fáir telja að hrunið hafi orðið
fyrir tilviljun eða einvörðungu vegna
áhrifa erlendis frá. Hverjir bera ábyrgð
á því sem gerðist og hve stór er hlutur
hvers og eins? Þessari spurningu er
rannsóknarnefnd Alþingis m.a. ætlað að
svara. Málinu lýkur hins vegar ekki
með skýrslu rannsóknarnefndarinnar
því nefndin er ekki dómstóll. Miklu
frekar má líta á skýrsluna sem upphaf
að uppgjöri.
Það er hlutverk saksóknara og dóm-
stóla að fjalla um hugsanleg brot ein-
staklinga, en um ráðherra gilda sérstök
lög. Hér er ætlunin að beina einkum
sjónum að þeim möguleika að mál verði
höfðað gegn ráðherra. Ef það gerist þarf
að kalla Landsdóm saman, en það hefur
aldrei verið gert.
Segja má að Alþingi sé nú þegar búið
að stíga fyrsta skrefið, en þingið kaus
skömmu fyrir áramót níu manna þing-
nefnd sem falið er að fjalla um viðbrögð
við skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is. Þessi nefnd á að ræða hvort tilefni sé
til að ákæra ráðherra og þá útbúa kæru
og leggja hana fyrir Alþingi. Samkvæmt
lögunum verður ráðherra ekki kærður
nema Alþingi hafi samþykkt ákæruna.
Um 1500 blaðsíðna skýrsla
rannsóknarnefndar Alþingis
Alþingi samþykkti lög í lok ársins 2008
um skipan rannsóknarnefndar um
rannsókn á aðdraganda og orsökum
falls íslensku bankanna 2008 og tengdra
atburða. Í nefndinni sitja sitja þrír
menn, Páll Hreinsson hæstaréttardóm-
ari, Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður
Alþingis og Sigríður Benediktsdóttir
hagfræðingur. Nefndin hefur starfað allt
síðasta ár. Yfir 300 manns hafa komið
fyrir nefndina og formleg skýrsla verið
tekin af um 140 manns. Nefndin mun
skila skýrslu sinni í byrjun febrúar, en
hún verður um 1.500 blaðsíður.
Nefndin á samkvæmt lögum að
„leggja mat á hvort um mistök eða
vanrækslu hafi verið að ræða við fram-
kvæmd laga og reglna um fjármála-
starfsemi á Íslandi og eftirlit með
henni, og hverjir kunni að bera ábyrgð
á því.“
Við meðferð málsins á Alþingi var
bætt inn setningu í 14. gr. þar sem seg-
ir: „Um ábyrgð ráðherra fer samkvæmt
lögum um ráðherraábyrgð.“ Þetta þýðir
að nefndin getur ekki lagt til við Al-
þingi að ráðherra verði dreginn fyrir
Landsdóm. Nefndinni ber hins vegar að
„leggja mat“ á hvort mistök eða van-
ræksla hafi átt sér stað og þetta mat
snertir hlut fjármálastofnana, eftirlits-
stofnana og stjórnvalda.
Ekki leikur neinn vafi á að skýrslan á
eftir að vekja mikla athygli. Alþingi
mun ræða efni hennar, en síðan mun
nefnd sem Alþingi kaus 30. desember
sl. taka til skoðunar hvort það sé eitt-
hvað í skýrslunni sem gefur til efni til
að ákæra ráðherra fyrir brot eða van-
rækslu í starfi. Í nefndinni sitja alþing-
ismennirnir Magnús Orri Schram, Ás-
björn Óttarsson, Atli Gíslason, Oddný
G. Harðardóttir, Eygló Harðardóttir,
Unnur Brá Konráðsdóttir, Lilja Rafney
Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson
og Birgitta Jónsdóttir. Allt eru þetta
þingmenn sem hafa starfað stutt á
þingi. Mesta þingreynslu hefur Atli
Gíslason sem kosinn var á þing árið
2007. Reiknað er með að Atli verði for-
maður nefndarinnar, en hann starfaði
sem lögmaður í áratugi áður en hann
var kosinn á þing.
Engin leið er að spá fyrir um hver
verður niðurstaða nefndarinnar eða hve
langan tíma hún telur sig þurfa til að
komast að niðurstöðu. Nefndin getur
ákveðið að rannsaka tiltekin atriði bet-
ur og þá falið einhverjum að gera það.
Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu
að ráðherra hafi brotið af sér í starfi á
nefndin, samkvæmt lögum um Lands-
dóm, að tilgreina ákæruatriðin ná-
kvæmlega í þingsályktunartillögu sem
lögð verður fyrir þingið. Ekki verður
gefin út ákæra nema að Alþingi sam-
þykki hana í atkvæðagreiðslu. Alþingi
þarf einnig að kjósa mann til að sækja
málið fyrir Landsdómi, en lögin gera
ekki ráð fyrir að hann útbúi ákæruna.
Brot ráðherra fyrnast á þremur árum
Enginn vafi leikur á að rannsókn-
arnefnd Alþingis þarf að fara nokkur ár
aftur í tímann þegar hún reynir að
grafast fyrir um orsakir bankahrunsins.
Þar með er ekki sagt að allir sem hafa
setið sem ráðherrar á því tímabili sem
nefndin skoðar geti átt von á ákæru. Í
lögum um ráðherraábyrgð er kveðið á
um að brot sem eru eldri en þriggja ára
séu fyrnd. Fyrning miðast við þann
tíma þegar Alþingi samþykkir máls-
höfðun. Ef Alþingi kýs hins vegar rann-
sóknarnefnd, eins og þingið gerði 30.
desember sl., þá miðast fyrning við
þann dag sem nefndin var kosin. Þetta
Hver er
ábyrgð
ráðherra á
hruninu?
Alþingi fær um næstu mánaðamót í hendur
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem falið
var að rannsaka aðdraganda og orsök hruns
bankanna haustið 2008. Í framhaldinu mun
nefnd níu þingmanna skoða hvort skýrslan gefur
tilefni til að höfða mál á hendur ráðherra.
Egill Ólafsson egol@mbl.is
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Geir H. Haarde, fyrrverandi for-
sætisráðherra, á fundi með fréttamönnum eftir að bankarnir hrundu haustið 2008.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og hugsanleg viðbrögð við henni
1 2 RannsóknarnefndAlþingis skilar áliti ílok janúar.3 Þingmannanefndinfjallar um skýrslunaog ákveður hvortdraga á ráðherra
fyrir landsdóm.
4 Alþingi fjallar umkæruna og greiðirum hana atkvæði.5 Landsdómur erkallaður samantil að fjalla umog dæma í máli
ráðherra.
6Alþingi samþykkti12. desember 2008lög um rannsókná aðdraganda og
orsök falls íslensku
bankanna 2008 og
tengdra atburða.
Þriggja manna
nefnd falið að sjá
um rannsóknina.
Alþingi kaus
30. desember
níu manna nefnd
alþingsimanna
sem falið er að
fjalla um skýrslu
rannsóknarnefndar
Alþingis.