SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 9

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 9
9. maí 2010 9 Aðeins fáir einstaklingar ráða við að gera marga hluti sam- tímis án þess að það komi niður á frammistöðu þeirra. Heilinn á í öllu falli erfitt með fleiri en tvö verkefni á sama tíma. Þetta sýna tvær rannsóknir sem vefsíðan forskning.no greinir frá. Flest höfum við heyrt af fólki sem virðist geta horft á sjón- varp, prjónað heilu peysurnar, eldað mat, skrifað tölvupóst, straujað skyrtur og lesið blaðið - og það allt í einu. Við köllum þetta fólk stundum „múltítask- ara“. Allar líkur eru þó á að þetta fjölhæfa fólk komist í hann krappan við þessa fjölbreyttu iðju hvort sem það birtist í lykkjufalli, ofsteiktum fiski, brenndum skyrtum eða erótísk- um tölvupósti sem sendur er á vitlausan viðtakanda. Aðeins 2,5 prósent ofurfólk Eldri rannsóknir hafa sýnt að þeir sem skipta stöðugt á milli sjónvarpsrása ráða ekki við fjöl- miðlaflakkið. Þvert á móti gengur þeim æ ver að fylgjast með því sem er á skjánum. Sennilega ofmetum við hæfi- leika okkar, t.a. mynda við akstur. Sálfræðingar við Há- skólann í Utah í Bandaríkjunum fundu út að aðeins 2,5 prósent af 200 manna úrtaki réðu við að aka og tala í farsíma í einu, án þess að það kæmi niður á akstr- inum eða að það leiddi til lélegri niðurstaðna á prófum sem lögð voru fyrir þá í gegnum farsím- ann. Fyrst óku þátttakendur í aksturshermi án þess að verða fyrir truflandi áhrifum á meðan. Síðan áttu þeir að tala í farsím- ann í gegnum handfrjálsan bún- að á meðan vísindamenn mældu viðbragðsflýti og minni þátttak- enda. Þeir örfáu sem réðu við að- stæðurnar að fullu hafa vísinda- mennirnir í Utah nefnt „super- taskers“ eða ofurfólkið. Hinir, sem ekki náðu þeirri nafnbót, notuðu t.d. um 20 prósent lengri tíma til að hemla á meðan þeir töluðu í símann og minnið versnaði um 11 prósent. Of- urfólkið var hins vegar jafn fljótt að hemla og bætti beinlínis minni sitt örlítið. Skiptir það svo einhverju máli hvort ökumaðurinn notar handfrjálsan búnað við akstur eða ekki? Ekki ef marka má fyrri rannsóknir sömu vísinda- manna. Í raun veldur samtalið sjálft truflunum hjá ökumann- inum. Þetta styðja aðrar rann- sóknir. Þriðja verkefnið of mikið Jason Watson, sálfræðingur við Utah-háskóla, segir að í raun eigi ofurfólkið ekki að vera til. Akstur sé í sjálfu sér margþætt verkefni, þótt ekki sé nema að setjast á bak við stýrið. Þegar símtal sem felur í sér að leysa verkefni bætist við verði það of mikið fyrir flesta. Í raun kemur í ljós að fleiri en tvö verkefni í einu geta verið of mikið fyrir flesta, ef markmiðið er að leysa þau með nákvæmni. Þetta kemur fram í annarri rannsókn sem nýlega var birt í tímaritinu Science. Þar komast franskir vísindamenn að því að þegar reynt er að leysa tvö verkefni samtímis skiptir heila- svæði sem kallast „medial pref- rontal cortex“ með sér verkum. Helmingur svæðisins tekur annað verkefnið að sér og hinn helmingurinn hitt. Sé þriðja verkefnið inni í myndinni flækj- ast málin um of; heilinn erfiðar of mikið sem kemur niður á ná- kvæmninni við að leysa verk- efnið. Þannig sé t.a.m. mögulegt að elda mat og tala í síma sam- tímis en í raun gangi ekki að leysa þriðja verkefnið um leið, eins og að lesa blaðið. Norskir vísindamenn segja bandarísku könnunina renna styrkari stoðum undir fyrri staðhæfingar um að réttast væri að banna farsímasamtöl meðan ekið er, óháð því hvort notast sé við handfrjálsan búnað eða ekki. Handfrjálsi búnaðurinn gefi í raun falskt öryggi en hins vegar geti verið erfitt að snúa við þró- uninni. „Múltítaskarinn“ dauður Akstur og símaspjall er meira en flestir dauðlegir ráða við í senn. Morgunblaðið/Þorkell Náðu utan um verkefnin! Kynntu þér MPM, meistaranám í verkefnastjórnun Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. Umsóknarfrestur er til 17. maí Inntökuskilyrði: B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt. Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu. Reynsla við verkefnavinnu æskileg. Vor í íslenskri verkefnastjórnun Við vekjum einnig athygli á ráðstefnu um verkefna- stjórnun sem fram fer á Hótel Sögu föstudaginn 21. maí kl. 13–17. Nánari upplýsingar um MPM-námið færðu á mpm.is www.mpm.is PI PA R \T B W A \ SÍ A 1 0 1 2 2 1

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.