Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ✝ Hjördís Áskels-dóttir fæddist á Seyðisfirði 5. maí 1960. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. janúar síðastliðinn. Foreldrar Hjördís- ar eru Áskell Hann- esson Egilsson skipa- smiður, f. 28.8. 1938, d. 1.9. 2002, og Svala Halldórsdóttir, f. 13.6. 1942. Núverandi sambýlismaður Svölu er Sigurður Ó. Guð- björnsson, f. 21.3. 1954. Bræður Hjördísar eru Egill, f. 1962, sambýliskona hans er Kol- brún Jónsdóttir, f. 1971, Halldór Ómar, f. 1965, Þórir Guðmundur, f. 1971, eiginkona hans er Hugrún Felixdóttir, f. 1972, Sævar Lárus, f. 1979, eiginkona hans er Dísa Hrönn Kolbeinsdóttir, f. 1979. Eiginmaður Hjördísar er Stefán Traustason, f. á Akureyri 21.8. 1959. Foreldrar hans eru Trausti Adamsson, f. 8.4. 1934, og Monika M. Stefánsdóttir, f. 31.12. 1938. Hjördís og Stefán gengu í hjóna- skyldan og börnin skiptu hana þó mestu máli og svo síðar barnabörn- in þegar þau komu í heiminn. Áhugi Hjördísar á útivist var mikill og fór fjölskyldan í margar góðar útilegur í gegnum tíðina. Þessi ástríða á útiveru og vélsleða- áhugi eiginmannsins varð til þess að hún keypti draumasleðann sinn, saman fóru þau hjónin um víðan fjöll á sleðum sínum. Hún var þekkt fyrir það að gefa vönustu sleðamönnum ekkert eftir í ferðum upp til fjalla. Stóran hluta ævi sinnar barðist Hjördís við erfið veikindi, þrátt fyrir það drógu þau þó aldrei úr ákveðni hennar í að njóta lífsins. Árið 2007 opnaði hún vinnuaðstöðu sína fyrir fólk sem hafði greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Það var henni afar hugleikið að geta aðstoðað fólk í erfiðleikum þess. Stærsti draumur hennar varð að veruleika sumarið 2009 þegar sum- arhús þeirra hjóna var loksins flutt að Steðja í Hörgárdal. Fjölskyldan öll varði miklum tíma þar og leið Hjöddu sjaldnast betur en þegar hún var í sveitinni sinni. Hjördís verður jarðsungin frá Glerárkirkju í dag, föstudaginn 29. janúar, kl. 13.30. Meira: mbl.is/minningar band í Glerárkirkju 28.10. 1988. Þau eiga saman þrjú börn og eru þau: 1) Monika Margrét, f. 1978, sambýlismaður henn- ar Gunnar Árni Jóns- son, f. 1977, fyrir á hún 2 börn, Malenu Mist Ísleifsdóttur, f. 1999, og Jönu Sól Ís- leifsdóttur, f. 2001. 2) Halldór Áskell, f. 1987, kærasta hans Guðbjörg Lilja Gylfa- dóttir, f. 1987. 3) Svala Hrund, f. 1988, sambýlis- maður hennar Jónas Halldór Frið- riksson, f. 1988. Hjördís ólst upp á Akureyri og bjó þar alla tíð. Hún var aðeins 16 ára þegar hún kynntist Stefáni en ekki leið á löngu þar til þau byggðu heimili fyrir fjölskyldu sína í Rimasíðu 6. Hún stofnaði árið 1990 keramikverkstæði sem fékk heitið Keramikloftið og var það henni afar hugleikið. Blómstraði það með tímanum og síðar bættist við gler- og mósaikvinnsla, enda lék allt í höndunum á henni. Fjöl- Elsku Hjödda mín. Frænka, systir, dóttir, vinkona, fyrir mér varstu þetta allt. Þú ert búin að vera svo stór þáttur í mínu lífi. Þú varst fyrsta barnabarn pabba og mömmu og líka fyrsta barnið sem ég kynntist þá níu ára gömul. Síðan passaði ég þig og seinna þegar ég eignaðist mínar stelpur komst þú sem barnapía til mín, og svo þegar Mona þín fæddist þá fékkst þú barnapíu hjá mér, þetta var bara óskrifuð regla. Allt okkar líf saman var skemmtilegt því það er með sanni hægt að segja að í kringum þig hafi ekki verið hægt að vera í vondu skapi og það gustaði af þér. Margt brölluðum við frænkurnar saman, það voru útilegur sem