Morgunblaðið - 28.01.2010, Síða 38
38 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
...OG ÞANNIG
EYDDI ÉG DEGINUM
MÉR FINNST ÓTRÚLEGT AÐ
ÞÚ HAFIR HLUSTAÐ Á MIG!
HVAÐ?
ÁTTU VIÐ AÐ ÞETTA
SÉ EKKI MARTRÖÐ
ÉG FRÉTTI
AÐ ÞÚ ÆTTIR
ERFITT MEÐ
LESTUR
JÁ, ÉG
GÆTI ÞURFT
GLERAUGU
ÉG
EFAST
UM ÞAÐ
AUGNLÆKNIRINN MINN
SAGÐI AÐ FÓLK SEM LES
HÆGT EIGI SJALDNAST VIÐ
AUGNVANDAMÁL AÐ STRÍÐA
ÞETTA ER ÞAÐ FALLEGASTA
SEM NOKKUR MAÐUR HEFUR
SAGT VIÐ MIG
PABBI ÞINN KOM
SEINT HEIM AF
KRÁNNI Í GÆR OG SVAF
ÚR SÉR Á GÓLFINU
ER HANN
ÞESS VEGNA
SVONA
ÖNUGUR
JÁ... HANN HEFUR FARIÐ VITLAUSU
MEGIN FRAM AF GÓLFINU Í MORGUN
VELKOMIN
HVER
ER
ÞETTA,
GULLI?
NÝJA
KÆRASTAN
MÍN, HÚN
MÓNA
HÚN SEGIR
AÐ SUMAR
STELPUR SÉU
HRIFNAR AF
DYRAMOTTUM
KOMDU SÆL!
ÉG HEITI
MOTTI!
ÞESSI
FERÐ VARÐ
ANSI
RÓMANTÍSK
EFTIR ALLT
SAMAN
ÞETTA
VAR
KANNSKI
NAUÐSYN
VIÐ HÖFUM
EKKI VERIÐ
EIN SVO LENGI
AÐ KANNSKI
ÞURFTUM VIÐ
AÐ SPRINGA
TIL AÐ GETA
SLAPPAÐ AF
SAMAN
ÞAU
HLJÓTA
AÐ HAFA
UPPLIFAÐ
ÞETTA
ÁÐUR
VIÐ ÆTLUM AÐ
FÆRA YKKUR YFIR Í
NÆSTU BYGGINGU
ÞAÐ ER
FRÁBÆRT.
SÉRSTAKLEGA
FYRST HÚN
BYRJAÐI Á
RIFRILDI
VERST AÐ
ALLT GISTI-
HEIMILIÐ
HEYRÐI
OKKUR
RÍFAST
VULTURE MÆTTI EINS
OG HANN LOFAÐI...
EN HVAR ER KÓNGU-
LÓARMAÐURINN?
ÉG NÁÐI ANSI GÓÐUM MYNDUM HÉÐAN. ÉG
ÆTLA AÐ REYNA AÐ BREYTA UM SJÓNARHORN
KEMUR EKKI TIL GREINA!
STATTU HÉR OG HALTU ÁFRAM!
Frábærir tónleikar
HINN 21. janúar sl.
voru haldnir tónleikar
til styrktar SÁÁ í
Efstaleiti. Páll Óskar
Hjálmtýsson, Monika
Abendroth ásamt
strengjasveit og Sigrún
Hjálmtýsdóttir fluttu
frábæra dagskrá, sann-
kallaðir gleðigjafar og
gáfu alla sína vinnu.
Tónleikagestir fylltu
salinn og vil ég þakka
listamönnum, áheyr-
endum og starfsfólki
Vonar þetta eft-
irminnilega kvöld en þeirra framlag
lagði góðan styrk til hjálpar starfi
SÁÁ sem eru sannkölluð mannrækt-
arsamtök.
Hugheilar þakkir,
Jón Helgi Hálfdanarson
Icesave – þjóðaratkvæða-
greiðsla
ÉG spyr eins og vafalaust margir
aðrir meðlimir hinnar íslensku þjóð-
ar. Hverju halda þessir háttvirtu al-
þingismenn, sérlega forystumenn
þing- og stjórnmálaflokka, að þjóðin
sé að leita eftir með kröfu sinni um
þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi Ice-
save-samninginn? Hún vill réttláta
lausn á málinu – ekkert raus og enga
frekari rellu. Hættið þessu sífellda
rövli; sendið ei þessa svartnætt-
isspekúlanta í sjónvarp og fréttablöð,
ausandi yfir þjóðina
slíkum heimsendafull-
yrðingum að hið hálfa
væri nóg. Þeir eru allir í
góðu starfi, öðruvísi en
fólkið sem þið eigið að
vera að vinna fyrir, og
því óþarft að veita þeim
aukbitlinga. Þeir segja
hvort eð er fátt af viti.
Við (íslenska þjóðin)
greiðum ekki atkvæði
um hver eða hverjir
helstu grægispúkarnir
voru, sem komu þjóð-
inni í þennan vanda. Ís-
lenskir dómstólar sjá
um það. Við greiðum at-
kvæði til þess að láta í ljós vanþóknun
með þessa algjöru samninsgleysu og
afleiðingar hennar, sem stjórnendur
vilja leiða yfir okkur. Okkur er sama
um vinnuhópinn sem grætur slíkum
krókódílstárum að hann getur ekki
unnið vinnuna sína í tíma og ofan á
allt saman ætlar að gefa þar með
gullið tækifæri til frekari tafa.
