SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 43

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Síða 43
9. maí 2010 43 H jólað í vinnuna hvað? Hvaða bull er þetta að ætlast til að fólk mæti pungsveitt til starfa eftir að hafa hamast á reiðhjóli til að komast leiðar sinnar? Rífi sig upp fyrir allar aldir bara til að geta eytt ómældum tíma í að juðast upp brekkurnar? Og taka svo upp á því að keppa um það á milli vinnustaða hver hafi nú hjólað mest?! Kom on! Er ekki miklu nær að fólk hjóli hvað í annað? Ég er ekki að hvetja til úlfúðar og mælast til þess að fólk hendi sér á næsta mann og rífi hann í sig í vonsku eins og hundar sem slást í réttum. Ég er bara að mælast til þess að fólk riðlist frekar á lifandi fólki en steindauðum reiðhjólum. En eftir á að hyggja þá er reið á hjóli ágætis forleikur að ann- ars konar reið. Kannski er það bara heillaráð að fólk ríði sínum reiðhjólum til og frá vinnu. Mæli sér svo mót einhvers staðar á leiðinni heim, kannski í laut eða runna, kasti þar frá sér fákunum og taki svo hvort annað til kostanna (svona eins og knaparnir gera með gæð- ingana á skeiðvellinum). Nú eða fylli brjóstið af keppnisskapi, leggi af stað á sínum reiðhjólum á sama tíma frá vinnustöð og sá sem er fljótari heim fær kannski í verðlaun það sem honum finnst best (makinn veit væntanlega hvar og hvernig honum eða henni finnst best að láta gæla við sig). Ég ætla rétt að vona að karlmenn þessa lands séu ekki svo teprulegir að þeir nái honum ekki upp ef spúsur þeirra hjóla í þá þegar þær koma heim löðursveittar og sjóðheitar eftir dá- góðan núning við hnakkinn. Alvöru karlmenn taka slíkum konum fagnandi. Og njóta þess að taka þær í engum klæðum öðrum en reið- hjálminum. Svo geta konurnar keppt um það á sínum vinnustöðum hversu oft þær hjóluðu í karlana sína þá vikuna, nú eða öfugt, hversu oft karlarnir hjóluðu í þær. Reiðhjól eru vænstu skinn eftir allt saman. Hnakknúningur á reiðhjóli er kannski ekki það besta fyrir kynfæri karlmanna en fyrir konur er þessi staða afar hentug til örvunar. Hjólgraðar konur eru þá bæði svo löngunarfullar að þær hjóla í menn en ekki síður vegna þess að hjólreiðatúr getur gert þær alveg spól. Það er engin tilviljun að mörgum finnst þokkafullt að sjá konu renna áfram á sínu reiðhjóli, þar sem hún hallar sér fram á stýrið svo rassinn sveigist í yndisstöðu. Þegar hún stígur petalana og lífbeinið nuddast taktfast við hnakkinn, þá teiknar endurtekin hreyfingin iðandi kvenlegar línur um allan skrokk: Læri, mjaðmir, mitti, brjóst, axlir, handleggir, fótleggir, ökklar, hár … allt tengist saman og vaknar til lífs. Hún verður lifandi ess. Mörg ess. Og henni hitnar við átökin. Og hún hitnar að innan. Og hún hlakkar til að hitta sinn ástmann. Hjólum og hjólum í allt sumar! Hjólum í og úr vinnu. Hjólum hvert í annað. Verum hjólglöð og spólgröð í allt sumar. Hjólað í kallinn Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín K jartansgata í Borgarnesi kúrir að hluta til undir klettum svo þar er skjólsælt. Gatan eru upp af Borgarvogi og á fjöru er ekkert tiltölumál að ganga á hörðum ísaldarleirnum yfir að Rauðanesi á Mýrum. „Það er ævintýri líkast að fylgjast með fuglalífinu við vog- inn og á vordögum eins og núna heyrir vetur sög- unni til og sumarið gengur í garð. Úr garðinum