SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 2
heldur áfram
Útsalan
Allar
pottaplöntur
20-50%
afsláttur
10 stk
Túlipanar
1490kr
2 17. janúar 2010
12 Ekki spennandi að koma heim
Elías Kristján Elíasson húsasmiður missti vinnuna í kjölfar hrunsins
og flutti með fjölskylduna til Noregs.
14 Dynjandi lófaklapp
Bak við tjöldin á tónleikum ungra einleikara með Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
28 Ljósmyndaði
sólmyrkva
Ragnar Axelsson segir söguna bak við mynd-
ina.
34 Vísindaskáldskapur
misskilinn?
Bjarni Ólafsson segir vísindaskáldskap ekki
eingöngu snúast um geislabyssur, geimskip
og græn skrímsli.
36 Erfðamengi hönnuðarins
Birna Einarsdóttir, fatahönnuður í Kaupmannahöfn, segir það að
hugsa um fatahönnun aðeins 5% af sinni vinnu.
38 Kynnist alls staðar yndislegu fólki
Steinar Þór Sveinsson liðsinnti UNICEF í Darfúr sl. sumar.
Lesbók
48 Perlur með sál
Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt veltir fyrir sér hinu nýend-
urgerða Neues Museum í Berlín og skipulagi í Reykjavík.
52 Holmes, Lecter og Drakúla
Merkustu skáldsagnapersónur 20. aldar valdar.
32
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Golli af athafnakonunni Lindu Pétursdóttur
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir,
Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
Þ
rír þrekvaxnir strákar á fullorðinsaldri,
rétt skriðnir yfir tvítugt, sitja við markið
austanmegin og rétta út hendurnar í því
sem Logi Geirsson skorar úr hraðaupp-
hlaupi. Hann er á mikilli siglingu þegar hann lendir,
en snýr við á punktinum og í fyrstu skrefunum í
harðasprettinum til baka slær hann í hendurnar á
þeim öllum.
Ekki annað hægt en að dást að þessu.
Þeir líta hver á annan og ráða ekki við sig af kæti.
„Þetta var geggjað, maður!“
Hver bekkur er setinn í Laugardalshöll á lands-
leik Íslands og Portúgals; mannhafið blátt. Þjóðin er
mætt til að sýna stuðning fyrir EM í handbolta, sem
hefst um miðja viku.
Þegar þjóðsöngur landanna er spilaður kemur í
ljós, að innan um Íslendingana eru Portúgalar, og
það í næstu sætaröð fyrir ofan blaðamann. Þeir
syngja nefnilega þjóðsöng Portúgals fullum hálsi.
Þetta er með vígreifari þjóðsöngvum, þar sem for-
feðurnir eru ákallaðir og eiga að leiða þjóðina til
sigurs.
Às armas, às armas!
Sobre a terra, sobre o mar,
Às armas, às armas!
Pela Pátria lutar!
Contra os canhões, marchar, marchar!
Þannig hljóðar viðlagið úr börkum vígreifra
Portúgala á handboltaleiknum, klykkt út með því
að marsérað sé fram í byssukjaftana, allt fyrir föð-
urlandið. Íslendingarnir, sem eru allt um kring,
fylgjast forvitnir með þessum borubratta þjóðflokki
þenja sig. „Contra os canhões, marchar, marchar!“
Svo fellur allt í stafalogn.
Það er verið að spila íslenska þjóðsönginn.
Það er ekki fyrr en í lokaorðunum sem fólk tekur
við sér:
Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður guð sinn og deyr.
Einhverra hluta vegna lifa áhorfendur sig inn í
þessa setningu.
Framan af leiknum tekst Portúgölum að halda í
við Íslendinga, dyggilega studdum af örfáum lönd-
um sínum á áhorfendapöllunum. Þegar færi gefst,
þögn myndast eitt augnablik í salnum, gala þeir:
„Portúgal! Portúgal!“ Og líta svo í kringum sig, sigri
hrósandi.
Það er óvænt þegar Portúgalar jafna, 13:13, en þá
bítur íslenska landsliðið í skjaldarrendur og siglir
hægt og örugglega fram úr. Það munar um það að
Hreiðar ver í hraðaupphlaupi, þar sem Portúgal-
arnir eru þrír á móti honum einum. Ekkert heyrist
frá Portúgölum.
Og þegar staðan er 25:18 fyrir Ísland, þá tapa
Portúgalar knettinum, sem verður til þess að
Portúgalarnir á bekkjunum ýmist taka bakföll eða
rísa úr sætum sínum og bölva í sand og ösku á
kjarnyrtri portúgölsku. Svo hefst slagurinn á ný.
„Contra os canhões, marchar, marchar!“
pebl@mbl.is
Áhorfendur mættu vel stemmdir á landsleik Íslands og Portúgals. Þessum var gefinn lúðurinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þetta var geggjað, maður!
21. janúar
Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykja-
vík í tilefni útgáfu plötunnar Tregagás. Efnisskrá tónleikanna sam-
anstendur af íslenskum þjóðlögum af tveimur plötum Ragnheiðar, Trega-
gás og Þjóðlög. Með Ragnheiði leika þeir Guðmundur Pétursson á gítar,
Haukur Gröndal á klarínett, Birgir Baldursson á slagverk og Matthías
M.D. Hemstock á slagverk/elektróník. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
Tregagás Ragnheiðar
Við mælum með…
19. janúar
Óp-hópurinn held-
ur kvöldtónleika í
Íslensku óperunni
kl. 20. Á efnis-
skránni er óper-
ettutónlist og Vín-
artónlist.
Gestasöngvari er Auður Gunn-
arsdóttir.
21. janúar
Nemendaleikhús
Listaháskóla Ís-
lands frumsýnir
Bráðum hata ég
þig, eftir Sigtrygg
Magnason í
Smiðjunni, leik-
húsi LHÍ við Sölvhólsgötu.
22. janúar
Hallur, Jón Atli og Jón Páll rýna í ís-
lenskan samtíma í sýningunni
Góðir Íslendingar, sem verður
frumsýnd á Nýja sviði Borgarleik-
hússins.
40