SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Qupperneq 29
9. maí 2010 29 É g var umfram allt þakklátur guði fyrir það hversu falleg og dugleg hún var,“ segir Kristinn Björnsson, faðir Melkorku Kristinsdóttur, sem fæddist á 34. viku meðgöngu. Það er fróðlegt að fá tækifæri til að skyggnast inn í heim vökudeildar Land- spítalans í einlægri og fallega skrifaðri grein Ingunnar Eyþórsdóttur í Sunnudagsmogg- anum í dag. Ingunn deilir þar reynslu sinni með lesendum, en hún er sjálf fyrirburamóðir, auk þess sem hún lýsir þeirri starfsemi sem fram fer á vökudeild. Þar kemur fram að á árunum 1999-2007 lifðu 92% barna, sem lögðust inn á vökudeild Barnaspítala Hringsins, sem voru á bilinu 1000-1500 grömm að fæðingarþyngd. Þá lifðu 88,2% þeirra barna sem vógu minna en 1000 grömm við fæðingu. „Yngsta barn sem lifað hefur hérlendis sem um er vitað fæddist etir 23 vikna og fimm daga meðgöngu og það léttasta vó rétt innan við 500 grömm. Nú er svo komið að meirihluti minnstu fyrirburanna lifir, eftir allt að 23-24 vikna meðgöngulengd.“ Og niðurlagið er hjartnæmt: „Einstaka meðganga eða fæðing getur reynst lífshættuleg. Öflugt mæðraeftirlit og góð fæðingarhjálp eru hornsteinn að velferð nýburans. Ávallt þarf að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft á hjálp að halda á fyrstu mínútum lífsins. Þrátt fyrir að tíðni burðarmálsdauða á Íslandi sé með því lægsta sem þekkist í heiminum verður aldrei hægt að bjarga öllum börnum. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst lífið á vökudeild um að lifa af. Þar gerast kraftaverk á hverjum degi.“ Þrátt fyrir fámennið getum við Íslendingar verið stoltir af því heilbrigðiskerfi sem byggt hefur verið upp hér á landi. Mikilvægt er að hafa það í huga í þeim niðurskurði sem fram- undan er í ríkisfjármálum og þegar stjórnvöld semja fyrir hönd þjóðarinnar um greiðslu á skuldum, sem stofnað var til af einkafyrirtækjum. Það er við hæfi að gera mæðrum hátt undir höfði í Sunnudagsmogganum á mæðradag- inn. Í tilefni af því skrifar Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, pistil sem birtist í blaðinu í dag, þar sem hann bendir á að margar konur hafi fyllstu ástæðu til að ótt- ast afleiðingar þess að verða móðir. „Þegar kona deyr af barnsförum í ríkum löndum er gengið út frá því sem vísu að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Í þróunarríkjum er það hins vegar talið gangur lífsins að kona lifi ekki af fæðingu barns. Í sumum löndum deyr áttunda hver kona við að fæða barn. Þungun og fæð- ing eru helsta dánarorsök stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára í heiminum. Í fátækum ríkjum verða ófrískar konur oft að sjá alveg um sig sjálfar; þar er engri heilsu- gæslu til að dreifa og þær eiga ekki í neitt skjól að leita. Þær eiga oft í vandræðum með að næra sig sómasamlega og vinna langan vinnudag í verksmiðjum eða úti á ökrum, þar til þær eru komnar á steypirinn. Þær fæða oftast heima, og njóta í mesta lagi aðstoðar ófaglærðrar ljósmóður.“ Og auðvitað er það rétt sem hann segir, að engin kona ætti að gjalda fyrir það með lífi sínu að gefa líf: „Við vitum hvernig hægt er að bjarga lífi mæðra. Einfaldar blóðprufur, mæðraskoðun og lágmarkshjálp fagfólks við fæðingu skipta sköpum. Ef bætt er við einföldum fúkkalyfjum, blóðgjöf og öruggum aðstæðum eru verðandi mæður nánast ekki lengur í neinni lífshættu.“ Kraftaverk á hverjum degi „Við erum búin að skapa íslenskt sumarveður í skálanum sem þykir mjög þægilegt.“ Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, kynningarstjóri framlags Íslands á heimssýningunni Expo 2010 í Sjanghæ. „Hann er sá leikmaður í deildinni sem ég tel að verði sá besti í sögunni.“ Larry Bird um LeBron James, leikmann Cleveland Cavaliers í bandaríska körfu- boltanum. „Engar fjárfestingar skila jafn miklum arði og framlög til stjórnmála- manna.“ William K. Black, fræðimaður við há- skólann í Missouri, í fyrirlestri í Há- skóla Íslands. „Ef ég gerði það ekki færi eflaust að styttast í að ég yrði tilbúinn fyrir tréverkið og ég gæti farið að velja sálmana.“ Pétur Þorsteinsson, prestur hjá Óháða söfn- uðinum, spurður hvort hann myndi halda upp á 55 ára afmælið sitt sl. miðvikudag. „Ef ég væri samkynhneigður, þá held ég að Woody Allen yrði einn þeirra sem ég myndi vilja vera með.“ Bandaríski leikarinn David Duchovny. „Ég mun ekki koma til með að líta út eins og Barbie í nánustu framtíð.“ Breska söngkonan Susan Boyle. „Konur [munu] allt- af þurfa að kaupa sér föt.“ Eyrún Ösp Hauksdóttir versl- unareigandi. „Ég man að mér var boðin vinna í kortér.“ Stefán Bjarnason verkamað- ur man tímana tvenna en hann varð 100 ára á föstu- dag. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal einnig fram um að líkjast forvera sínum, enda virð- ist markmið þeirrra Steingríms og Jóhönnu vera að færa gömlu svindlurunum Ísland aftur á silfurfati og það sem allra fyrst. Þessir forystumenn hafa nú eytt heilu ári í það að sannfæra annars vegar Breta og Hollendinga og hins vegar Alþingi Íslendinga um að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á „tærri snilld“ stjórn- enda gamla LÍ. Augljóst er að nefnd Alþingis sem fjalla á um hugsanlega ákvörðun um að senda mál ótilgreindra ráðherra til Landsdóms kemst ekki hjá því að kanna framgöngu og heimildarlausar undir- skriftir þessara tveggja ráðherra í tengslum við Ice- save. Virðist það mál vera miklu upplagðara til ein- faldrar niðurstöðu en önnur þau álitaefni sem fjallað verður um. Sá kafli rannsóknarskýrslu nefndar Alþingis sem fyrir liggur og snýr að Icesave og um ábyrgð ríkisins vegna þess reiknings er næsta ótvíræður og framganga þeirra Steingríms og Jóhönnu með sama hætti því væntanlega næsta óumdeilt brot gegn almannahagsmunum þeim sem Landsdómi ber að lögum að fjalla um. Ósannindi forsætisráðherrans á Alþingi um launamál seðla- bankastjóra eru örmál hjá þessu, þótt vont sé. Talsmenn íslenska ríkisins hafa hins vegar lýst það ábyrgt fyrir öðrum mikilvægum þætti. Þeir hafa sagt það ábyrgjast allar innistæður í íslenskum bönkum. Á sama tíma og hamast hefur verið við að fá Alþingi til að samþykkja í atkvæðagreiðslu rík- isábyrgð á Icesave fyrir Breta og Hollendinga hefur ekkert verið gert til að tryggja lagagrundvöll fyrr- nefndu yfirlýsingarinnar. Sú yfirlýsing er þar með því miður harla marklítil og mun enginn maður geta heimt sitt frá ríkinu á grundvelli hennar fari hið nýja bankakerfi þessa lands illa í næstu bylgju alþjóðlegra efnahagslegra hörmunga, sem vaxandi líkur eru nú á að yfir dynji. Allir góðir menn vona heitt að þau óefni verði ekki. Gerist það, gagnstætt þeim vonum, mun koma á daginn að sú stjórn sem enn tórir hefur ekki aðeins nýtt sinn tíma illa, heldur skilið þjóðina eftir berskjaldaða fyrir áföll- um. Ármann Höskuldsson frá Jarðvís- indastofnun á Eyjafjallajökli tæpum tveim kílómetrum frá gosstöðvunum. Dúkur er yfir framrúðunni til að verja hann gjósku- fallinu og gosmökkurinn yfir. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.