Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ÓMAR Stefánsson, formaður bæjar- ráðs Kópavogs- bæjar og oddviti Framsóknar- flokksins í Kópa- vogi, gefur áfram kost á sér í 1. sæti á framboðslista flokksins, í próf- kjörinu sem fram fer hinn 27. febr- úar nk. Ómar Stefánsson vill áfram í 1. sæti PÁLL Hilmarsson, bæjarfulltrúi og forseti bæjar- stjórnar í Garða- bæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista sjálf- stæðismanna í Garðabæ í prófkjöri flokksins sem haldið verður hinn 6. febrúar nk. Páll Hilmarsson vill 1. sæti í Garðabæ ÞÓRODDUR Steinn Skaptason, löggiltur fast- eignasali, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer á morgun, laugardag. Þóroddur sækist eftir 3. sæti í Hafnarfirði ÞORSTEINN Ingi- marsson, iðn- rekstrarfræð- ingur, gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingar- innar í Kópavogi, í prófkjöri flokksins sem haldið verður þann 30. janúar nk. Þorsteinn stefnir á 2. sæti í Kópavogi RAGNAR Sverr- isson, kaupmaður og formaður Kaupfélags Ak- ureyrar, gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar á Akureyri í prófkjöri flokksins sem fer fram dagana 29. og 30. janúar. Ragnar Sverrisson vill 4. sæti á Akureyri GÍSLI Ó. Valdi- marsson, verk- efnastjóri og bæj- arfulltrúi, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Hafnarfirði hinn 30. janúar nk. Gísli er með meistarapróf í byggingarverk- fræði. Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylk- inguna. Gísli Ó. Valdimarsson stefnir á 3. sætið FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MEÐ úrskurði umhverfisráðherra um að ekki skuli fara fram sameig- inlegt umhverfismat á Suðvest- urlínum og öðrum framkvæmdum sem henni eru háðar og eru á sama svæði er lokið vinnu við umhverf- ismat á raflínunum sem staðið hef- ur frá árinu 2005. Ekki er þar með sagt að framkvæmdir við línuna fari strax á fullt. Það er háð því að þeir sem ætla að nota línuna séu tilbúnir til að ráðast í fram- kvæmdir, en áður en það gerist þurfa bæði orkufyrirtækin og Norðurál að ljúka endanlegri fjár- mögnun verkefna. Með byggingu SV-lína er fyr- irhugað að endurnýja raforkuflutn- ingskerfið frá Hellisheiði að Geit- hálsi og Hafnarfirði og áfram út á Reykjanes. Að mati Landsnets, sem rekur flutningskerfið, er brýn þörf á því að endurnýja kerfið. Framkvæmdinni er bæði ætlað að bæta rekstraröryggi á svæðinu og að þjóna nýjum orkunotendum. Ljóst er að ekki verður farið í verk- efnið nema þeir sem ætla að nýta orkuna séu tilbúnir að fara í fram- kvæmdir. Þar skiptir álver Norður- áls í Helguvík mestu máli, en einn- ig fyrirhugað gagnaver Verne Holding og kísilverksmiðja í Helguvík. Framkvæmdir við álver- ið og gagnaverið eru hafnar en eftir er að klára endanlega fjármögnun. Búið er ljúka umhverfismati vegna kísilverksmiðjunnar. Orkufyr- irtækin eiga líka eftir að ljúka fjár- mögnun virkjana sem fara þarf út í. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að fyrirtækið muni næstu daga ræða við fyr- irtækin sem ætli að nota raflínuna. Hönnun línunnar hafi verið sett á ís vegna deilu um umhverfismatið. Þórður segir að framhaldið ráðist síðan af svörum frá fyrirtækjunum. Vildu sameiginlegt mat Náttúruverndarsamtök hafa ekki verið sátt við það hvernig staðið hefur verið að umhverf- ismati sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum. Þau hafa lagt mikla áherslu á að álverið og fram- kvæmdir sem því tengjast verði metin sameiginlega. Landvernd kærði málið árið 2008 og taldi að ál- verið og virkjanir ætti að meta sameiginlega. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, fyrrverandi umhverf- isráðherra, úrskurðaði að ekki ætti að fara fram sameiginlegt mat. Landvernd, Náttúruvernd- arsamtök Íslands og Græna netið báru fram nýja kæru á síðasta ári og kröfðust þess að álverið og lagn- ing SV-lína yrðu metin sameig- inlega. Skipulagsstofnun hafnaði erindinu sl. vor, en málið var kært til ráðherra. Umhverfisráðherra vísaði málinu aftur til Skipulags- stofnunar með úrskurði 29. sept- ember sl. á þeirri forsendu að málið teldist ekki nægjanlega upplýst. Skipulagsstofnun tók málið fyrir að nýju og komst að sömu niðurstöðu og áður að ekki ætti að fara fram sameiginlegt mat. Ráðherra stað- festi svo þá niðurstöðu í gær. Í tilkynningu umhverfisráðherra kemur fram að meðal annars liggi ekki fyrir upplýsingar um fleiri en eina fyrirhugaða matsskylda fram- kvæmd sem séu á sama svæði eða háðar hver annarri. Kærendur nefna að ýmis áform sé uppi um virkjanir sem tengst gætu Suðvesturlínum, en ráðu- neytið telur þau áform ekki vera nægilega