Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Bein lína Einhver grallarinn hefur límt þennan miða á síma sem er um borð í TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Minnir á rauða síma í Ameríku sem gefa beint samband við forseta. Árni Sæberg HVERT stórmálið tekur við af öðru þessa dagana þar sem þörf er á að ná sáttum og einingu um niðurstöður sem allra fyrst. Í stjórn- arsáttmála núverandi stjórnarflokka er boðuð breyting á lög- um um stjórn fisk- veiða með svokallaðri fyrningarleið. Farin var sú leið að sjávarútvegsráðherra skipaði starfshóp hagsmunaaðila til að reyna að ná sáttum um hinar ýmsu breytingar sem hefur verið kallað eftir í mörg ár af ýmsum í þjóðfélaginu. Starfshópnum er ætl- að að skilgreina helstu ágreinings- efni sem fyrir hendi eru í löggjöfinni og lýsa þeim, setja að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Göfugt markmið að vinna að og ná sátt um. Frá því að starfshópurinn hóf störf hefur lít- ill tími gefist til vinnu í honum vegna stöðugrar Icesave-umræðu á þingi, auk þess sem fulltrúar Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, mættu ekki á fundi starfs- hópsins vegna ótímabærra aðgerða sjávarútvegsráðherra í stjórn fisk- veiða að þeirra sögn. LÍÚ hefur auk þess sett á oddinn að fyrirhuguð fyrningarleið verði dregin til baka. Persónulega get ég tekið undir með útvegsmönnum um að á meðan fyrningarleiðin er ekki útfærð að neinu marki, þannig að hægt sé að átta sig á framkvæmd hennar, þá skapi hún óvissu. Það eina sem sett hefur verið fram er að afskrifa skuli úthlutaðar aflaheimildir um 5% á ári næstu tuttugu árin en hins vegar ekkert sagt til um hvernig fram- kvæmdin verði endanlega útfærð. Kalla verður eftir endanlegri út- færslu á hinni svokölluðu fyrning- arleið frá stjórnarflokkunum, til að eyða óvissunni varðandi hana. Hún getur svo komið inn sem ein af fjöl- mörgum hugmyndum sem starfshópurinn mun fjalla um. LÍÚ verður einnig að láta af hroka varðandi eignarhald á fiskinum í sjónum sem einstaka útgerðarmenn eru með mikla þrá- hyggju um að sé þeirra eign. Ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra að gera ýmsar breytingar á stjórn fiskveiða á meðan nefndin starfar eru mjög vanhugsaðar. Aukning á veiðiheim- ildum skötusels um 2000 tonn, sem er um 80% aukning á útgefnum veiðiheimildum samkvæmt vís- indalegri ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar, er alvarlegt mál sem gæti haft mjög alvarlegar af- leiðingar, vegna ímyndar okkar og markaðsmála erlendis. Hvalveiðarnar eru engin áhætta miðað við afleiðingarnar sem þessi ákvörðun getur haft. Hjá verslunum og umhverfissamtökum erlendis er mikilli athygli beint að því að fisk- urinn sem þar er seldur sé úr sjálf- bærum fiskistofnum samkvæmt vís- indalegri ráðgjöf. Ef umhverfissamtök færu að blása þetta upp gæti það orðið okkur mjög dýrkeypt. Öll vinna í markaðs- setningu getur verið unnin fyrir gýg, umhverfismerkingar eins og hið nýja umhverfismerki Fiskifélags Íslands, merki íslensks sjávar- útvegs, um ábyrgar fiskveiðar geta orðið marklausar. Merkið var þróað til að styðja markaðsstarf íslenskra sjávarafurða á erlendum mörk- uðum. Hvar eru umhverfissinnarnir núna þegar farið er svona mikið fram úr ráðgjöf vísindamanna? Mikilvægt er að átta sig á því í upphafi, að það verður ekki skipt um kerfi á einni nóttu. Vinda þarf ofan af gamla kerfinu og hreinsa út úr því allar gömlu syndirnar og skuldirnar. Til að vel takist til verða margir aðilar, sem hafa tjáð sig um þessi mál, að átta sig á því að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind. Það mun ekki verða hægt að gera öllum til hæfis og það geta ekki allir feng- ið aðgang að fiskimiðunum sem það vilja. Þessa staðreynd verðum við að fara að viðurkenna, vandamál verða ekki leyst nema viðurkenna vandann og horfa á staðreyndirnar. Þar sem alltaf verður ósætti um hverjir skuli hafa aflaheimildir er það hinsvegar grundvallaratriði, til að tryggja rekstrargrundvöll og ör- yggi greinarinnar, að halda þeim fyrirtækjum sem til eru í dag í rekstri að stórum hluta, þar sem kunnáttan og reynslan er til staðar til að reka sjávarútvegsfyrirtæki. Vegna breyttra atvinnuhátta verður þjóðfélagið að aðlaga sig að því að það er ekki grundvöllur til að tryggja öllum sjávarplássum at- vinnuuppbyggingu með arðbærum sjávarútvegi með þeim veiðiheim- ildum sem eru til skiptanna. Arð- samur sjávarútvegur verður ekki rekinn með strandveiðum á smábát- um eða sem atvinnubótavinna. Að mínu viti þarf stefnumótum í byggðamálum að vera til hliðsjónar og viðurkenning á því að við munum ekki geta haldið öllum núverandi byggðarlögum í byggð með sjávar- útvegi sem á að skila arði. Þetta er uppsafnaður áratuga- vandi sem kjarklausir þingmenn hafa ekki þorað að taka á. Þetta er vandamál sem setur mikinn