Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 23

Morgunblaðið - 28.01.2010, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Skeggið fékk að fjúka Veitingamennirnir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson hétu því í fyrravor að raka sig ekki fyrr en stýrivextir Seðlabankans lækkuðu niður í eins stafs tölu. Það gerðist í gær og mættu þeir félagarnir undir eins í rakstur upp í Seðlabanka. Eftir marga fúlskeggjaða mánuði er ekki ólíklegt að þeim hafi brugðið að sjá sjálfa sig – og hvor annan – skegglausan. Golli Í FRÉTTATÍMA Ríkisútvarpsins í fyrra- kvöld var því haldið fram að yfirlýsingar ís- lenskra ráðamanna nokkrum dögum eftir fall íslensku bankanna, sem lutu að því hvort og hvernig erlendir inni- stæðueigendur Ice- save-reikninga væru tryggðir með fjármuni sína, kynnu að skuldbinda íslenska ríkið. Í frétt RÚV um þetta var vitnað til ummæla Þórdísar Ingadóttur dós- ents um að ummæli þjóðhöfðingja, forsætis- og utanríkisráðherra skuld- bindi ríki þeirra og að tilteknar yf- irlýsingar ráðamanna hér gætu falið í sér skuldbindingu fyrir íslenska ríkið óháð túlkun á tilskipun Evrópusam- bandsins um Tryggingasjóð inni- stæðueigenda og fjárfesta. Erfitt var að skilja frétt RÚV, sem byggði á sjónarmiðum Þórdísar um þessi efni, öðruvísi en svo að hugs- anlega hefðu þáverandi forsætisráð- herra og ríkisstjórn, með yfirlýsingu og fréttatilkynningu, í raun fellt þær fjárskuldbindingar á íslenska ríkið sem þrefað hefur verið um á Alþingi nú mánuðum saman og sem lagðar verða í dóm þjóðarinnar í þjóðar- atkvæðagreiðslu á næstunni. Ef þetta væri rétt liggur beint við að spyrja, af hverju var ríkisstjórnin, sem hefur lýst sig fylgjandi því að Íslendingar verði látnir taka hinar svokölluðu Ice- save-skuldbindingar á sig, að þybbast við að koma málinu í gegnum Al- þingi? Ef íslenskir ráðamenn voru löngu búnir að skuldbinda okkur með yfirlýsingum sínum var varla nokkur þörf til þess? Og hvers vegna er þá ríkisstjórnin að vandræðast með þjóðaratkvæðagreiðsluna sem halda þarf í kjölfar synjunar forseta Íslands á staðfestingu laganna um þetta sem ríkisstjórninni tókst loks að knýja í gegnum þingið? Ef marka má þær hugleiðingar sem skilja mátti af frétt RÚV er þetta allt saman óþarft þar sem íslenska ríkið tók á sig, með bindandi hætti þannig að ekki verður undan því vikist, allar Icesave- skuldbindingarnar með frétta- tilkynningu ríkis- stjórnarinnar í október 2008. Hér hlýtur að vera einhver misskilningur á ferð. Að íslenskum stjórnskipunarrétti þurfa ríkisstjórn og ráðamenn, handhafar framkvæmdavaldsins, að afla sér heimildar hjá Alþingi Íslendinga fyrir hverri fjárskuld- bindingu sem ríkið er látið takast á hendur. Þess vegna eru alþjóðlegir samningar sem eiga að hafa réttaráhrif gagnvart Íslandi og íslenska ríkinu lagðir fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar en ekki lát- ið sitja við að t.d. utanríkisráðherra jánki samningnum í samtali við er- lenda kollega sína. Einhverjar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna eða sjónarmið sem fram koma í fréttatilkynningum, minn- isblöðum eða símtölum hérlendra ráðherra við erlenda kollega sína eða