Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 21
irvagninn gerir kleift að aka jafnt út á hlið og fram og
aftur. Nýjungin felst í því að fimmta hjólið er undir
farartækinu miðju og bæði drífur það áfram og stýrir
ökutækinu.
Ingólfur sagði í skýringum með hugmyndinni að
henni fylgdu helst þeir kostir að hún væri ódýrari í
framleiðslu en núverandi búnaður, um leið væri hún
léttari og stuðlaði að minni eyðslu farartækja. Ing-
ólfur sagði þessa viðurkenningu vera
mikilvæga fyrir hugmynd sína.
Taka mark á hugmyndinni
„Þarna eru sterkir aðilar sem aðrir
líta upp til, eins og Háskólinn í Reykja-
vík, og leiðandi fyrirtæki sem segja að
hugmyndin sé góð og eigi möguleika,“
sagði Ingólfur. Hann sagði mikla
grósku vera í framleiðslu rafbíla.
Tímasetningin væri því mjög góð.
Verðlaunin stuðluðu að því að aðrir
tækju mark á hugmyndinni. „Ég held að þetta breyti
öllu,“ sagði Ingólfur. Hann sagði að næsta skref væri
að gera fýsileikaathugun hjá bílaiðnaðinum og að
kortleggja framhaldið.
Dómnefndina skipuðu Ari Kristinn Jónsson, rektor
HR, Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Klaksins,
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi rektor HR, Þóranna
Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, og
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest.
Verðlaunin eru veitt í samvinnu HR við Klak – ný-
sköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Hugmyndahús há-
skólanna og Auði Capital.
Í rökstuðningi dómnefnd-
ar segir m.a. að verkefni
þeirra Jóhannesar og Ing-
ólfs séu metnaðarfullar
tækninýjungar og þau
geti leitt til verulegra um-
bóta í samfélaginu, sér í
lagi varðandi orkunotkun,
kostnað og umhverfi.
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Lionshreyfingin á Íslandi afhenti í
vikunni skammtímavistun á Skóla-
stíg 5 til eignar Renault Trafic-bíl
sem heimilið hefur haft til afnota
undanfarin ár. Hann er sérútbúinn
fyrir fimm farþega og tvo hjólastóla
að auki, ásamt hjólastólaakst-
ursbraut til að auðveldara sé að kom-
ast inn í bifreiðina.
Bíllinn hefur verið á rekstrarleigu
undanfarin ár, Lionshreyfingin hefur
greitt allan kostnað en ákvað nú að
kaupa bílinn og afhenda hann
skammtímavistuninni að gjöf ásamt
2,5 milljónum króna sem ætlað er að
standa undir rekstrarkostnaði bif-
reiðarinnar næstu árin. Verðmæti
gjafarinnar er um 6,5 milljónir króna.
Lionsmenn á Íslandi stóðu fyrir
landssöfnun undir merki Rauðu
fjaðrarinnar árið 2004, söfnun sem
tileinkuð var langveikum börnum, og
í samráði við regnhlífarsamtök þess
hóps var ákveðið að verja söfn-
unarfénu til að greiða kostnað vegna
tveggja sérútbúinna bifreiða fyrir
fatlaða. Önnur hefur verið á vist-
heimilinu Rjóðri í Kópavogi og hin á
Akureyri en Lionshreyfingin afhenti
Rjóðrinu hinn bílinn að gjöf á dög-
unum.
Sannarlega glæsilegt framtak
þeirra Lionsmanna og til eft-
irbreytni.
Það voru þær Sigrún Stefánsdóttir,
formaður félagsmálaráðs Akureyr-
arbæjar, og Stefanía Anna Ein-
arsdóttir, forstöðumaður skamm-
tímavistunar fatlaðra, sem tóku við
þessari rausnarlegu gjöf frá Lions-
mönnum, en fyrir þeirra hönd af-
hentu gjöfina Guðmundur H. Guð-
mundsson og Ólafur S. Vilhjálmsson,
sem báðir eru úr rauðufjaðrarnefnd
Lionshreyfingarinnar, Guðrún Björt
Yngvadóttir, fjölumdæmisstjóri
Lionshreyfingarinnar á Íslandi, og
Kristinn Hannesson, umdæmisstjóri
109B-umdæmis Lionshreyfing-
arinnar á Íslandi.
