SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 24

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 24
24 9. maí 2010 A ndrea Jónsdóttir hefur verið kölluð rokkamma Íslands. Hún er 61 árs og hefur frá árinu 1984 verið með tónlistarþætti á Rás 2. Þar hefur hún nú umsjón með þætt- inum Popppressan og um helgar er hún plötusnúður, aðallega á Dillon á Lauga- vegi. „Ég held að mér hafi gengið vel vegna þess að ég hef aldrei ætlað að verða neitt sérstakt, nema fjörgömul,“ segir Andrea. „Ég er gríðarlega heppin að fá að vinna við áhugamál mitt sem er tónlist. Stundum er sagt við mig: „Ertu ennþá að vinna í kringum popptónlistina? Ætlarðu aldrei að vaxa upp úr henni?“ Sennilega mun ég aldrei vaxa upp úr henni enda kæri ég mig ekki um það. Ég er reyndar mistæk. Ég hef gert mjög slæma útvarpsþætti og stundum mjög fína, og svo þætti þar á milli. Í út- varpsþáttum mínum er ég að tengja fortíð við nútíð og það er gott að byggja eins konar framtíð á því, sérstaklega í listum og jafnvel í þjóðfélagsmálum.“ Hvernig byrjaði starfsferill þinn í tón- listinni? „Kannski byrjaði þetta á vissan hátt með prófarkalestri. Ég datt inn í próf- arkalestur á Þjóðviljanum. Svavar Gests- son, sem var þar blaðamaður, þekkti mig, en ég og fyrrverandi eiginkona hans, Jón- ína Benediktsdóttir, vorum bræðradætur. Ég er fædd og uppalin á Selfossi og leigði hjá þeim þegar ég byrjaði í MR, þannig að Svavar vissi að ég var góð í íslensku og hó- aði í mig. Ég gerðist prófarkalesari á Þjóð- viljanum rúmlega tvítug, 1972 minnir mig, en þá var ég í enskudeild í Háskólanum. Þótt enskudeildin væri skemmtileg lét hún fljótlega í minni pokann fyrir Þjóð- viljanum. Einn góðan veðurdag þurfti svo ein- hvern til að skrifa um dægurtónlist í blaðið og þá gerði ég það með prófarkalestrinum. Þá var ég líka byrjuð með tónlistarþætti í Ríkisútvarpinu, gömlu Gufunni sjálfri, ásamt Pétri Steingrímssyni tæknimanni í þættinum Á nótum æskunnar. Svo varð sífellt meira um poppskrif og útvarps- vinnu.“ Spila ekki rúllettu með heilann Hvernig var að vinna á Þjóðviljanum? „Á Þjóðviljanum var frábær vinnuandi. Þar var allt mjög frjálslegt og stundum komu starfsmenn með börnin sín í vinn- una ef ekki fannst pössun fyrir þau. Á þeim tíma tíðkaðist slíkt ekki á vinnu- stöðum. Lengi vel var ekki stimpilklukka á staðnum, nema í prentsmiðjunni, og þeg- ar átti að taka hana í gagnið þá tók langan tíma að venja sum okkar á að nota hana, þar á meðal mig. Reyndar man ég ekki eft- ir að blaðamönnum væri borguð yfirvinna á Þjóðviljanum þannig að okkur fannst til- gangsleysið með stimpilklukkunni vera algjört. Ég hef alltaf verið vinstrisinnuð og vinnan á Þjóðviljanum átti vel við mig. Menningarlega var þetta mjög víðsýnt umhverfi. Í mínum huga hefur ekkert blað komið í staðinn fyrir sunnudagsblað Þjóð- viljans þegar hann var sem bestur. Ég full- yrði að vinstrisinnað fólk er opnara fyrir nýjungum í menningu en hægrisinnað fólk. Það er reyndar langt frá því að allir dægurtónlistarmenn séu vinstrisinnaðir en það sem mér finnst skemmtilegt við þá flesta er að það loðir við þá hippa- mennska.