SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 31
9. maí 2010 31 K lukkan er að ganga tíu. Fríður flokkur lækna með yfirlækni í fararbroddi fer hinn daglega stofugang eins og storm- sveipur. Þar eru vakthafandi læknar fræddir um ástand hinna nýfæddu borg- ara. Flokkurinn staðnæmist við hita- kassann hjá dóttur minni, við foreldr- arnir leggjum við hlustir og reynum örvæntingarfull að ráða dulmál læknanna. Hvítklæddur yfirlæknirinn, ljós yfirlitum, minnir mig helst á ásýnd Krists, tekur til máls: „Eins dags gömul stúlka, sitjandi fæðing, stúlkan er nokk- uð spræk,“ segir maðurinn sem ég treysti umfram alla aðra fyrir lífi dóttur minnar. Ég er himinlifandi, orðið spræk hlýtur að vera góðs viti. Vakað yfir börnum Á deild 23D dvelja yngstu borgarar þessa lands. Börnin eru í flestum tilvikum fyr- irburar eða fædd fyrir 37 vikna með- göngu, en eðlileg meðgöngulengd kvenna er á bilinu 37-42 vikur. Árlega fæðast um 350-400 börn fyrir tímann hér á landi og um 200 veikir nýburar koma til eftirlits á nýburagjörgæslu. Þar ríkir lítið, samhent samfélag foreldra sem í nálægð við lækna og hjúkrunarfólk annast kornabörn sín af alúð allan sólar- hringinn, oft á tíðum við afar erfiðar að- stæður. Vökudeild tók til starfa árið 1976 og er ein sinnar tegundar hér á landi. Nafnið er vísun í að ávallt er vakað yfir sjúk- lingum. Hún var áður til húsa á kvenna- deild Landspítalans en árið 2003 var hún flutt á Barnaspítala Hringsins. Deildin hefur að geyma 22 rúm og þar af eru 10 gjörgæslurými. Engum sjúklingum er vísað frá þannig að skjólstæðingar geta farið umfram þann fjölda sem rými er fyrir. Beitt er þroskahvetjandi hjúkrun sem hæfir aldri barnsins og þroska og áhersla er lögð á fjölskylduhjúkrun. „Þetta er ekkert fimm stjörnu hót- el!“ segir galvösk hjúkkan og lætur dóttur mína sitja með stuðningi á meðan hún er sett á brjóst. Dóttir mín er með mikla nýburagulu og af þeim sökum löt að drekka. „Hún er orðin svo gömul að hún á að geta drukkið sjálf,“ segir hún um 10 daga gamla dóttur mína. „Ef þetta er of þægilegt, þá nennir hún þessu ekki,“ heldur hún áfram og vísar í það að barnið nærist í gegnum slöngu. „Ég legg til að slangan verði fjarlægð. Reynslan sýnir að þá fara börnin fyrr að geta nært sig sjálf.“ Hjúkkan hefur betur, slangan er tekin og mér finnst mikið lagt á svo lítið barn. Fríði læknirinn gefur til- mæli um hversu mikið hún á að drekka. Ákveðna dóttir mín er ekki sátt við tilmæli læknisins og finnst gjöfin fullstór. En læknirinn sýnir enga miskunn og segir að ef hún klári ekki fulla gjöf gjaldi hún þess næst. Sól- arhring síðar hefur mjólkurskuldin safn- ast upp en innheimtan er sanngjörn og tekið er mið af greiðslugetu skuldarans. Miklar framfarir Nýburalækningar fóru að þróast sem sérgrein um miðja síðustu öld. Kraftar lækna og ljósmæðra á þeim tíma beind- ust fyrst og fremst að því að draga úr mæðradauða. Miklir fyrirburar voru yf- irleitt ekki álitnir lífvænlegir og endur- lífgun sjaldan reynd. Árið 1963 eignuðust fyrrverandi for- setahjón Bandaríkjanna, Jacqueline og John F. Kennedy, dreng eftir 35 vikna meðgöngu sem lést skömmu eftir fæð- ingu úr glærhimnusjúkdómi en sá sjúk- dómur var algengasti dauðdagi fyrirbura á þeim tíma. Dauði hans vakti heims- athygli og í kjölfarið vaknaði áhugi sér- fræðinga á rannsóknum á fyrirburum sem síðar varð hvati að mikilli framþró- Fyrstu augnablik í lífi fyrirbura Um 350-400 barna fæðast fyrir tímann hér á landi árlega. Ísgerður Esja Nóadóttir var ein af þeim. Þetta er hennar saga. Texti og myndir: Ingunn Eyþórsdóttir Ísgerður Esja Nóadóttir kom í heiminn þann 26. október 2009. Hún er fyrirburi, fædd sex vikum fyrir tímann og dvaldi tólf daga á vökudeild Landspítalans. Í dag er hún sex mánaða og hefur dafnað og þroskast vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.