aðra geta ekki fellt fjárskuldbind- ingar á íslenska ríkið nema til þess standi lagaheimild. Þetta gildir óháð öllum ágreiningi sem fyrir hendi er um hvernig skuli túlka tilskipanir Evrópusambandsins um innistæðu- tryggingar. Lögfræðilegan ágreining um þýðingu þeirra reglna ber að mín- um dómi að leggja fyrir dómstól til úrlausnar og heimild fyrir ríkissjóð til að greiða eða ábyrgjast kröfur er- lendra innistæðueigenda Icesave- reikninga ber að afgreiða á Alþingi við Austurvöll eftir að slík úrlausn er fengin. Eftir Heimi Örn Herbertsson »… af hverju var rík- isstjórnin, sem hefur lýst sig fylgjandi því að Íslendingar verði látnir taka hinar svokölluðu Icesave-skuldbindingar á sig, að þybbast við að koma málinu í gegnum Alþingi? Heimir Örn Herbertsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Eru yfirlýsingar ráða- manna æðri Alþingi? OKKUR fýsir að svara nokkrum stað- hæfingum sem komu fram í fréttaskýringu Steinþórs Guðbjarts- sonar í Morg- unblaðinu hinn 15. desember 2009. Þar ræðir hann við Svan- dísi Ingimund- ardóttur, skólamálafulltrúa Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem réttlætir niðurskurð sem skólarnir þurfa að takast á við rétt eins og aðrir í samfélaginu. Staðhæfingar sem fram koma í greininni þarfnast frek- ari skýringa. Við bendum á að skólarnir eru reknir af sveitarfélögunum og það sem fer þar fram er að miklu leyti á þeirra ábyrgð. Sveitarfélögin tóku við grunnskólanum af ríkinu 1996. Rökin voru þau að grunnskólinn væri „nærþjónusta“ og að sveitarfélögin væru betur í stakk búin til að bæta þjónustuna en ríkið. Greinilegt er að Svandís telur að stefna sveitarfélaganna hafi brugðist að einhverju leyti. Ýmsu var breytt og metnaður lagður í að bjóða upp á bestu mögulega þjónustu við foreldra og nemendur. Þetta var ákvörðun sveitarfélaganna. Í góðærinu lögðu sveitarfélögin áherslu á: einsetinn skóla, heitan mat í há- deginu með uppbyggingu mötuneyta, einstaklingsmiðað nám, skóla án að- greiningar, áætlun gegn einelti, at- ferlismeðferð, skóla í heimabyggð, frístundastarf fyrir börnin, viðbygg- ingar og íburðarmiklar skólabygg- ingar í nýjum hverfum. Rangfærsl- urnar í fréttaskýringunni eru þannig að líklegt er að þær eigi að milda áhrif niðurskurðar á foreldra- samfélagið með því að skella skuld- inni á starfsmenn sveitarfélaganna. Niðurstaðan er sú að skólakerfið sé of dýrt og árangur ekki í samræmi við kostnað. Svandís nefnir að með því að beita „árangursríkari kennsluaðferðum sé hægt að lækka útgjöld til mennta- mála um allt að 30% án þess að minnka gæði og umfang kennslu“. Hér hefði verið upplýsandi fyrir les- endur að fá örlitla innsýn í hvaða kennsluaðferð er gædd þeim eig- inleikum að lækka kostnað um þriðj- ung. Samkvæmt greininni kostaði hver nemandi 1.154 þúsund krónur árið 2008, 927 þúsund krónur 2004 og með því að beita árangursríkari kennsluað- ferðum, án þess að minnka gæði og umfang kennslunnar, væri hægt að koma kostnaði per nemanda niður í 807 þúsund krónur. Ekki á að skerða framlög til kennslu nemenda með ann- að móðurmál og fatlaðra nemenda þó fækka eigi kennurum, stuðnings- fulltrúum, skólaliðum, fjölga í bekkj- um og skera