SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 19

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 19
hann vaða. Það var einstaklega skemmtilegt að spjalla við Óla; hann fór dálítið út fyrir rammann, eins og hann kallar það.“ Hlynur dregur ekki dul á það að Ólafur Stefánsson hafi verið uppáhalds íþrótta- maður hans síðustu ár „þótt ég hafi ekki vit á handbolta; mér finnst hann bara svo magnaður karakter og flott hvernig hann svarar fyrir sig. Hann virkaði mjög áhugaverður persónuleiki.“ Hlynur segir hugmyndina um að hann sneri sér að handbolta vissulega hafa verið skemmtilega, en segir að málið hafi aldrei komist á neinn rekspöl. „Það var bara hugmynd og ég velti því aldrei mik- ið fyrir mér. Veit ekki einu sinni hvort landsliðsþjálfarinn vissi af þessu!“ Samtal þeirra Ólafs átti sér stað tölu- vert áður en handboltahetjan greindi frá því. „Ég hélt þessu bara fyrir mig og nokkra kunningja mína enda bara hug- mynd sem hann kastaði fram en samtal okkar endaði í skemmtilegu spjalli um lífið og tilveruna; Óli talaði mikið um mann sem dæmdur var til þeirrar refs- ingar að ganga um með þungan stein hlekkjaðan um hálsinn, upp og niður sömu fjallshlíðina; þannig sagði Óli líf margra þekktra manna vera í raun; að þannig gengju þeir hlekkjaðir upp og niður og tækju aldrei neina áhættu. Að daglegt líf margra væri einum of þægilegt og menn ættu að reyna að koma sér úr þægindunum. Þetta var mjög skemmti- leg pæling en þegar allt kom til alls var ég bara eins og náunginn í goðafræðinni; vildi ekki taka neina áhættu. En þetta hefði getað orðið gott flipp!“ Aukaskrefið stigið Hlynur nefnir fyrst andlega þáttinn þeg- ar spurt er um ástæður þess hve frábær- lega hann lék í vetur og hve uppskeran var góð. „Það skipti miklu máli að fyrir keppn- istímabilið fengum við menn til okkar sem kunna að vinna! Margir hafa verið í toppbaráttu – þar á meðal við síðustu ár – en það er bara eitt lið sem vinnur. Við fengum þjálfara og leikmenn sem höfðu verið í þeirri stöðu áður að verða Íslands- meistarar; Pálmi Freyr [Sigurgeirsson], [Páll] Fannar [Helgason] og Ingi Þór þjálfari, hafa allir orðið meistarar og við fengum líka góða útlendinga.“ Hann segir þýðingarmikið að Ingi Þór hafi þegar stýrt liði tvisvar til Íslands- meistaratignar og viti því hvað þarf til. „Ég hef aldeilis rekið mig á það síðustu ár hve erfitt getur verið að taka það auka- skref sem þarf til að verða meistari, en með góðra manna hjálp tókst það loks- ins. Gleðitilfinningin var ótrúleg, það tókst loksins, eftir að hafa verið mjög ná- lægt því nokkrum sinnum.“ Hvernig eyðirðu dögunum núna eftir frábært keppnistímabil? „Ég var orðinn mjög þreyttur; það er ekki erfiðasta hlutskipti í heimi að vera í íþróttum en andlega getur það verið mjög erfitt og þess vegna reyni ég að slaka vel á núna. Leyfi mér til dæmis að borða aðeins óhollari mat en áður, þang- að til ég fer að æfa aftur. Svo fer ég mikið í sund með stelpunni minn, ætla að spila golf og grilla með félögunum.“ Hann segist þurfa að hugsa vel um lík- amann, sérstaklega á vorin þegar mestu átökin eiga sér stað, til þess að vera í góðu lagi. „Síðustu ár hef ég æft mun betur á sumrin en áður og það skilar sér. Ég hugsa líka mikið um mataræði. Eftir á að hyggja var ég ekki nógu duglegur að æfa þegar ég var unglingur; var ekki latur en gerði ekkert aukalega. Forgangsraðaði ekki nóg vel en betra er seint en aldri. Það er lykilatriði að hugsa vel um sig og æfa eins og skepna og það mun ég hafa í huga í sumar. Ég ætla að æfa tvisvar á dag og búa mig eins vel og ég get undir næsta vetur.“ Morgunblaðið/hag starar var mjög létt yfir fólki; maður fann hvað sig- m standa að liðinu heldur öllum bæjarbúum.“ Morgunblaðið/hag 9. maí 2010 19 Hlynur nefndi Torfa bróður sinn sem lést langt fyrir aldur fram árið 2006. Torfi var stundum kallaður maðurinn í rauðu jakkafötunum; dyggasti stuðningsmaður Snæ- fells sem lét alltaf vel í sér heyra og setti skemmtilegan svip á leiki. Íslandsmeistarinn nýkrýndi segist aðspurður vissulega hafa hugsað til bróður síns þegar baráttan um meistaratignina stóð yfir og ekki síður þegar sigur var í höfn. „Ég er ekki sérlega trúaður maður en ef líf er eftir dauðann hafa örugglega verið læti á himnum eftir að við urðum Íslandsmeistarar! Torfi hafði mikla ástríðu fyrir körfubolta; hann hafði stundum miklu meiri áhuga á því sem ég var að fást við en ég sjálfur. Bjarki bróðir minn kom í kaffi daginn eftir að við unnum Íslandsmótið og við töluðum um að Torfi heitinn hefði örugglega verið mjög ánægður. Það var góð til- hugsun. Torfi var á besta aldrei þegar hann dó og ég var lengi að jafna mig á því. Sérstaklega var næsti vetur á eftir erfiður. Tíminn læknar öll sár en þetta er samt eitthvað sem situr alltaf í manni; það þekkja þeir sem hafa lent í því að missa náinn ættingja á þessum aldri.“ Ef líf er eftir dauðann hafa verið læti á himnum eftir að við urðum meistarar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.