þrýst- ing á fiskveiðistjórnunarkerfið, því alltof margir vilja sneið af kökunni. Fjölgun starfa næstu áratugi verður ekki í sjávarútvegi, þau störf verðum við að skapa í öðrum at- vinnugreinum. Evrópusambandið er einmitt búið að átta sig á því að ein af ástæðum þess að fiskveiðistjórn- unarkerfið og arðsemi sjávarútvegs hjá þeim gengur ekki upp er að allt- of margir og smáir aðilar koma að því að nýta fiskveiðiheimildirnar. Þeir ætla að viðurkenna vandann og snúa sér að því að gera sjávarútveg- inn arðbærari, setja peningana sem fara í styrki til sjávarútvegsins til að byggja upp atvinnutækifæri í öðrum atvinnugreinum fyrir þá sem starfa í sjávarútvegi á framfæri styrkja. Hvaða aðferðafræði á að nota til þess að nýir aðilar komist inn í greinina, því er ekki einfalt að svara. Ein af þeim hugmyndum sem ég hef heyrt, og er ekkert vitlausari en aðrar, er að ákveðinn hluti veiði- heimilda sem aftur lenda hjá ríkinu verði einfaldlega dreginn úr potti. Þeir sem áhuga hafa á að fara í út- gerð geti keypt sér aðgang og verið með þegar dregið yrði úr umsókn- um. Það yrði allavega engin pólitísk spilling við þá úthlutun. Sú niðurstaða sem þarf að koma út úr vinnu starfshópsins þarf að vera einfalt stjórnkerfi fiskveiða sem tryggir það að handhafar af- notaréttarins geti ekki veðsett það sem þeir eiga ekki og auðvitað á þannig að vera um allar auðlindir þjóðarinnar. Tryggja þarf einnig að ráðherra geti ekki framkvæmt mikl- ar einhliða breytingar á stjórn fisk- veiða í atkvæðaveiðum. Ég, eins og margir aðrir, hef mín- ar hugmyndir varðandi fyrstu breytingu á kerfinu til að ná sátt um það og vil ég kalla það afnotakerfi veiðiheimilda. Í þessu máli verðum við að nálgast lausnina frá stað- reyndum og skynsemi en ekki til- finningum og óskhyggju sem oftar en ekki skilar mönnum á verri stað en lagt er upp frá. Þær hugmyndir sem ég hef sett fram er að hin svokallaða fyrning verði framkölluð strax, síðan verði afnotaréttinum úthlutað til þeirra sem verða starfandi í sjávarútvegi. Eftirfarandi eru hugmyndir mín- ar í umræðuna um leiðir til sátta um stjórn fiskveiða. Afnotakerfi veiðiheimilda 1. Eignarhugtaki veiðiheimilda verði varanlega breytt í afnotarétt. Íslenska þjóðin á fiskauðlindina við landið og úthlutun á afnotaréttinum. 2. Handhöfum veiðiheimilda síð- ustu tveggja ára verði úthlutað sín- um aflaheimildum til afnota. 3. Veiðiskylda verði 100%. 4. Leyfð verði hagræðing með því að hægt verði að skipta á tegundum í þorskígildisvægi milli tegunda. Skiptibanki án greiðslu verði settur upp til að gefa svigrúm til að skipta á tegundum. 5. Aldrei má undir neinum kring- umstæðum leigja, skipta eða annað, með veiðiheimildirnar gegn gjaldi. Aldrei má veðsetja auðlindir sjávar. 6. Afnotarétturinn verði til 20 ára í fyrstu úthlutun. Er það gert með það að leiðarljósi að þeir sem af- notaréttinn hafa í dag greiði niður skuldir af auðlindinni sem safnast hafa á hana vegna kvótakaupa í fyrra kerfi. Niðurgreiðslur á skuld- um vegna kvótakaupa skulu að fullu vera greiddar eftir 20 ár. 7. Afnotaréttinn skal endurskoða á 10 ára fresti varðandi afnotarétt- arúthlutun til næstu 20 ára fram í tímann. 8. Allur fiskur verði seldur í gegn- um frjálsan fiskmarkað. 9. Veiðigjald til íslensku þjóð- arinnar skal auka eftir því sem skuldir minnka af kvótanum. 10. Verði útgerð gjaldþrota skal úthlutuðum aflaheimildum skipt á aðra sem heimildir hafa. Heimild- unum verði skipt hlutfallslega á alla miðað við afnotarétt og eða jafnt milli allra. Við það munu smærri útgerðir stækka með tímanum og jafnræði skapast í stærð fyrirtækja. 11. Komi fyrirtæki á sölumarkað verður að ætla að í eðlilegu banka- kerfi verði söluverðið ekki hærra en rekstrarframlegð þess gefur til að borga kaupin upp. Eðlilegt banka- kerfi mun ekki geta lánað meira en reksturinn gefur af sér, því engin verðmæti verða í veiðiheimildunum. Fari fyrirtækið á hausinn er það lánveitandinn sem fær skaðann því veiðiheimildirnar fara til ríkisins. Sama má hugsa sér við sölu á hlut úr fyrirtæki. 12. Auknar veiðiheimildir komi hlutfallslega á starfandi fyrirtæki í greininni með afnotarétt. 13. Ekki verði hægt að breyta einni tegund í aðra og raska með því vísindalegri ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar eins og tíðkaðist í fyrra kerfi. 14. Úthlutun úr nýjum veiðistofn- um skal ákveðast út frá hámarks- verðmætasköpun á hvaða tegund skipa skuli úthluta afnotaréttinum. 15. Heildarhlutur fyrirtækja í af- notarétti skal vera með takmörk- unum t.d. eins og er í dag. Eftir Guðmund Ragnarsson » Þetta er uppsafn- aður áratuga- vandi sem kjarklausir þingmenn hafa ekki þorað að taka á. Guðmundur Ragnarsson Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Þjóðarsátt um fiskveiðistjórnunarkerfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.