Tónleikaárið á Græna Hattinum
hófst um síðustu helgi með tónleikum
Skriðjöklanna, sem fóru á kostum í
tali og tónum – ekki síst tali! Á morg-
un, föstudag, verða Magni Ásgeirs-
son og félagar í hljómsveitinni Killer
Queen með tónleika á hattinum og á
laugardagskvöldið kemur Gunnar
Þórðarson fram. Hann verður einn á
ferð með gítarinn.
Aðsókn í Hlíðarfjall hefur verið mjög
góð það sem af er vetri; 23.500 manns
hafa komið á skíði en gestirnir voru
13.500 á sama tíma í fyrra! Auk þess
hafa helmingi fleiri vetrarkort verið
seld. Þrátt fyrir að kröftug lægð með
um 10 stiga hita hafi gengið yfir í
byrjun vikunnar er skíðafærið í Hlíð-
arfjalli með betra móti og nægur
snjór í öllum brekkum.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins, segir að
gott færi sé ekki síst að þakka þéttu
undirlagi af snjó sem framleiddur var
fyrr í vetur þegar hörkugaddur var
dag eftir dag. Snjóframleiðslan í
Hlíðarfjalli hafi því enn og aftur
sannað gildi sitt. Hitastig á Akureyri
var við frostmark í gær en kuldakafla
er nú spáð.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glæsileg gjöf Lions Guðmundur H. Guðmundsson, Ólafur S. Vilhjálmsson,
Guðrún Björt Yngvadóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Stefanía Anna Einars-
dóttir og Kristinn Hannesson þegar Lionsmenn afhentu bifreiðina.
Bónus
Gildir 28.-31. janúar verð nú áður mælie. verð
KS frosið nautahakk, 620 g ........ 598 698 964 kr. kg
NV ferskt nautahakk ................... 898 998 898 kr. kg
Bónus þriggjakornabrauð, 500 g. 198 259 396 kr. kg
Ali ferskur heill kjúklingur ............ 698 898 698 kr. kg
Bónus ferskt kjúklingafillet.......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
E-m ísblóm, 6 stk. ..................... 398 498 66 kr. stk.
My samlokubrauð, 770 g ........... 198 259 257 kr. kg
Bónus fersk. ávaxtas. 3x250 ml .. 149 199 kr. ltr
Bónus súrmjólk, 500 ml............. 149 298 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 28.-30. janúar verð nú áður mælie. verð
Svínakótilettur úr kjötborði.......... 945 1.198 945 kr. kg
Lambaprime úr kjötborði ............ 1.998 2.398 1.998 kr. kg
Grillaður kjúklingur..................... 790 970 790 kr. stk.
FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg
Hamborgarar 4x80 g með brauði 456 548 456 kr. pk.
KF lúxus lambalæri kryddað........ 1.598 2.490 1.598 kr. kg
FK saltað folaldakjöt .................. 589 917 589 kr. kg
FK Bayonne-skinka .................... 940 1175 940 kr. kg
Hagkaup
Gildir 28.-31. janúar verð nú áður mælie. verð
Nautaat gúllas........................... 1.494 2.298 1.494 kr. kg
Nautaat snitsel.......................... 1.494 2.298 1.494 kr. kg
Nautaat piparsteik ..................... 1.949 2.998 1.949 kr. kg
Holta kalkúnabringur.................. 1.947 2.995 1.947 kr. kg
Holta kalkúnalæri ...................... 696 995 696 kr. kg
Holta kalkúnalundir ................... 1.816 2.595 1.816 kr. kg
Holta kalkúnaleggir .................... 601 859 601 kr. kg
Myllu risabrauð, 1 kg ................. 199 249 199 kr. stk.
Myllu eplalengja ........................ 299 529 299 kr. stk.
Kostur
Gildir 28.-31. janúar verð nú áður mælie. verð
Gourmet grísasteik..................... 998 998 kr. kg
Wesson grænmetisolía, 1,42 l .... 489 699 344 kr. kg
Hunts niðurs. tómatar, 411 g ...... 139 159 338 kr. kg
Tresemme sjampó/nær., 2x900
ml ............................................
