Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur www.gvendur.is Gvendur dúllari hefur opnað fornbókabúð á vefnum. Gott úrval bóka. Gvendur dúllari Alltaf góður Vestfirskur húmor í ellefu bókum 101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson í 8 bókum, 99 vestfirskar þjóðsögur í 3 bókum. Alls 1105 gam- ansögur af Vestfirðingum á 9.800,- kr. Sending innifalin. Vestfirska forlagið, netfang: jons@snerpa.is Sími 456-8181. Dýrahald Hundagallerí auglýsir kíktu á heimasíðu okkar: www.dalsmynni.is Sími 566 8417, bjóðum visa og euro raðgreiðslur. Ferðalög SnowClaw skóflan – öruggt fjölnota verkfæri Einstakt öryggisverkfæri í öllum ferðum að vetri. SnowClaw skóflan er afar sterk og einungis 173 grömm og er því hentug í allan hefðbundinn farangur, bílinn, sleðann, fjórhjólið, jeppann, skíðin, brettið, göngu- ferðirnar o.fl. Einnig er skóflan notuð sem spelka. Yfir 10 ára reynsla. Kíktu á www.SnowClaw.com og kynntu þér málið nánar. Frábært verð, aðeins kr. 3.500. Fyrirspurnir og pantanir á SnowClaw@vortex.is Húsnæði óskast Heiðarlegt og reglusamt par í leit að íbúð á svæði 103, 104, 105 eða 108 á bilinu 60-120 fm, m. 3-5 herb. frá 1. maí. Langtímaleiga. Þarf að vera tengi f. uppþvottavél í eldhúsi. S. 697 5662. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími: 587 0600, www.tomstundahusid.is Til sölu PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 ÚTSALA ÚTSALA ENN MEIRI AFSLÁTTUR Útsala - Útsala - Útsala Kristal ljósakrónur, postulín, krystal glös, handskornar trévörur frá tékklandi og Slóvakíu Uppl. Í s. 5444331 opið laugardag 11-16 Verslun YRSA er fornnorrænt nafn sem valið var á karlmannsúr sem skarta japanskri sjálfvindu og vand- aðri leðuról. Tilvalin gjöf á þorra og á frábæru verði: 29.500,- . ERNA, Skip- holti 3, s. 552 0775, www.erna.isÓska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Ýmislegt Íbúðir - leigufélag Leigufélag óskar eftir íbúðum og öðrum eignum til kaups, þurfa að vera með yfirtakanleg lán. Kaup eða sameining á öðru leigu- eða fast- eignafélagi kemur einnig til greina. Áhugasamir hafi samband á: leigan@visir.is Teg. Marinera - fylltur og flottur fyrir nettu brjóstin í BCD skálum á kr. 6.885. Teg. Marinera - glæsilegur í stærri skálunum D,DD,E,F,FF,G á kr. 6.885. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.- fös. 10-18, laugard. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Nýkomnir sérlega mjúkir og vandaðir herraspariskór úr leðri, skinnfóðraðir. Flottir á þorrablótið! Stærðir: 40 - 47. Verð: 17.885. Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bátar Óska eftir bát til leigu Óska eftir 30-100 t. bát til leigu sem allra fyrst. Þarf að vera með haffæri og veiðileyfi. Skoðum öll tilboð. Uppl. Birna 820 5453 og oskar@kaeliafl.is Bílar Hyundai Getz árg. '03 sport,1600 vél, topplúga, beinsk., 5 g. Ekinn 130.000 km, langkeyrsla. Ásett verð 750.000. Fæst á 500.000 stgr. S. 893-5201. Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Bonogtvottur.is - GSM 615-9090. Bílaþjónusta Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Skipti um rennur og bárujárn á þökum, einnig smávægilegar múrviðgerðir og ýmislegt fl. Þjónum landsbyggðinni einnig. Upplýsingar í síma 659-3598. Sisal teppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 5335800. www.strond.is TILBOÐ Flottir dömuskór úr leðri í rauðu og svörtu. Verð: 3.500.-. Sími: 551 2070, opið: mán.- fös. 10 - 18, lau. 10 -14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. mbl.is Elsku amma Alda. Við viljum ekki trúa því að þú sért farin frá okkur og fáum aldrei að sjá þig aftur. Það er svo sárt að hugsa til þess, en við trúum því að þú bíðir okkar að betri stað. Við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnast jafn góðri og hjarthlýrri manneskju og þú varst. Það var aldrei nein kvöð að þurfa að koma til þín á hverjum morgni fyrir skóla sem byrjaði eftir hádegi heldur var það tilhlökkun. Það var sama hve mikil læti voru í okkur, Sigríður Alda Eyjólfsdóttir ✝ Sigríður AldaEyjólfsdóttir fæddist í Laugardal í Vestmannaeyjum 19. mars 1930. Hún lést á heimili sínu aðfara- nótt 20. janúar sl. Útför Öldu var gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 27. janúar 2010. alltaf sýndir þú því skilning. Við fengum að leika okkur um allt hús, í sólhúsinu, skrifstofu hjá afa, gestaherbergi þar sem ófáar litabæk- urnar voru útfylltar, svefnherberginu ykkar afa þar sem glugginn var notaður sem búðar- gluggi, kúnninn var í sólhúsinu en verslunar- stjórinn inn í svefnher- bergi. Hægt var að kaupa öll kremin þín og tölurnar þínar voru peningar. