Morgunblaðið - 28.01.2010, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Óhætt er að segja að íslenskur
leikjaiðnaður hafi blómstrað á síð-
ustu misserum. Lengi vel sam-
anstóð geirinn í raun aðeins af
CCP og síðar Betware, en nú eru í
samtökum leikjaiðnaðarins, IGI,
ellefu fyrirtæki og tvær leikjaveit-
ur.
Líkt og með önnur hugbúnaðar-
fyrirtæki áttu íslensk tölvuleikja-
fyrirtæki á brattann að sækja með-
an útrásin stóð sem hæst. Þurftu
þau að keppa við fjármálafyrirtæki
um starfsfólk og sterk króna gerði
þeim lífið leitt, enda kemur stærst-
ur hluti tekna þeirra frá öðrum
löndum.
Stuðningur
Vegna þess hve útflutnings-
tekjur eru yfirgnæfandi stór hluti
heildartekna fyrirtækjanna hafa
þau ekki séð ástæðu til að leggja í
harða samkeppni innbyrðis. Þvert
á móti er samstarf og samvinna
umtalsverð og hafa eldri fyrir-
tækin, CCP, Betware og Gogogic,
lagt sig fram um að styðja við
yngri systkin sín með ráðum og
dáð. „Við hjá Sauma höfum fundað
með starfsmönnum CCP og Bet-
ware, m.a. um rukkunarkerfi og
hvernig megi minnka líkur á því að
fjársvikarar leiki okkur grátt,“
segir Finnur Magnússon hjá
Sauma Technologies og stjórn-
armaður í IGI. „Þessi fyrirtæki
hafa mikla reynslu af svona löguðu
og hafa verið mjög viljug til að
miðla henni til okkar. Þá veit ég að
yngri fyrirtæki, sem gera út á
iPhone-leikjamarkaðinn, hafa leit-
að til Gogogic um upplýsingar og
leiðbeiningar.“
Athyglisvert er að þvert á þá
ímynd sem margir hafa af tölvu-
leikjagerð, þar sem starfsmenn eru
allir tölvunarfræðingar, eru starfs-
menn tölvuleikjaframleiðenda með
afskaplega fjölbreyttan bakgrunn.
Frásagnarlistin
Hjá fyrirtækjunum starfa hag-
fræðingar, sálfræðingar, sagn-
fræðingar og bókmenntafræð-
ingar, svo dæmi séu tekin. Í því að
búa til góðan tölvuleik felst meira
en bara forritun. Einnig þarf næm-
an skilning á mannlegu eðli og
hvað það er sem spilarar sækjast
eftir í leikjum sínum. Þá er tölvu-
leikjagerð í raun ein birtingar-
mynd frásagnarlistarinnar og hafa
íslenskir tölvuleikjaframleiðendur
verið duglegir að leita í smiðjur
goð- og þjóðsagna.
Samvinna fyrirtækja í stað samkeppni
Morgunblaðið/hag
EVE Árleg spilarahátíð EVE Online fer stækkandi með ári hverju og ber
vott um það hve sterk tengsl geta myndast milli fyrirtækis og viðskiptavina.
SAMKEPPNI í matvælaiðnaði get-
ur verið gríðarlega hörð og skiptir
það fyrirtæki miklu máli að halda
kostnaði í lágmarki og hámarka
magn og gæði unninna afurða.
Þegar haft er í huga hve mikið
magn af matvælum fer í gegnum
venjulega verksmiðju getur hvert
prósent skipt máli.
Vélar og tæknilausnir Marels
miða að því að auðvelda fyrir-
tækjum að ná sem mestu út úr hrá-
efninu og er ný lausn dæmi um
slíkt. Roðflettivélar eru ekki ný
uppfinning, en þær hafa virkað bet-
ur á lax og silung en hvítfisk.
Ástæðan er sú að bleiki fiskurinn er
stinnari og þolir því roðflettinguna
betur en sá hvíti.
Lausn Marels felst í flæðilínu,
sem kælir fiskinn niður fyrir frost-
mark án þess þó að frysta hann.
Eftir slíka meðferð er fiskurinn
mun stinnari en áður og þolir því
roðflettinguna betur. Afleiðingin er
ekki aðeins betri nýting á fiskinum,
heldur eru gæðin meiri og vegna
þess hve kaldur hann er þegar hann
er kominn í gegnum flæðilínuna
alla þarf minni ís til að halda hon-
um köldum í flutningi. Í því felst
sparnaður í flutningskostnaði.
Morgunblaðið/RAX
Ferskur Öllu máli skiptir að við-
halda ferskleika fisks sem lengst.
Hvert prósent
getur skipt
höfuðmáli
ÍSLENSKIR fatahönnuðir hafa undanfarin ár
vakið síaukna og verðskuldaða athygli fyrir
hönnun sína og er iðnaðurinn sífellt mikilvægari
fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Útflutningur á ís-
lenskum fatnaði hefur aukist nokkuð undanfarin
ár, en að öllum líkindum vegur þó sala til er-
lendra ferðamanna hér á landi þyngra.
Íslenskir fatahönnuðir hafa þó í auknum mæli
sótt sýningar og kaupstefnur á erlendri grundu
og hefur það skilað sér í sölusamningum við er-
lenda aðila. Ómögulegt er að telja upp alla þá
hönnuði, sem starfa hér á landi, en það segir sína
sögu að í Fatahönnunarfélagi Íslands eru hátt í
80 meðlimir.
Morgunblaðið/hag
Framtíð fólgin
í íslenskri fatahönnun
MARORKA er fyrirtæki sem haslað hefur sér
völl í sölu orkustjórnunarkerfa fyrir skipaút-
gerðir sem auðvelda þeim að draga úr eldsneyt-
isnotkun og ná þar með fram sparnaði og minni
útblæstri.
Með því að safna upplýsingum í rauntíma um
orku- og eldsneytisnotkun í skipum geta útgerð-
ir náð fram umtalsverðum sparnaði.
Eins og í öðrum samkeppnisgeirum skiptir
það miklu máli fyrir skipafélög að halda kostn-
aði í lágmarki og eru lausnir Marorku ein leið til
að ná því markmiði.
Marorka var stofnuð í júní árið 2002 og er að
stærstum hluta í eigu stofnenda og starfsmanna.
Morgunblaðið/hag
Minni útblástur og
eldsneytiskostnaður
ÓÞARFI er að kynna til sögunnar samfélags-
síður eins og Facebook og Twitter, en færri
þekkja væntanlega síðuna Tellmetwin.com, sem
er í þróun sem stendur.
Síðan, sem er íslensk, gengur út á að leiða
saman fólk með svipaðan persónuleika og
áhugamál. Er þetta gert með því að notendur
geta tekið alls kyns próf og greina sjálfir frá
áhugamálum sínum.
Vefsíðan getur svo kynnt notandann fyrir
fólki, sem hann gæti haft gaman af að kynnast,
en einnig getur hún mælt með bókum, tónlist,
kvikmyndum eða öðru slíku sem ætti að passa
við áhugasvið hans.
Tellmetwin.com:
Íslensk samfélagsvefsíða
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Arion banki frestar
öllum uppboðsbeiðnum
út árið 2010
Arion banki mun fresta öllum uppboðsbeiðnum
vegna íbúðalána til sýslumanna út árið 2010.
Þannig gefst fleiri viðskiptavinum okkar færi á að
greiða úr málum sínum.
Íbúðalán
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
R
I
48
81
3
01
/1
0
Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér fjölmargar lausnir okkar í lánamálum.
Á arionbanki.is getur þú skoðað hvað leið hentar þér best.
Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000.