Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÉG held að nokkrir hafi sést á veit- ingastöðum, skemmtistöðum, í þess- um bolum og þeir hafa verið teknir. Það er dálítið síðan. Það var á síð- asta ári,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu, um þjófnað á bolum með merki lögreglunnar í fyrrasumar. Alfarið á ábyrgð framleiðanda Geir telur aðspurður þjófnaðinn ekki gefa tilefni til að yfirfara fram- leiðsluferli á fatnaði fyrir lögregl- una. „Nei, það sé ég ekki. Það eru fyrirtæki sem bjóða þetta og þau eiga síðan að afgreiða þetta frá sín- um lager. Það er algjörlega á þeirra ábyrgð. Það er ekkert sem við get- um gert í þessum efnum.“ – Telurðu að öryggisreglum hafi verið fylgt nógu vel eftir í málinu? „Það eru engar sérstakar örygg- isreglur í þessu máli. Það er samn- ingur um að þeir eigi að framleiða þessa vöru og afhenda okkur hana. Ef þeir tapa þessu eða þessu er stol- ið er það þeirra mál en ekki okkar. Það er alltaf bagalegt þegar svona kemst í umferð en þetta eru bara bolir en ekki annað sem betur fer […] Hvernig geymsla er á þessu höfum við ekki tekið neitt sérstak- lega út enda ekki á okkar ábyrgð að neinu leyti. Það er alfarið á ábyrgð fyrirtækisins.“ . Gestir öldurhúsa gripnir í einkennisklæðum lögreglu Yfirlögregluþjónn kveðst ekki vita hversu margir lögreglubolir eru í umferð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borg- arstjóri, opnaði Bridgehátíð 2010 í gærkvöldi með því að melda fyrstu sögnina fyrir Jón Bald- ursson, fyrrverandi heimsmeistara í bridge. Jón fylgist hér áhugasamur með yfir öxl Vilhjálms. 72 sveitir mætast í sveitakeppni mótsins sem fram fer á laugardag og sunnudag en mótslok verða á sunnudag. Aldrei hafa fleiri erlendir spilarar mætt til leiks á bridgemót hér á landi. VILHJÁLMUR MELDAR FYRSTU SÖGNINA FYRIR JÓN Morgunblaðið/Ómar GERÐ var húsleit hjá Íslandspósti í fyrradag. „Þetta var liður í rannsókn á hugsanlegri misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Samkeppniseftirlitinu hafa borist kvartanir og ábendingar frá keppinautum Íslandspósts og að eftirlitið hafi fylgst með fyrirtækinu í nokkurn tíma. Byggja upp flutningakerfi Húsleitin stóð ekki lengi yfir, segir Páll Gunnar. Lagt var hald á bæði rafræn gögn og pappírsskjöl. „Við vorum bara að afla gagna sem nauð- synleg eru til rannsóknar á málinu.“ Íslandspóstur hefur einkaleyfi á bréfasendingum. Samkvæmt frétt- um RÚV í gær kvarta keppinautar Íslandspósts á flutningamarkaði yfir því að fyrirtækið hafi í krafti einka- leyfisins byggt upp sterka stöðu á flutningamarkaðnum. hlynurorri@mbl.is Húsleit hjá Íslandspósti Hugsanleg mark- aðsmisnotkun ÁSBJÖRN Ótt- arsson, þingmað- ur Sjálfstæðis- flokks, tilkynnti í gær að hann myndi segja sig úr níu manna þingmannanefnd, sem kosin var á Alþingi til að fjalla um vænt- anlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ásbjörn viðurkenndi í vik- unni í Kastljósi að hafa greitt sér út ólöglegan 20 milljóna arð úr útgerð- arfyrirtæki sínu Nesveri fyrir árið 2006. Fram kom í Kastljósinu, að Ásbjörn hefði endurgreitt arðinn, 20 milljónir króna, fyrir skömmu eftir að fréttamenn spurðu hann um mál- ið. Sagðist hann ekki hafa vitað fyrr en þá, að arðgreiðslan hefði verið ólögleg þar sem eiginfjárstaða fyrir- tækisins var neikvæð á þessum tíma. Mikilvæg vinna framundan Í yfirlýsingu Ásbjarnar segir að hann hafi gert grein fyrir því hvern- ig þeim málum var háttað og gert allt sem í hans valdi standi til að leið- rétta þau mistök sem gerð voru. „Ég hef nú ákveðið að segja mig frá störfum í nefndinni, til að tryggja að friður ríki um störf hennar. Þau mál sem hún mun hafa til umfjöllunar eru þess eðlis að ekkert má verða til að draga athyglina frá þeirri mikil- vægu vinnu sem nefndinni er ætlað að inna af hendi, þar með talin per- sónuleg mál einstakra nefndar- manna.“ Ásbjörn segir sig úr nefndinni Ásbjörn Óttarsson Vill tryggja frið um nefndarstörfin „MÁLIÐ er í eðlilegum farvegi. Ég á von á því að það verði lagt fram bréf frá Alcan við þeim fyrir- spurnum sem við sendum til þeirra í bæjarráði í næstu viku. Þannig að málið er á dagskrá þar,“ segir Lúð- vík Geirsson, bæjarstjóri Hafnar- fjarðar, um undirbúning væntan- legrar atkvæðagreiðslu um stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Aðspurður hvenær reikna megi með því að kosningin fari fram segir Lúðvík of snemmt að segja til um það. Hitt sé ljóst að ekki sé lengur horft til þess að halda hana samtímis þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ice- save, enda líti margir svo á að ekki beri að blanda málunum saman. Kosningin geti jafnvel farið fram fyrr en gengið verður til atkvæða í sveitarstjórnarkosningum. Rósa Guðbjartsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, vill að kosningarnar fari fram samtímis. „Við sjálfstæðismenn viljum ein- dregið að íbúakosningin fari fram með bæjarstjórnarkosningunum í vor,“ segir Rósa, sem kveðst skilja að Samfylkingin vilji ekki að þessi háttur verði hafður á í ljósi „af- stöðuleysis flokksins“ í íbúakosning- unni um álverið á sínum tíma. Út- koman hafi reynst dýrkeypt. Kosið verði um álverið Lúðvík Geirsson Rósa Guðbjartsdóttir „ÞETTA kom með flugi frá Austurlöndum og það er lögregluskýrsla til um að það hafi verið brotist inn á svæði DM- flutninga í Kópavogi og stolið þar 300 bolum á afgirtu svæði,“ segir Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstjóri Sjóklæða- gerðarinnar. „Hundrað bolir fundust síðar í fjörunni í Kópavogi og það er lögregluskýrsla til um þetta mál. Fatnaðurinn kom til DM-flutn- inga og það var brotist inn hjá þeim áður en þeir gátu afhent fatnaðinn til Sjó- klæðagerðarinnar. Sjóklæðagerðin geym- ir allan lögreglufatnað í vöruhúsi sínu þar sem er öryggiskerfi frá Securitas.“ Stolið úr gámi hjá DM-flutningum Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.