eru ógleymanlegar, við vorum um tíma saman í saumaklúbbi og þá fórst þú á vefnaðarnámskeið og ófst þetta líka frábæra töfrateppi sem mikið var hlegið að og haft gaman af. Stebbi þinn fór nú ekki varhluta af uppátækjum okkar og skildi engan undra þó hann hafi stundum verið þreyttur á okkur, en þessi elska lét okkur aldrei finna það. Hann fór með okkur á rúntinn til að leyfa okk- ur að heyra hvernig hægt væri að láta væla í hjólbörðunum og ein- staka þolinmæði sýndi hann okkur alla tíð. Eftir að ég flutti í Mývatns- sveit þá komuð þið nokkrum sinnum á Heimaréttakvöld til okkar og það voru góðar stundir. Farið var á gönguskíði með bakpoka með góð- um mjöð í ef okkur yrði kalt, síðan var sungið og dansað langt fram á nótt. Góða daga áttum við með ykk- ur í nýja sumarbústaðnum ykkar á afmæli Stebba í ágúst. Mikil ástæða var til að gleðjast, bústaðurinn var kominn upp og búið að gera hann kláran til að þið gætuð gist í honum, annað átti að klára eftir efnum og aðstæðum. Ég veit að þarna áttir þú góðan tíma með Stebba þínum en bara alltof stuttan, þú ætlaðir svo sannarlega að njóta þess að eiga bú- stað og talaðir um að líklega flyttir þú bara þangað. Það er svolítið táknrænt fyrir okkur frænkur að síðasti kaffisopinn okkar saman var á Keramikloftinu í desember og þá skvettir þú vel af „grandi“ út í bollann hjá mér og svo spjölluðum við á milli þess sem þú sinntir þínum viðskiptavinum. Þú hafðir það til siðs að bjóða litlu frændsystkinum ykkar Stebba á Keramikloftið í desember til að mála fallega hluti og mikið var gaman að sjá gleðina og listsköpunina sem þar ríkti. Elsku hjartans Hjödda mín, ekki óraði mig fyrir að þessi suðurferð þín myndi enda á þennan hátt og sú tilhugsun að fá ekki fleiri hringingar frá þér er ekki góð, en eins og mál- tækið segir: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Elsku Svala systir, Stebbi, Mona, Halldór, Svala og fjölskyldur, ég sendi ykkur alla mína samúð og bið alla góða engla að vaka yfir ykkur. Minning um frábæra konu lifir og yljar okkur um ókomin ár. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ykkar, Kristín Halldórsdóttir (Gigga.) Elsku systir mín, Hjördís er látin. Ég græt, bæði af gleði og sorg. Af sorg vegna þess að ég hef misst elskulega systur mína og einn minn besta vin. Af gleði yfir því að hafa átt Hjöddu að alla ævi. Hún var einstök manneskja og yndisleg systir. Þau Stebbi hafa í gegnum lífið verið skjól mitt og minna á ýmsan hátt. Hún, sem barðist í nær 20 ár við erfið veikindi, fann sér alltaf tíma til að hlúa að öðrum. Hún reyndist dætr- um mínum afar vel og var oft eins og aukamamma þeirra. Það var gott að koma í kaffi á Keramikið eða Rimas- íðuna, þar mætti manni alltaf bros, faðmlag og knús. Hún umvafði fólk hlýju en lét líka alveg vita af því sem henni mislíkaði, var ekki fyrir væmni og átti það til að stuða fólk með tilsvörum sínum. Margs er að minnast. Útilegurnar margar, samverustundir á Illuga- stöðum um páska, kaffispjall í Rima- síðunni eða Keramikinu og jólin sem ég átti með fjölskyldu hennar, allt ómetanlegt. Hjödda var mjög list- feng og rak um árabil Keramikloftið á Óseyrinni þar sem hún var með keramik-, gler- og mósaíkvinnslu og námskeið því tengd. Hún var mikið fyrir útivist og þau Stebbi eyddu mörgum stundum í slíka hluti t.d. vélsleðaferðir saman á fjöllum. Hún mat fjölskylduna sína, Stebba, börn- in og barnabörnin mikils og hugsaði afskaplega vel um þau