Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar tónlistarskólanna í Lang- holtskirkju kl. 16 nk. laugardag verður meðal annars boðið upp á geimskot, nýtt íslenskt tónverk og einleik grunnskólanema í tromp- etkonsert eftir Joseph Haydn. Íslenska tónverkið er Ævintýri eitt ég veit, eftir Snorra Sigfús Birgisson, geimskotið er verkið Lift off eftir Russell Peck, en í því er líkt eftir hljóðheimi geimskips, og einleikarinn ungi er Baldvin Odds- son, aðeins fimmtán ára. Einnig verður flutt Sinfónía nr. 5 eftir Mendelssohn. Hljómsveitarstjór- arnir eru Daníel Bjarnason og Pét- ur Grétarsson sem skipta með sér verkum. arnim@mbl.is Geimskot, ævintýri og einleikur Fimmtán ára einleik- ari í trompetkonsert Einleikari Baldvin Oddsson ásamt stjórnandanum Daníel Bjarnasyni. SAGT var frá fyrirhuguðum tónleikum þeirra Auðar Haf- steinsdóttur fiðluleikara og Önnu Guðnýjar Guðmunds- dóttur píanóleikara á Myrkum músíkdögum í Morgunblaðinu í gær, en sá hængur var á að rangt var farið með tónleika- dag. Rétt er í þeim efnum að tónleikar þeirra Auðar og Önnu Guðnýjar verða á Kjar- valsstöðum í hádeginu á morg- un, föstudag, og hefjast kl. 12.10. Á dagskrá tónleikanna eru verk fyrir fiðlu og píanó eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Nordal og Karl O. Runólfsson. Tónlist Fiðla og píanó á Kjarvalsstöðum Auður og Anna Guðný RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um ímyndir Íslands og Norðursins í ReykjavíkurAkademíunni, ÍNOR, og Reykjavíkur- Akademían hrinda af stað fyr- irlestraröð á föstudaginn þar sem fjallað verður um sjálfs- mynd Íslendinga og ýmsum spurningum velt upp. Guðmundur Oddur Magn- ússon, prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Ís- lands, ríður á vaðið með fyrirlestur um táknmynd- ir þjóðarinnar – þá og nú, en fyrirlestur hans verður í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá 12 til 13.30 næstkomandi föstudag. Þjóðfræði Táknmyndir þjóð- arinnar – þá og nú Guðmundur Oddur Magnússon FORLAGIÐ hefur gefið út að nýju bókina Ertu viss? en í henni fjallar sálfræðiprófess- orinn Thomas Gilovich um skynsemi og skynsemisbresti í daglegu lífi, bregður ljósi á ranghugmyndir af ýmsu tagi og skoðar vafasamar hug- myndir fólks um smá- skammta-, náttúru- og hug- lækningar og dulsálfræðileg fyrirbæri. Einnig bendir hann á hvernig fólk geti bætt mat sitt á upplýsingum. Ertu viss? kom fyrst út 1995 í þýðingu Sigurðar J. Grétarssonar sálfræðiprófessors, en hefur verið ófáanleg í áraraðir. Bókmenntir Rangar og vafa- samar hugmyndir Ertu viss? kemur út að nýju Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is RAFÓPERAN Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson verður frumsýnd á Myrkum músíkdögum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, næstkom- andi laugardag. Óperan, sem ætluð er ungu fólki, fjallar um dauðann, en handritið er unnið upp úr Móður- inni, sögu H.C. Andersen, og Far- fuglum, ljóðabók Rabindranath Ta- gore. Messíana Tómasdóttir, sem samdi handritið, segir að vinna að verkinu hafi hafist fyrir um tveimur árum, en þá óskaði hún eftir því við Hilmar að hann semdi óperu fyrir Strengjaleikhúsið, en handritið hafi síðan orðið til þegar hún dvaldi í París í tvo mánuði. „Handritið hjá mér varð miklu lengra en endanleg gerð, enda notar Hilmar nokkuð af endurtekningum svo ég tók út allt sem sem ekki var beinlínis að segja söguna. Vissulega var margt af því fallegt og gaman að hafa en eftir varð hreinni og betri saga.“ Eins og getið er í upphafi er óper- an samin með unglinga í huga, en í raun ætluð öllum frá áttunda bekk og upp úr, enda er viðfangsefnið býsna veigamikið svo ekki sé meira sagt: Dauði og söknuður. „Dauðinn er ríkur þáttur í lífi unglingsins en hann er svo einn með þessa glímu sína við þessar erfiðu tilfinningar; barnið fær huggun hjá foreldrunum, en unglingurinn geymir og bælir til- finningarnar innra með sér,“ segir Messíana og bætir við að hún hafi gengið með þessa hugmynd í tutt- ugu ár. „Móðirin eftir H.C. Andersen fjallar reyndar um móður sem miss- ir ungt barn sitt en Farfuglinn hjá okkur er unglingsstúlka sem gerir unglingum auðveldara að setja sig í sömu spor. Í gegnum ljóð Tagores náum við síðan einhverskonar sátt við dauðann. Víst verður maður aldrei algerlega sáttur en við náum því samt; þeir eru sem eru farnir skilja eitthvað eftir sig, skilja eftir sig minningar sem við njótum. Við sýnum þetta mjög skýrt í lokaatrið- inu því þó að hún sé ósátt og falli aft- ur og aftur í sama sorgarfarið finnur hún síðan að hún er ekki búin að missa allt, hún á minninguna eftir.