mínum á Kjartansgötunni er frábært útsýni til dæmis vestur á Mýrar og á utanvert Nesið þar sem Snæfellsjökull er glottandi í vestri,“ segir Indriði Jósafatsson sem býr við Kjartansgötu. Indriði er fæddur og uppalinn á bænum Húsey í Skagafirði en hefur búið samfleytt í 21 ár í Borg- arnesi. „Ætli ég geti ekki í dag talið mig vera orð- inn alvöru Borgfirðing. Ég hef verið lengur hér í árum talið en fyrir norðan og hér höfum við Hrönn Helgadóttir eiginkona mín alið upp dæturnar okk- ar þrjár og eigum eitt barnabarn. Mér leið strax vel hér í Borgarnesi þegar ég kom hingað fyrst í nám. Gerðist svo íþróttakennari á Blönduósi í nokkur ár en svo sneri fjölskyldan aftur hingað árið 1989 og við höfum verið hér síðan,“ segir Indriði sem er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar. Eins og gjarnan gerist í bæjum landsins eru götunöfnin gjarnan sótt í hinn sögulega arf. Göt- urnar í gamla bænum í Borgarnesi eru nefndar eft- ir söguhetjum Eglu og má til dæmis nefna Böðv- arsgötu, Þórólfsgötu, Egilsgötu, Brákarbraut, Þorsteinsgötu og svo Kjartansgötuna. Kjartansgata heitir eftir Kjartani Ólafssyni syni Helgu fögru þannig að Egill Skallagrímsson var því afi hans. „Húsin hér við Kjartansgötu eru um það bil 30 talsins, sem mynda gott samfélag og nágranna- vörslu án þess að vera á neinn hátt skipulögð. Fólk lætur sig einfaldlega hvað annað miklu varða eins og gjarnan gerist úti á landi. Mér líkar sömuleiðis mjög vel við nágranna mína sem eru flestir af- skaplega þægilegt rólegheitafólk. Hefð er fyrir því að fólkið sem býr hér við götuna haldi samkomu einu sinni á ári, þar sem við grillum og krakkarnir fara saman í leiki á leikvellinum neðst í götunni.“ Starf Indriða sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sveitarfélagsins tekur til margra þátta. Stærsta viðfangsefni Indriða og raunar bæjarbúa allra nú er undirbúningur fyrir Ungmennalandsmót UMFÍ, sem í sumar verður haldið í Borgarnesi. „Bæj- arstæðið hér í Borgarnesi er eitt það fallegasta á landi. Nú er að mínu mati tækifæri til að íbúarnir taki höndum saman til að hér verði einn fallegasti bær landsins þegar að mótinu kemur.“ sbs@mbl.is Ljósm/Úr einkasafni Með Snæfellsjökul glottandi í vestri 1 2 Kjartansgata Bo rg ar br au t Brá kar bra ut Hel gug ata Bj ar na br au t Sæunnargata Bo rg ar br au t Þor ste ins gat a Borgarnes 1. Sundlaugin okkar hér í Borgarnesi er nánast flagg- skip okkar og ég er stoltur af því að hafa lagt mitt af mörkum við uppbyggingu hennar á sínum tíma. Laug- in sjálf er 25 metrar á lengd með góðri rennibraut og einnig eru á svæðinu góðir heitir pottar. Hver veit svo nema við komum upp enn betri aðstöðu þarna í fram- tíðinni, við eigum að minnsta kosti til teikningar að slíku þó framkvæmdir séu í biðstöðu. 2. Landnámssetrið er mjög fjölsótt meðal ferðamanna og leiksýningar þar hafa slegið í gegn. Eftir nokkar vikur verða svo opnaðir hér Brúðuheimar, þar sem er brúðusafn sem ég trúi að eigi eftir að slá í gegn með- al fjölskyldufólks. Annars er þetta sem ég nefni, sundlaug og brúðusafn, allt til merkis um hvernig Borgarnes er að breytast. Þjónusta við ferðafólk skiptir stöðugt meira máli á meðan landbúnaður og þjónusta við hann verða veigaminni póstar. Uppáhaldsstaðirnir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.