“ Og þú ert hippi? „Já, ætli ég sé ekki eilífðarhippi. Hippa- hugsjónin hefur haft áhrif á mig. En það voru öfgar í því dæmi sem ég hef aldrei gengið á hönd. Ég hef haft fæturna á jörð- inni og þó mér hafi oft boðist í gegnum tíðina að taka inn LSD og önnur ofskynj- unarlyf þá hef ég aldrei viljað setja ofan í mig efni sem ég veit ekki hvað gerir mér. Ég hef aldrei viljað spila rúllettu með heil- ann í mér. Ég hef samt aldrei hætt að drekka. Ég held að það sem hafi forðað mér frá því að verða alkóhólisti sé að það kemur alltaf að því í löngum partíum að ég fæ nóg og þá fer ég. Ég hef mikla jarðteng- ingu þannig að ef eitthvað gengur of langt þá nenni ég ekki að taka þátt í því, ég fæ innilokunarkennd og yfirgef staðinn.“ Tækni getur gert fólk latt Hverjir eru sterkustu karakterarnir í ís- lenska poppinu sem þú hefur kynnst? „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Eftir mikla umhugsun segi ég að Bítlarnir séu númer eitt á alþjóðlega sviðinu. Þeir eru mín unglingahljómsveit, ég var þrettán eða fjórtán ára þegar ég heyrði fyrst í þeim. Gríðarlega miklir frumkvöðlar. Þegar þeir voru að byrja var upp- tökutæknin í tónlistarheiminum og græj- urnar mun fátæklegri en nú. Sköp- unargáfa Bítlanna og fleiri tónlistarmanna var komin langt fram úr græjunum, en neyðin kennir naktri konu að spinna, þannig að ýmislegt var kreist út úr tækj- unum með aðferðum sem ekki hafði verið beitt áður. Þess vegna held ég að dæg- urtónlistin á sjöunda áratugnum hafi orðið svo hlaðin hugmyndaauðgi og það sé ástæðan fyrir því að hún hljómar frumlega enn þann dag í dag – frumlegt fólk að reyna að koma sköpunargáfu sinni á framfæri við þröng skilyrði. Tónlistarfólk var að reyna að gera það sem það heyrði í huga sér án þess að hafa tæknina með sér. Nú eru til frábær tæki og tól með óend- anlegum möguleikum að því er virðist, sem er vel, en tæknin getur gert fólk latt. Ég er ekki á móti tækninýjungum, en án andagiftar og sköpunargáfu listamanns er tæknin tómleg. Eins og Bítlarnir voru mín útlenda ung- lingahljómsveit þá voru Hljómar sú ís- lenska. Ég held að enginn hafi toppað Rúnar Júl. í kynþokka í íslenskri dægur- lagasögu, ekki einu sinni Bubbi á sínum bestu árum, né Ingó nú. En á vissan hátt er ég of róleg týpa til að geta verið brjálaður aðdáandi einhvers eða einhverra. Ég er hálfgerður sauður í mér, enda í hrúts- merkinu eins og Rúnar, en ofan á töffara- útlitið og kynþokkann var hann yndisleg manneskja. En það hafa verið og eru margir töffarar í þessari listgrein: Janis Joplin, Ragga Gísla, Andrea Gylfa …“ Hvernig er að vera vel fullorðin í þess- um bransa, eins og þú ert? „Það er bæði gott og vont að vera svona gamall í þessum bransa. Gallinn er kannski helst sá að það kemur manni sjaldan eitthvað á óvart. Fólk af minni kynslóð segir mjög gjarnan að ekkert hafi gerst í tónlist frá því á sjöunda áratugnum, en ég er ósammála því. Þegar maður er ungur er maður áhrifagjarnari og allar kynslóðir eiga sitt eigið uppáhalds tónlist- arfólk. Ég hef skrifað mikið um tónlist og talað mikið um hana. Þá reyni ég að setja mig í hlutlaust sæti og ég held að ég eigi frekar auðvelt með það. Ég er búin að vera í þessu svo lengi að þegar ég heyri í nýrri hljómsveit skynja ég oft tengsl við aðrar eldri. En það finnst mér ekki neikvætt, mér finnst gaman að geta tengt nýtt við það sem er eldra, ekkert er sjálfsprottið.“ Aldrei hrædd við kynhneigðina Víkjum aðeins að einkalífi þínu. Þú ert lesbía. Vissirðu snemma að þú værir samkynhneigð? „Ég held að ég hafi alltaf vitað það, jafn- vel þegar ég var krakki en ég var ekkert að Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Of sérvitur fyrir ástarsamband Andreu Jónsdóttur finnst svo gaman að lifa að hún ætlar að ganga aftur eftir dauðann.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.