2.280 2.990 1.267 kr. kg
Findus marmelaði 900 g, 3 teg. .. 299 458 320 kr. kg
Nestlé Honey Nut Cheerios 375
g ..............................................
298 525 795 kr. kg
Krónan
Gildir 28.-31. janúar verð nú áður mælie. verð
Lambaframhryggjarsneiðar ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Lambakótilettur ......................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Lambalærissneiðar .................... 1.669 2.098 1.669 kr. kg
Grísakótilettur............................ 749 1.498 749 kr. kg
Móa kjúklingafillet magnkaup ..... 1.799 2.998 1.799 kr. kg
Goða saltkjöt blandað................ 958 1.198 958 kr. kg
KEA hangikjöt soðið ................... 2.448 3.268 2.448 kr. kg
Krónan Gouda sneiddur, 26%..... 536 824 536 kr. pk.
McV. Digestive kex ..................... 169 299 169 kr. pk.
Nóatún
Gildir 28.-31. janúar verð nú áður mælie. verð
Ungnautalund, erlend ................ 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Ungnautainnlæri, danskt ............ 1.979 3.298 1.979 kr. kg
Ungnautagúllas ......................... 1.648 2.198 1.648 kr. kg
Ungnautasnitsel ........................ 1.898 2.398 1.898 kr. kg
Ungnautafille ............................ 2.898 3.898 2.898 kr. kg
Ungnauta Rib Eye ...................... 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Ungnautahakk........................... 998 1.398 998 kr. kg
Ungnautaborgari, 90 g ............... 99 159 99 kr. stk.
Ísl. m. kjúklingalundir................. 1.799 2.999 1.799 kr. kg
Þín verslun
Gildir 28. janúar - 3. febrúar verð nú áður mælie. verð
Ísfuglskjúklingur heill ................. 682 975 682 kr. kg
Maggi súpa aspastvenna............ 195 275 195 kr. pk.
Quaker Havre Fr. morgunk., 375g 525 625 1.400 kr. kg
Weetos heilhveitihringir, 375 g .... 549 655 1.464 kr. kg
Háls mentól Eukalyptus, 150 g ... 198 269 1.320 kr. kg
Capri Sonne-djús, 5x200 ml....... 349 449 70 kr. kg
Twinings Engl. Breakf. te, 25 stk. . 349 449 14 kr. stk.
Oreo kexkökur Original, 176 g..... 229 298 1.302 kr. kg
Skittles ávaxtahlaup, 195 g ........ 379 519 1.944 kr. kg
Helgartilboð
Nauta- og svínakjöt
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Straumhvörf á fjármálamarkaði
- eftirlit, aðhald og ábyrgð
Morgunfundur á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins
29. janúar 2010 kl. 8-10
Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins
Undanfarna mánuði hafa stjórnvöld unnið að því að bæta regluverk fjármálamarkaðar og
endurmeta hlutverk eftirlitsaðila. Á föstudag mælir efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi til
laga þar sem brugðist er við þeim ábendingum sem fram hafa komið um auknar valdheimildir
eftirlitsaðila, ábyrgð stjórnenda fjármálafyrirtækja og virkari takmarkanir á áhættu og
hagsmunatengslum. Á þessum morgunfundi ráðuneytisins er ætlunin að kynna nýtt regluverk á
fjármálamarkaði, hlutverk eftirlitsstofnana, Seðlabanka, Bankasýslu og annarra aðila sem gæta
hagsmuna almennings í þessum mikilvæga málaflokki.
8:00 Húsið opnað
8:15 Endurbætur á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
8:30 Framfaraskref
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands
8:45 Ný verkefni - nýjar áherslur í eftirliti með fjármálastarfsemi
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins
9:00 Uppbygging fjármálamarkaðar og atvinnulífs á forsendum samkeppni
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
9:15 Framkvæmd eigendastefnu ríkisins
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins
9:30 Eftirlit með skuldaaðlögun einstaklinga og fyrirtækja
María Thjell, formaður eftirlitsnefndar um sértæka skuldaaðlögun
9:45 Krafan um jafnræði, gegnsæi og sanngirni
Brynhildur Georgsdóttir, umboðsmaður viðskiptavina Arion banka
10:00 Fundi slitið
Fundurinn er öllum opinn.