öll. Vega- nestið sem krakkarnir fengu hjá for- eldrum sínum var heilbrigt og bera þau öll því glöggt vitni. Húsið þeirra í Rimasíðunni var líka alltaf opið fyr- ir vini krakkanna. Hjödda og Stebbi unnu lengi að því að koma sér upp sumarhúsi í landi Steðja í Hörgárdal. Í fyrra- sumar var mikil gleðistund þegar sá draumur rættist er húsið var sett niður á staðnum. Mörgum stundum hefur verið eytt þar síðustu mánuði. Hjödda og Stebbi hafa í gegnum ár- in staðið einstaklega vel saman. Það var eitthvað sérstakt sem tengdi þau saman. Umhyggja Stebba fyrir henni í veikindunum hefur verið ein- stök, hann var stóri kletturinn henn- ar. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fylgdi henni suður til lækninga og það var einmitt í slíkri ferð sem kallið kom. Þessi síðasta ferð átti að verða lokahnykkurinn í langri bar- áttu við krabbamein. Hún hafði sigr- að þann illvíga sjúkdóm og fjölskyld- an horfði björtum augum til framtíðar. Þessi barátta hafði þó tekið sinn toll og ljóst er að líkaminn fór ekki varhluta af því. Það er erfitt fyrir okkur sem syrgjum að skilja þetta og eftir alla hennar baráttu finnst manni þetta ósanngjarnt. Það er þó sjaldan spurt að sanngirni í líf- inu og ótímabært fráfall yndislegrar systur minnar undirstrikar það að enginn ræður sinni för. Elsku Stebbi, Mona, Halldór, Svala, mamma og ástvinir allir. Megi algóður Guð styrkja okkur á þessum erfiða tíma. Við eigum fjársjóð fal- legra minninga um yndislega konu. Fjársjóð sem við skulum leita í núna til að hjálpa okkur í sorginni, það hefði hún viljað. Ég kveð þig, elsku systir, með litlu ljóði, til þín frá mér. Sofðu elsku systir góð sár er kveðjustund. Á eilífðarinnar alheimsslóð við eigum endurfund. Hafðu þökk fyrir allt og allt sem þú varst mér og mínum. Halldór. Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum systur minnar sem lést 21. janúar síðastliðinn, aðeins 49 ára að aldri. Hjördís eða Hjödda eins og hún var alltaf kölluð heima var elst okkar systkina og jafnframt eina stelpan í hópnum. Ég er ekki viss um að það hafi alltaf verið auð- velt fyrir hana að vera í því hlutverki en kannski gerði það hana harðari. Hún var sko ekkert að gefa eftir við þessa strákpjakka og bauð manni í sjómann langt fram eftir aldri og hafði betur lengi vel. Mér er það sér- staklega minnisstætt þegar hún varð ófrísk að elstu dóttur sinni, þá 18 ára gömul, þegar hún skellti sér á bumbuna á stofugólfinu og setti sig í stellingar fyrir sjómann, þá minnir mig að ég hafi bara gefist upp. Þann- ig man maður helst eftir Hjöddu, hún gafst aldrei upp, það var alltaf sama seiglan í henni og ekki var hún að kvarta þó að hún lenti í mörgum áföllum um ævina. Þessum áföllum tók hún með ótrúlegum hætti og lét engan finna það að henni liði eitt- hvað illa. Nei, hún hlustaði á vanda- mál okkar bræðranna og huggaði okkur frekar en íþyngja með sínum. Þess vegna var það gjarnan þannig að ef okkur bræðrunum leið eitthvað illa þá áttum við alltaf skjól og hugg- un vísa hjá stóru systur og Stebba mági. Margar minningar sækja á þegar maður sest niður og fer að hugsa til baka, minningar um stóru systur, manneskju sem hefur fylgt manni alla ævi, manneskju sem hefur pass- að mann, huggað mann, já, og jafn- vel skammað mann, þá stendur samt alltaf hæst minningin um góða manneskju sem þótti óendanlega vænt um sína, manneskju sem stóð sterk og brosandi í öllum sínum erf- iðleikum. Ég veit að börnin mín