Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 22. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «KARLATÍSKAN SÝND Í PARÍS DÖKKIR EN STUNDUM MJÖG LITAGLAÐIR « EINAR KÁRI Á KÖFUNARNÁMSKEIÐI Í herbergi með Hol- lendingi og Breta 6 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is ÓSKAR Sigurðsson, skiptastjóri Fons hf., kynnti helstu kröfuhöfum þau riftunarmál sem hann hefur nú stefnt fyrrverandi eigendum Fons og tengdum aðilum vegna. Samtals nema kröfur skiptastjóra tæpum níu milljörðum króna og stefnurnar eru á annan tug. Pálmi Haraldsson, fyrrum meirihlutaeigandi Fons, sagði í gærkvöldi að hann teldi stefnur skipta- ráðanda á hendur sér og Feng ehf. sorglegar. „Frá mínum bæjardyrum séð er það algjörlega augljóst mál að þrotabúið mun aldrei vinna þessi mál á hend- ur mér,“ sagði Pálmi. „Menn skulu ekki gleyma því að í þrotabúi Fons voru á fimmta milljarð króna og því eftir miklu að slægjast fyrir bústjóra að borða kjötið sem er á beinunum,“ sagði Pálmi einnig. Stærstu einstöku kröfurnar eru, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, riftunarkröfur upp á um 7,8 milljarða króna. Krafist er riftunar á arð- greiðslu upp á 4,2 milljarða króna vegna ársins 2006, sem innt var af hendi 14. september 2007, og endurgreiðslu á arðinum. Krafist er riftunar á sölu Fons á breska flugfélaginu Astraeus, sem flýgur fyrir Iceland Express, til Fengs ehf. upp á 50 þús- und bresk pund og að Fengur endurgreiði raunvirði félagsins, sem skiptastjóri lét verðmeta. Endur- greiðslukrafan hljóðar upp á 3,5 milljarða króna. Jón Ásgeir Jóhannesson er krafinn um endur- greiðslu á einum milljarði króna, sem Fons greiddi honum inn á einkareikning hans sumarið 2008. Þá er gerð krafa á Pálma Haraldsson um að hann endurgreiði 47,4 milljónir króna, sem greiddar voru til félagsins Chalk Investment, sem skráð er á Tor- tola. Þær greiðslur munu hafa verið vegna leigu á einu eign Chalk Investment, íbúð í London, sem Pálmi hefur haft afnot af og búið í undanfarin ár. Stór krafa á Jón Ásgeir  Skiptastjóri Fons hefur stefnt sex manns og krefst að níu milljarðar króna verði endurgreiddir  Jón Ásgeir krafinn um endurgreiðslu á einum milljarði sem Fons greiddi inn á einkareikning hans Jón Ásgeir Jóhannesson » Stærstu kröfurnar á Pálma » Lét greiða fyrir sig húsaleigu » Málin verða þingfest í febrúar Pálmi Haraldsson  Skiptastjóri Fons stefnir | Viðskipti Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSBJÖRN var felldur í Þistilfirði í gær eftir að leyfi hafði fengist hjá umhverfisráðuneytinu, að sögn lög- reglunnar á Þórshöfn. Dýrið sást fyrst við býlið Sævarland. „Hann var frekar lítill og mér fannst hann óttalega ræfilslegur,“ segir Svanhvít Geirsdóttir á Sævar- landi. „Ég heyrði engin hljóð í hon- um við fjárhúsið, en hann var ekki nema um 10 metra frá mér og ég flúði inn í íbúðarhúsið, ég ætlaði alls ekki að verða á vegi hans. Maður veit aldrei hvernig þessi dýr bregð- ast við og þau eru fljót að hlaupa. Hann fór í kollhnís hérna í göml- um rabarbaragarði við fjárhúsið, hefur víst rekist á girðingu. Hann hnaut bara, þetta var ekki leikur í honum, ég horfði á hann út um gluggann.“ – Veltirðu fyrir þér hvort dýrið væri mjög soltið og gæti reynt að komast inn í húsið? „Já, ég passaði að hann myndi ekki geta náð mér. Ég fór upp á háaloft þegar ég var búin að hringja, ég hélt að hann ætlaði að dyrunum, þangað upp hefði hann ekki komist.“ | 4 „En hann var ekki nema um 10 metra frá mér og ég flúði inn“ Svanhvít Geirsdóttir beið uppi á háalofti ef ísbjörninn skyldi reyna að komast inn Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Endalokin Björninn var skotinn skömmu fyrir fjögur við eyðibýlið Ósland sem er nokkra kílómetra austan við Sævarland í Þistilfirði.  Fiskifræðingar og fulltrúar út- gerðar ræddu ástand loðnustofns- ins á fundi í gær. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði að fundinum loknum að hann væri bjartsýnni en áður á að loðnu- kvóti yrði gefinn út næstu daga. Fiskifræðingar telja að hrygn- ingarstofn þurfi að mælast yfir 400 þúsund tonn til að veiðar verði leyfðar. Í byrjun mánaðarins mæld- ust 355 þúsund tonn. aij@mbl.is Útgerðarmenn bjartsýnni á loðnukvóta  Ríkisendurskoðun verður falið að fara yfir fjármál Álftaness og hvernig staðið hefur verið að rekstri sveitarfélagsins síðustu ár- in. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga sé nú að fara yfir sparnað- artillögur sveitarfélagsins. Ljóst sé að staða þess sé alvarleg. »14 Ríkisendurskoðun mun skoða fjármál Álftaness Fons fékk 10,2 milljarða kúlulán í desember 2007 til að kaupa mikið magn af hlutabréfum í FL Group. Glitnir hafði fengið bréf- in í fangið í kjölfar gjaldþrots fjárfestingafélagsins Gnúps. Pálmi Haraldsson segir í sam- tali við Morgunblaðið að staða Fons hafi, á þeim tímapunkti sem lánið var veitt, verið afar sterk. Glitnir hafi leitað logandi ljósi að kaupanda og niður- staðan hafi orðið sú að Fons keypti bréfin, en Glitnir fjár- magnaði kaupin að fullu. 10,2 milljarða kúla  Netútgáfur ensku blaðanna Daily Mail og The Guardian sögðu í gær- kvöldi að svo virtist sem Tott- enham Hotspur hefði borið sigur úr býtum í slagnum við West Ham um Eið Smára Guðjohnsen. Daily Mail segir að reiknað sé með því að Eiður gangist undir læknisskoðun hjá Tottenham í dag og félagið fái hann lánaðan frá Mónakó út þetta keppnistímabil. Franska félagið hafi samþykkt að greiða stóran hluta launa Eiðs sem er sagður fá 2,5 milljónir punda í árslaun. »Íþróttir Eiður Smári í læknisskoðun hjá Tottenham Eiður Smári Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.