SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 47

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 47
9. maí 2010 47 LÁRÉTT 1. Borgaði hljóm fyrir innihaldslausa. (6) 5. Það að setja róna í kór toppar margt. (7) 8. Finn varning ennþá hjá sjómönnum. (7) 10. Eldsúlfur er glæpamaður. (12) 11. Það augljóslega er jafn fallegt. (7) 13. Fylki í Vatnsmýrinni? (6) 14. Mælist 1 kA með kvarða. (9) 15. Verða ofurseldur Internetinu? (8) 17. Bálóð Lína notar strik sem notað er í flat- armálsfræði. (7) 21. Húsgagn er góðir konungar sitja á? (11) 23. Blaðsíða sem er ekki hvít fjallar um spjót. (7) 24. Bæta bendur með vandamáli lögfræðinga. (11) 25. Peningi snúið í hvamm. (9) 27. Vopn rekur minni til þessara hluta (9) 29. Kipptist sókn yfir matvæli. (10) 30. Greina sundur loftstraumaskil með tæki. (9) 31. Sjá verðlítinn hund og dýr með ópi. (8) LÓÐRÉTT 1. Aflgjafi fyrir landnámsmann á Vesturlandi. (10) 2. Flanir að því að finna skordýrið (6) 3. Skrautsteinn frá tunglinu. (10) 4. Lausagrjót mölvað – mjög mölvað. (9) 5. Kringumstæður er snúa að konum eru ásta- mál karla. (9) 6. Ósk apast fram og er með læti. (8) 7. Okkar tími sólarhringsins er bundinn árstíð. (7) 9. Karl frá Vega er verkamaður. (9) 12. Burnirót kodda. (6) 16. Stelpa sem líkist á? (10) 18. Æ æpa skepnur. (8) 19. Lyktin af fúlviðrinu. (6) 20. Hoppar inn í fjárréttina. (10) 21. Taka bylgjaðir við þótt fámennir séu. (9) 22. Kastvöllur fyrir fugla? (8) 26. Tími allra tilvikanna? (5) 27. Hellti úr keri fyrir danskar. (6) 28. Skapvondur og tilbúinn (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausn- inni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. maí rennur út fimmtudaginn 13. maí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 16. maí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 2. maí sl. er Erla Ásmundsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Hyldýpi eftir Stefán Mána. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Sú spurning gerist áleitin hvort örlaganornir séu nú farnar að spinna sinn myrka vef og ætli indverska heimsmeistaranum Wisvanthan Anand eitthvað annað en sigur í einvíginu við Topalov. Anand hefur greinilega teflt betur en þegar þetta er rit- að eftir níu skákir er staðan engu að síður jöfn og Topalov hefur hvítt tvisvar af þeim þrem skákum sem eftir eru. Í áttundu og níundu skák hlaut Anand að- eins ½ vinning en hefði allt eins getað fengið vinningi meira miðað við stöðurnar sem upp komu. Lítum á tvö dæmi úr þessum skákum: 8. einvígisskák: (Sjá Stöðumynd 1) Topalov – Anand Stöður með mislitum bisk- upum er oft ranglega taldar jafnteflislegar en í þessu tilviki gat Anand þó tryggt jafnteflið með 54. .. Bd3 og getur síðan haft kónginn á e8 og d7. Þess í stað lék hann: 54. …. Bc6?? og eftir 55. Kh6 Kg8 56. g4! gafst upp því hann á ekkert svar við áætluninni: 59. g5 60. Bg7 og g6! við tækifæri. Kóngurinn ryður sér leið yfir á drottningarvæng- inn og þá ræður d7-peðið úrslit- um. 9. einvígisskák: (Sjá Stöðumynd 2) Anand -Topalov Maraþonskák þeirra á fimmtudaginn sem lauk með jafntefli eftir 83 leiki hlýtur að hafa reynt á taugarnar. Anand tefldi geysilega vel en missti af ýmsum vænlegum leiðum og baráttukraftur Topalovs í vörn- inni var aðdáunarverður. En þegar hér er komið sögu átti Anand rakinn vinning sem ýmsir spámenn hafa bent á og forritin Rybka og Fritz sanna: 62. Hdd7! a3(ekki 62. … b2 63. Hdf7 Dxf7 64. Hxf7 a3 65. Ha7 og vinnur) 63. Kg3! Da1 64. Hc7+ Kb8 (eða 64. … Kd8 65. Ha7 og vinnur ) 65. Hb7+ Ka8 66. Rxb3 De5+ 67. Kg4 og vinnur t.d. 67. … a2 68. Ha7+ Kb8 69. Hae7! og vinnur. En Anand lék öðru og lét Topalov sleppa. Einvígið hef- ur einkennst af geysilegri bar- áttu, Anand hefur ekki nýtt færin nægilega vel og á loka- sprettinum eru möguleikar Topalovs betri. Ellefta skákin er á dagskrá á sunnudag og loka- skákin á mánudag. Guðmundur Gíslason fer vel af stað í Sarajevo Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Guð- mundur Gíslason taka þessa dagana þátt í geysiöflugu opnu móti í Sarajevo í Bosníu. Kepp- endur eru 169 talsins og verða tefldar níu umferðir. Meðal keppenda eru 44 stórmeistarar en stigahæsti skákmaður móts- ins er Kínverjinn Wang Hao. Þremenningarnir unnu allir í fyrstu umferð en í þeirri næstu töpuðu Hannes og Bragi en Guðmundur Gíslason gerði sér lítið fyrir og vann hið 16 ára gamla undrabarn frá Azerbad- sjan, Nijat Abasov. Guðmundur hefur því 2 vinninga og deilir efsta sæti með 21 keppanda. Í gær, föstudag, átti hann að tefla með svörtu á borði nr. 11 við Dragan Solak frá Serbíu. Skákir á 20 efstu borðunum eru í beinni útsendingu og slóðin er: http:// open2010.skbosna.ba/en. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Gífurleg spenna í HM-einvíginu þegar þrjár skákir eru eftir Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.