munu sakna þess að geta ekki skroppið til Hjöddu í Rimasíðuna og fengið ís eða niður á „Keramik“ og málað svona eins og eina styttu fyrir jólin, nú eða bara að spjalla. Keli, sonur minn, var t.d. með á hreinu hvar hún bjó strax og hann var eins og hálfs árs. Þá heimtaði hann ef við vorum stödd í þorpinu „að fara að hitta Höddu og Ask“. Hjördís var listamaður í öllu því sem við kom handavinnu, teikningu, prjónaskap, tréútskurði, vinnu með gler eða bara hvað sem var og nú á þessari erfiðu stundu er gott að eiga eftir hana fullt af fallegum munum sem halda minningu hennar á lofti. Stebbi, Mona, Halldór, Svala, tengdabörn og barnabörn, ég vil biðja góðan Guð að styrkja ykkur og varðveita en veit jafnframt að hún mun fylgjast með ykkur áfram. Egill Áskelsson. Óraunverulegt er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sest niður og ætla að minnast Hjöddu, vinkonu minnar og mágkonu. Hún hafði farið margar ferðir suður á sjúkrahús og staðið þær af sér, ég leit á þessa ferð sem ákveðinn endapunkt í hennar sjúkrasögu, hennar verðlaun. En líf- ið er óútreiknanlegt og fer ekki allt- af á þann veg sem maður reiknar með. Hjödda hefur á nokkrum sólar- hringum kennt mér meira um lífið en ég vissi áður. Ég hef verið í kringum Hjöddu alla mína tíð, hún var svona kona sem hægt var að spyrja um hvað sem er, ræða um allt við og hún hafði áhuga á öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur. Það þarf ekki endilega að þýða að hún hafi alltaf verið sammála manni og svarað því til sem maður vildi heyra, frekar því sem maður þurfti að heyra. Hjödda hugsaði vel um fjölskyld- una sína og var vinamörg, hún átti góða vini á ótrúlegustu stöðum og á öllum aldri. Hennar heimili snerist um að þar liði öllum vel og það var öllum opið og ég hef trú á að mjög margir viti hvað ég er að hugsa þeg- ar ég nefni kók og túnfisksalat við eldhúsborðið í Rimasíðunni. Ég hef alltaf skynjað Hjöddu og Stebba sem mikla vini og félaga, þau áttu mörg sameiginleg áhugamál og var sumarbústaðurinn þeirra nýj- asta áhugamál. Það verður ekki eins fyrir Stebba að klára hann án henn- ar, en hún kom þessu af stað og ég þykist vita að hann og fjölskyldan öll eigi eftir að eiga þar góðar stundir. Ég náði að vera með þeim í mörg- um af þeirra áhugamálum og geymi góðar minningar úr öllum ferðunum sem við fórum saman, hvort sem það voru jeppaferðir yfir sumartímann, útilegur, vélsleðaferðir á fjöll eða jökla, allar snjókrosskeppnirnar sem við fórum á og sumarbústaða- ferðirnar um páskana. Það gaf mér mikið að hafa fengið að taka þátt í ferð ykkar Stebba og krakkanna heim um liðna helgi, þótt við höfum aldrei farið erfiðari ferð saman. Okkur Elsu þykir sérstaklega vænt um kveðjuna sem þú skildir eftir í síðustu heimsókninni þinni til okkar, þú veist hvað ég meina. Hjödda, takk fyrir að vera vinur minn. Fjölskyldunni allri votta ég samúð mína, hvíl í friði. Þinn vinur, Örn. Við skyndilegt fráfall bróðurdótt- ur okkar Hjördísar Áskelsdóttur er mikill harmur kveðinn að eigin- manni og fjölskyldu í Rimasíðu 6, móðurinni Svölu, tengdaforeldrum, – og okkur öllum. Við sitjum eftir, hnípin, systkinin frá Hléskógum. Það var okkur þungbært, er Bragi bróðir okkar fórst í flugslysi 1958, þá tvítugur. Áskell, faðir Hjördísar, lést 2002, sextíu og fjögurra ára, eft- ir harða sjúkdómsbaráttu. Hann var söngmaður, hagyrðingur og hvers manns hugljúfi. Nú, fyrir mánuði kvöddum við Egil sem var