“ Nýstárleg rafópera frumsýnd á Myrkum músíkdögum Dauði og söknuð- ur farfuglsins Farfuglinn Atriði úr rafóperunni Farfuglinn eftir Hilmar Þórðarson og Messíönu Tómasdóttur. Óperan er ætluð ungu fólki og fjallar um dauðann. Í HNOTSKURN »Farfuglinn verður frumsýndí Salnum kl. 17 nk. laug- ardag á Myrkum músíkdögum. »Skólasýningar í framhaldinu1., 2., 3. og 4. febrúar á veg- um Tónlistar fyrir alla í Kópa- vogi og opin kvöldsýning 8. »23., 24. og 25. febrúar verðasvo sýningar í Gerðubergi á vegum Tónlistar fyrir alla. Á STOKKALÆK á Rangárvöllum reka hjónin Inga Ásta og Pétur Haf- stein tónlistarsetur, Selið, en til- gangur þess er fyrst og fremst að styrkja unga íslenska nema í klass- ískri tónlist til að efla færni sína og menntun og gefa þeim kost á að iðka tónlist sína í fögru umhverfi. Um næstu helgi verður haldin þar sannkölluð sönghelgi með tónleikum á föstudag og sunnudag. Á föstudaginn kl. 20 heldur Óp- hópurinn óperettukvöld með ein- söng og samsöngsatriðum úr þekkt- um óperum á efnisskránni, en Óp- hópinn skipa þau Bylgja Dís Gunn- arsdóttir sópran, Erla Björg Kára- dóttir sópran, Hörn Hrafnsdóttir messósópran, Jóhanna Héðinsdóttir messósópran, Jón Svavar Jósefsson barítón, Rósalind Gísladóttir messó- sópran og Rúnar Þór Guðmundsson tenór. Antonía Hevesi leikur með hópnum á píanó. Á sunnudaginn kl. 20 halda þau Bjarni Thor Kristinsson bassa- söngvari og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari síðan tónleika í Selinu sem þau nefna Á niðurleið, en á dagskránni verða aríur, ljóð og sönglög sem mörg leita alldjúpt á raddsviðið. Miðapantanir á báða tónleikana eru í síma 487 5512 eða 864 5870, en Selið er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. arnim@mbl.is Menningarsetur á Rangárvöllum Sannkölluð sönghelgi í Selinu á Stokkalæk Óp-hópurinn Býður upp á einsöng og samsöngsatriði úr þekktum óperum á óperettukvöldi í tónlistarsetrinu á Stokkalæk á föstudag. EFTIR því sem rafbók Amazon, Kindle, verður vinsælli vestan hafs eykst þrýst- ingur á útgef- endur að gefa bækur út á raf- rænu sniði. Þetta kom glöggt í ljós þegar bókin Game Change kom út, en hún fjallar um forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum 2008. Game Change kom út á pappír 11. janúar og vakti þegar mikið umtal og athygli, enda skaust hún á topp- inn á sölulista New York Times og líka á toppinn hjá Amazon. Bókin hefur og fengið ágætis dóma og því vekur furðu þegar hún er skoðuð á Amazon að 185 manns hafa þar að- eins gefið henni eina stjörnu. Þegar rýnt er í þær neikvæðu um- sagnir kemur í ljós að fæstir þeirra sem gefa henni svo lélega einkunn hafa lesið bókina, heldur er Kindle- eigendur að láta í ljós gremju sína með það að bókin sé ekki til í raf- rænni útgáfu og ekki væntanleg fyrr en 23. febrúar næstkomandi. Fram til þessa hefur útgefandinn, HarperCollins, haft að sið að seinka rafrænni útgáfu bóka til að draga ekki um of úr sölu á pappírsútgáfum bókanna. Fleiri útgefendur hafa gert slíkt hið sama og ganga jafnvel svo langt að seinka rafrænni útgáfu um fjóra mánuði eða meira. Eftir því sem fleiri kaupa rafbækur eykst þó þrýstingur á útgefendur að gefa bækurnar úr rafrænt jafnharðan, og sumir hafa gert því skóna að vatna- skil verði í þeim málum á þessu ári. arnim@mbl.is Kindle-eigendur sakna bóka Þrýst á útgefendur að gefa bækur út rafrænt og á pappír samtímis Í DAG Kl. 12.10 Píanóverk eftir Klaus Ager í Norræna húsinu. Flytj- endur eru píanóleikararnir Per Rundberg og Selma Guðmunds- dóttir, en Klaus Ager aðstoðar í einu verkanna. Kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Ís- lands flytur Sögusinfóníu Jóns Leifs í Háskólabíói og ný verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Hlyn Aðils Vilmarsson. Stjórnandi er Frank Ollu. Myrkir músíkdagar Ég lagði fiðluna á hilluna þegar ég var þrettán ára og fékk raf- magnsgítar. 44 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.