niður kennslumagn. Þetta þýðir að um verulegan niðurskurð verður að ræða hjá öðrum nemendum. Svandís segir að á Íslandi séu hlut- fallslega fæstir nemendur á hvert stöðugildi miðað við nágrannalöndin. Þetta þarf engum að koma á óvart. Samkvæmt skýrslu OECD á það sama við um sveitarstjórnarmenn. Þar eru hlutfallslega færri íbúar á bak við hvern en víðast hvar annars staðar í heiminum. Viðlíka staðreyndum hefur verið kastað fram um lögregluþjóna, lækna, þingmenn, ráðherra o.s.frv. En til áréttingar, þá eru 20% skóla á land- inu með 50 nemendur eða færri og 30% skóla eru með 100 nemendur eða færri. Með öðrum orðum þá er helm- ingur íslenskra grunnskóla svokallaðir „fámennir skólar“. Ísland er strjálbýlt og þar af leiðandi nýtast stöðugildi illa. Annað atriði sem Svandís nefnir er að ekki hafi verið færðar sönnur á að fá- mennir bekkir skili betri árangri en fjölmennir. Við bendum á niðurstöður rannsókna í STAR-verkefninu sem sýna að árangur í lestri og stærðfræði á yngsta stigi grunnskólans sé betri hjá nemendum í minni bekkjum en stærri og skili sér áfram þótt fjölgað sé í bekkjum á miðstigi (http://www.her- os-inc.org/star.htm). PISA-rannsóknin hefur um all- nokkurt skeið verið svipa á íslenskum grunnskólum. Umræðan nær þó aldr- ei að verða málefnaleg. Rannsókn- arniðurstöðum ber að taka með fyr- irvara um forsendur. Nefna má að niðurstöður PISA fóru niður á meðan úrvalsvísitalan fór upp. Til þess að lönd séu samanburðarhæf á þann hátt, sem notaður er í fréttaskýring- unni, þarf skólastefnan að vera svip- uð. Hugmyndafræði skólastefnu sveit- arfélaganna má líkja við skemmti- skokkið í Reykjavíkurmaraþoninu. Allir með og markmiðið að komast á leiðarenda á eigin forsendum. Þessi hugmyndafræði er kennd við ein- staklingsmiðað nám. Hún er óskýr og hefur valdið misskilningi og óöryggi hjá mörgum kennurum sem halda að þeir þurfi að sinna hverjum ein- staklingi þannig að hver og einn sé í sjálfsnámi og kennarinn verkstjóri í stað þess að kenna á fjölbreyttan hátt hópi þar sem hver og einn lærir á eig- in forsendum þótt allir fari í gegnum sama efni á sama tíma. Á sínum tíma töldum við varhugavert að krefjast þess að teknir yrðu upp kennsluhætt- ir sem byggðust á óljósri hug- myndafræði sem var lítt studd af rannsóknum. Að auki er hún dýr í framkvæmd. Sveitarfélagið okkar mótaði þá skólastefnu sem við vinnum eftir. Ef stjórnendum þess finnst að stefnan hafi mistekist þá verða þeir að glíma við þann vanda. Kennarar eru opnir fyrir vitrænum tillögum um hvernig hægt er að bæta enn frekar skólastarf á Íslandi en hafa skal í huga að börnin eru framtíðin og menntun þeirra fer fram í dag en ekki á morgun. Eftir Jórunni Páls- dóttur og Mar- gréti Ásgeirs- dóttur »Hlutverk skóla er fyrst og fremst að mennta börn. Var- hugavert er að beita flöt- um niðurskurði á þann þátt eins og sveitarfélög virðast einblína á. Jórunn Pálsdóttir Jórunn Pálsdóttir, B.Ed., Dipl. Ed. í upplýsingatækni, og Margrét Ás- geirsdóttir, B.Ed., M.Ed. í kennslu- fræði og skólastarfi, eru kennarar við fjölmennasta barnaskóla í Reykjavík. Um niðurskurð í grunnskólum Margrét Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.