skýr eða mótuð til að lagastoð sé fyrir því að kveða á um sameiginlegt mat umhverfisáhrifa þeirra og Suðvesturlína. „Þegar hefur verið tekin ákvörð- un um mat á umhverfisáhrifum nokkurra framkvæmda sem kæru- aðilar vísa til og telja að tengist Suðvesturlínum. Er það mat ráðu- neytisins að lögin geri einungis ráð fyrir að slíkt mat fari fram einu sinni. Þar sem umhverfismat við- komandi framkvæmda er ýmist af- greitt eða á lokastigum sé réttmætt að framkvæmdaaðilar geti vænst þess að umhverfismat haldi áfram í sama farvegi og þegar hefur verið markaður. Á þetta til dæmis við um stækkun Reykjanesvirkjunar, ál- ver í Helguvík, kísilmálmverk- smiðju í Helguvík, Bitruvirkjun, Hverahlíðavirkjun og jarðhitanýt- ingu við Gráuhnúka,“ segir í til- kynningu. Fimm ára ferli lokið  Framkvæmdir við SV-línur hefjast þegar þeir sem ætla að nota línuna hafa lok- ið fjármögnun við verkefni sín  Ekki fer fram sameiginlegt umhverfismat Í HNOTSKURN » Með SV-línum verða reist-ir u.þ.b. 152 km af loftlín- um auk endurnýjunar á um 19 km af endurnýjuðum línum í meginflutningskerfinu. » Núverandi háspennulínur,alls 97 km af loftlínum, verða rifnar niður og fjar- lægðar. » Háspennulínurnar liggjaum 12 sveitarfélög á svæð- inu og snerta einnig alls um 150 landeigendur, bæði ein- staklinga, félög og opinbera aðila. Umhverfisráðherra staðfesti ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skyldi fara fram sameig- inlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlína og annarra fram- kvæmda. Núverandi línur Núverandi línur sem á að rífa Núverandi tengivirki Framtíðar línur Framtíðar jarðstrengir Möguleg tengivirki Suðvesturlínur Garður Reykjanesbær Grindavík Hafnir Þorlákshöfn Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Álftanes Hamranes Hrauntungur Geitháls Sandskeið Kolviðarhóll Hverahlíð Fitjar Svartsengi Reykjanes Njarðvíkurheiði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fagnar mjög ákvörð- un umhverfisráðherra. Nú sé búið að ryðja úr vegi síðustu hindrun- inni fyrir því að hægt sé að fara á fulla ferð með framkvæmdir í Helguvík. „Nú eru bara eftir formsatriði varðandi orkusamninga. Þannig að við erum þá komin á beinu braut- ina,“ segir Árni. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir ákvörðun umhverfisráðherra vera vonbrigði og hann hafi vonast til þess að niðurstaðan yrði önnur. Þá segir Árni ráðuneytið snúa út úr meginröksemdum NSÍ, að sameig- inlegt mat framkvæmda sé grund- völlur þess að almenningur geti átt þann aðgang að mats- og leyf- isveitingaferlinu sem lögum um mat á umhverfisáhrifum sé ætlað að tryggja. Árni bendir á úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur frá 2008 um framkvæmdir vegna ál- vers á Bakka. „Ég hélt að það myndi setja staðalinn og hefði haldið að þessi umhverfisráðherra myndi gera það sama.“ Fagna og harma ákvörðun umhverfisráðherra PRÓFKJÖR vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor fara fram á sex stöðum nú um helgina. Flest eru prófkjörin á vegum Samfylkingarinnar en næsta laugardag verður valið í efstu sæti á Samfylkingar- lista í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, á Ak- ureyri og Seltjarnarnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem Samfylkingin býður fram lista á Seltjarnarnesi og mun fara fram forval í sveitarfélaginu að þessu sinni. Einnig verður haldinn forvalsfundur í Kópavogi, þar sem búast má við töluverðri nýliðun í kjölfar þess að tveir núverandi bæj- arfulltrúar flokksins, þeir Jón Júl- íusson og Flosi Eiríksson, gefa ekki kost á sér. Í Reykjavík hófst netprófkjör sl. þriðjudag, þó einnig verði kosið með hefðbundnum hætti á laugardag. Á Akureyri hefst netprófkjör í dag, en prófkjör Samfylkingarinnar á Akur- eyri er opið öllum íbúum sveitarfé- lagsins. Mikil nýliðun hjá Sjálfstæðis- flokki í Hafnarfirði Prófkjör fer einnig fram hjá Sjálf- stæðisflokknum í Hafnarfirði í Víð- istaðaskóla á laugardag. Þar má bú- ast við mikilli nýliðun enda eru tveir af þremur núverandi bæjarfulltrú- um að hætta. Rósa Guðbjartsdóttir bæjar- fulltrúi er sú eina sem býður sig fram en hún og Valdimar Svavarsson sækjast eftir oddvitasætinu sem losnar er Haraldur Þór Ólason hætt- ir í sveitarstjórnmálum. Prófkjör á sex stöðum um helgina Flest á vegum Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Sverrir KOSIÐ verður til sveitar- stjórna hér á landi í maí næst- komandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta frétt- ir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl. Kosningar árið 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.