Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 23. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF HEIMUR HILMARS, NÆRFATNAÐUR UTANKLÆÐA, GULLMOLAR SOFANDI MANNS OG JACKSONNÁMSKEIÐ 6 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FORMENN Vinstri grænna, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks héldu í gær utan til að eiga fund með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda um Icesave. Mikil leynd hvílir á ferðinni en Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis- málanefndar, sagði í gær að tækifæri hefði boðist fyrir fundi með háttsett- um embættismönnum ytra. Frekar væri um að ræða upplýs- ingafund en samningafund en að öðru leyti vildi Árni Þór ekki tjá sig um málið eða það hvort fundað yrði bæði í Bretlandi og Hollandi fyrir heim- komu í kvöld. Samkvæmt heimildum blaðsins mun m.a. standa til að funda með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands. Þá var rætt um það á fundi for- manna flokkanna í stjórnarráðinu í fyrrakvöld að lögð skyldi áhersla á að ná niður vöxtum á Icesave-lánunum, skv. sömu heimildum. Þá herma heimildir blaðsins að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, hafi fallist á að fara í ferðina með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á þeim forsendum að það væri á hreinu gagnvart rík- isstjórninni að þeir myndu ekki hvika frá fyrri afstöðu í þá veru að laga- legar skuldbindingar Íslands væru enn óljósar og að gengið yrði til nýrra samninga með það að leiðarljósi að ís- lenskur efnahagur myndi ekki sligast vegna Icesave. Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, sagði það sæta furðu að full- trúa hennar hefði ekki verið boðið með. Ekki náðist í formennina eða Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Rætt um að vextir á lánunum verði lækkaðir » Funda með Hollendingum og Bretum ytra » Upplýsingafundur fremur en samningafundur » Fundurinn var ákveðinn með stuttum fyrirvara FJÖLDI stuttermabola með merki löreglunnar, líklega á annað hundrað, er enn ófundinn eftir að um 300 bolum var stolið á geymslusvæði DM-flutninga síðasta sumar. Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkislögreglustjóra, en hann sér m.a. um búningamál hjá lögreglunni, segir að bolurinn einn og sér dugi sem ein- kennisklæði lögreglumanns. Hann tekur fram að bolirnir hafi ekki verið fullfrágengnir en kveðst ekki geta greint nánar frá útliti þeirra. Hitt sé ljóst að þeir séu merktir lögreglu. Jónas Ingi kveðst ekki hafa upplýsingar um hversu margir bolir séu ófundnir. „Þetta er eign Sjóklæðagerð- arinnar þar til þeir hafa lokið afhendingu á þessum fatn- aði. Þannig að við erum ekki aðilar málsins vegna þess að þetta er í eigu þeirra.“ Inntur eftir því hvort lögreglan hafi látið almenning vita af þjófn- aðinum, til að fólk geti varast menn sem hugsanlega reyni að villa á sér heimildir, vísar Jónas Ingi til um- fjöllunar fjölmiðla í fyrrasumar. Spurður hvort lögreglan hafi ekki áhyggjur af málinu segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborg- arsvæðinu, svo vissulega vera. „Þess vegna höfum við verið að svipast um eftir þessu og taka boli sem við höf- um fundið. Við höfum ekki hugmynd um hvað þeir eru margir.“ Í gær var ungur maður, sem var tekinn í stoln- um lögreglubol við skemmtistað í vor, dæmdur til að greiða 25.000 króna sekt. | 2 Lögreglubolir enn á lausu Einkennisklæði lögreglu finnast á ýmsum stöðum ÍSLENSKU landsliðsmennirnir stigu sigurdans í Vín í gærkvöld eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik með 35:34 sigri gegn Noregi. Íslenska liðið lék með sorgarbönd vegna andláts systur Gunnars Magnússonar aðstoðarþjálfara liðsins. Tileinkuðu leik- menn liðsins fjölskyldu Gunnars sigurinn. Ísland mætir heims- og ólympíu- liði Frakka á laugardag en liðin mættust í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Peking 2008 þar sem Frakkar höfðu betur. Pólverjar og Króatar mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik á sunnu- dag og tapliðin leika um þriðja sætið. Íslendingar hafa tryggt sér sæti á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið 2011. | Íþróttir KOMNIR Í UNDANÚRSLIT OG MEÐ SÆTI Á HM 2011 Morgunblaðið/Kristinn  Staða margra hafna er erfið um þessar mundir, reksturinn þungur og skuldabagginn stór. Nefnd sem m.a. fjallar um stöðuna hefur verið að störfum undanfarið og skilar af sér til ráðherra á næstunni. Gísli Gíslason, formaður hafna- sambandsins, segir að hafnir með blandaðan rekstur og tekjur af bæði vörugjöldum og aflagjöldum standi þó ágætlega. Talsverðar breytingar hafa orðið síðustu ár á löndun á botnfiski í ein- stökum höfnum. „Í mörgum til- vikum er aflanum landað á þeim stöðum sem liggja best við mið- unum og síðan fer mikil hringekja í gang. Fiskurinn er dreginn lands- horna á milli og ótrúlegt magn af fiski er á þjóðvegunum á hverjum degi,“ segir Gísli. »24 Erfið fjárhagsstaða hjá mörgum höfnum  Rithöfund- urinn J.D. Sal- inger lést í fyrra- dag á heimili sínu í bænum Cornish í New Hampshire, þar sem hann hafði búið sem einsetu- maður í áratugi. Salinger, sem fæddist á nýársdag árið 1919, varð frægur fyrir bók sína The Catcher in the Rye sem talin er eitt af önd- vegisverkum bókmenntasögunnar. Hann tók þó að forðast sviðsljósið skömmu eftir það og þótti ekki ná að fylgja meistarastykkinu eftir. Flosi Ólafsson þýddi bókina og kom hún út árið 1975 undir heitinu Bjargvætturinn í grasinu. »4 Rithöfundurinn J.D. Salinger er allur J.D. Salinger  Umhverfisráðherra staðfesti í gær ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sam- eiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og annarra tengdra framkvæmda. Framkvæmdir við línurnar hefjast þegar orkufyrir- tækin og Norðurál hafa lokið fjár- mögnun verkefna sinna. »14 Framkvæmdir við SV-línur þegar fjármögnun lýkur SKIPULEG kynning á Íslandi sem áfangastað í heilbrigðisferðaþjón- ustu hefst á næstunni. Í upphafi verður lögð áhersla á að nýta betur starfskrafta á læknastofum sem geta bætt við sig verkefnum. Mikil aukning er í heilsu- ferðaþjónustu í heiminum. Íslensk fyrirtæki vilja taka þátt í henni. Þannig eru tvö liðskiptasjúkrahús í undirbúningi. Hingað koma í hverjum mánuði sjúklingar til augnlækna og lýta- lækna. Enn er aðstaðan vannýtt. Pure Health, ferðaþjónustuhluti fyrirtækisins sem undirbýr sjúkra- hús á Ásbrú, vinnur með læknum að því að fá fleiri erlenda sjúklinga til aðgerða og meðferðar á stofunum. Þjónustan verður kynnt í samvinnu við Útflutningsráð Íslands og sendi- ráð erlendis. | 18 Markaðssetja þjónustu læknastofa erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.