næst- yngstur í hópnum. Sá var mikill glaðværðarinnar maður, sögumaður og eftirherma. Egill lést mjög skyndilega, þá leikinn bar hæst, í matarboði. Hann náði 67 ára aldri. Manni verður orða vant. Glæsileg, ung kona er hrifin burt úr ástar- hreiðrinu í Rimasíðunni. Hjördís var stór og sterk, með þykkt, dökkt hár og teinrétt í baki, fagureygð og framkoman svo geislandi. Hún var falleg, brosmild og viðhorf hennar til lífsins svo hvetjandi og jákvætt. Ungu hjónin voru samhent. Þau voru listrænir fagurkerar. Stefán er listasmiður og Hjördís var, að auki, mikil hannyrðakona, vann að búta- saumi, prjónaði, og saumaði eftir gömlum mynstrum. Þau hafa rekið leirmunagerð, Keramikloftið, í nær 20 ár, þangað hafa margir leitað, notið samvista og leiðbeiningar. Hjördís vann einnig mikið að gler- list, töfraði fram svo ótrúlega fallega hluti, það var búið áður en maður vissi af. Ég man hana, örlitla hnátu, dunda við hannyrðir með ömmu Boggu í Granaskjóli. Þær nutu báðar þeirra stunda. Nú, seinni árin, fundu þau hjón sér reit í landi Steðja á Þelamörk, hófu þar skógrækt og byggðu sér bústað. Þar vildu þau vera, saman. Mér þykir líklegt að sálin hennar svífi þar yfir og ef Stebbi bregður sér á vélsleðann, þá muni hún smeygja sér aftan á. Eftirtektarvert var það framtak Áskels og Svölu, foreldra Hjördísar, að safna öllum hópnum sínum saman um páskana, austur að Illugastöðum í Fnjóskadal. Undu þar smáir og stórir saman við útivist, söng og spil, en fyrst og fremst samveru. Þetta ævintýri hófst f. 25 árum og stendur enn. Stefán hefur styrkt og stutt Hjör- dísi alla tíð. Kom það þó best í ljós þegar veikindin knúðu dyra. Saman ætluðu þau að sigra. Við sendum honum og fjölskyld- Hjördís Áskelsdóttir Kristrún Guðjónsdóttir ✝ Kristrún Guð-jónsdóttir fæddist í Arabæ í Gaulverjabæjar- hreppi 13. októ- ber 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Þorsteinsson, f. 22. febr- úar 1888, d. 4. ágúst 1968, og Bjarn- heiður Magnúsdóttir, f. 29. október 1890, d. 9. apríl 1921. Systkini hennar samfeðra eru: Sigurður, f. 7. maí 1924, d. 15. júní 1982, Ingigerður Margrét, f. 29. janúar 1927, Bjarnhéðinn, f. 16. febrúar 1928, og Pálmar, f. 17. apríl 1934. Frá níu ára aldri ólst hún upp á Ásmundarstöðum í Ásahreppi hjá föð- urbróður sínum, Þorsteini Þorsteins- syni, f. 13. október 1884, d. 27. júlí 1964, og konu hans, Sigríði Ólafs- dóttur, f. 6. janúar 1889, d. 31. ágúst 1980. Uppeldisbróðir hennar er Baldur Óskarsson, f. 28. mars 1932. Kristrún giftist 1941 Magnúsi Guð- mundssyni, f. 16. janúar 1918, d. 15. ágúst 1995. Foreldrar hans voru Guð- mundur Tómasson, f. 11. maí 1884, d. 2. desember 1963, og Gróa Ein- arsdóttir, f. 22. september 1890, d. 24. mars 1988. Kristrún og Magnús eign- uðust tvo syni: Heiðar, f. 16. sept- ember 1941, og Guðmund, f. 13. janúar 1957. Dóttir Heiðars er Heiðrún P. Heiðarsdóttir, f. 14. nóvember 1970. Hún er gift Garðari G. Gíslasyni, f. 19. október 1966. Heiðrún og Garðar eiga þrjú börn: Gísla, f. 17. nóvember 1991, Karitas Rán, f. 3. ágúst 1996, og Sæ- björn Hilmi, f. 11. ágúst 2004. Kristrún og Magnús hófu búskap í Mykjunesi í Holtahreppi 1941 og bjuggu þar fram yfir 1970, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þar unnu þau ýmis störf. Hann hjá Sláturfélagi Suð- urlands, en hún aðallega við umönnun eldra fólks. Útför Kristrúnar fór fram frá Foss- vogskapellu 21. janúar í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.