„Ekki þætti þetta góður grautur í
minni sveit.“ Hættið að rövla – farið
að vinna fyrir okkur; takið afstöðu;
finnið úrræði okkur í hag; skapið at-
vinnu fyrir þjóðina; hættið að riðlast á
öryrkjum og öldruðum. Ef þið gerið
það er jafnvel mögulegt að við kjós-
um ykkur aftur og sæmum ykkur
kannski Fálkaorðu fyrir góð störf.
Einar Tjörvi Elíasson.
Ást er…
… þegar þögnin getur
verið særandi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, vatns-
leikfimi í Vesturbæjarl. kl. 10.50, prjóna-
kaffi kl. 13, bókm.klúbbur kl. 13.15.
Árskógar 4 | Handav./smíði/útsk. kl.
9, boccia kl. 9.30 leikfimi kl. 11, helgi-
stund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 | Hjúkrunarfr. kl. 10,
bókabíll kl. 11.15, dansh. kl. 13.30, sam-
verustund, sr. Bjarni Karlsson kl. 15.15.
Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara, Rvk. | Brids kl. 13.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05/9.55, málm/silfursmíði kl. 9.30,
bókband kl. 13, myndlistarh. kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handav.
kl. 9, ganga kl. 10, brids kl. 13, línudans
kl. 16.30, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vinnustofur Jónshúsi kl. 9, námsk. í
málun hefst kl. 9., gönguh. kl. 11, vatns-
leikf. kl. 12, karlaleikfimi og handavinna
kl. 13, botsía kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund
kl. 10.30, sr. Svavar Stefánsson, vinnu-
stofur op. frá hád., myndlist fellur nið-
ur, líkamsr. í World Class kl. 13. Á morg-
un kl. 10 prjónakaffi, stafganga kl.
10.30.
Furugerði 1, félagsstarf | Trésmiðja kl.
9, handav. kl. 13.
Hraunbær 105 | Handav. kl. 9, postu-
lín, boccia kl. 11, félagsv. kl. 13.30.
Hraunsel | Rabb kl. 9, qI-gong kl. 10,
leikfimi kl. 11.20, gler kl. 13, píla/
félagsv. kl. 13.30, vatnsleikf. kl. 14.10.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10,
hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Hringborð kl. 8.50,
Stefánsganga/listasmiðja kl. 9, Þegar
amma var ung kl. 10.50. Sönghóp. Hjör-
dísar Geirs kl. 13.30, línud. kl. 15. Sýn-
ing Geirharðs Þorsteins. Skrán. á þorra-
blót 5. feb., s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17.
Kennarahúsið | Fundur í Kennarahús-
inu fim. 28. jan. kl. 14 um lestur um jól-
in.
Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund/spjall/léttar æfingar kl. 10, hand-
verks- og bókastofa op. kl. 13, botsía kl.
13.30, þjóðlagastund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Handavinna/leirnámsk.
kl. 9, botsía kl. 10, smíðast. opin.
Vesturgata 7 |
Fastir liðir. Þorrablót verður 5. febrúar
með þorrahlaðborði og skemmtun.
Veislustjóri verður Óskar Pétursson
Álftagerðisbróðir og Sigurgeir við flyg-
ilinn, Karlakórinn KKK syngur undir
stjórn Gylfa Gunnarssonar, Jóhannes
eftirherma, fjöldasöngur og Guðmundur
Haukur syngur og leikur fyrir dansi,
happdrætti. Uppl. í síma 535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, postulín, morgunstund kl. 9.30,
botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30,
handavinna kl. 13, brids frjálst, stóla-
dans kl. 13.15.
Burns-kvöldverðurinn vaktinokkra athygli meðal ljóða-
unnenda og barst Vísnahorninu er-
indi Burns:
„Some hae meat and canna eat,
And some would eat that want it;
But we hae meat, and we can eat,
Sae let the Lord be thankit.“
Stephan G. Stephansson þýðir
það þannig:
Einn hefur lyst, en á ei ket,
og annar ket, en missti lyst –
fyrst ég hef ket og étið get,
ég játa að lán mig ei setti yst.
Og í ljóðabók Káins:
Einn hefur ket en ekkert étið getur,
annar éta óspart má
en ekkert ketið hefur sá.
Ingólfur Ómar Ármannsson
gerði þorravísu í fyrra, en þá var
árferðið annað:
Yggldur þorri ýfir brá
öskrar norðanhríðin;
nú er foldin földuð snjá
fimbulköld er tíðin.
Á vísnavef Skagfirðinga má finna
fjölmargar þorravísur, þar á meðal
eftir Eðvald Halldórsson (f. 1903, d.
1994):
Þorri rymur, gustar gátt
glugga finnur, málar rósum.
Rastar heiminn heiðið blátt
háfext brim af norðurljósum.
Og svo má finna þar gamlan hús-
gang:
Eg langsemi á mér finn
oft í myrkri svörtu.
Þegar kemur Þorri minn
þá skal hátta í björtu.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af þorra og lyst á keti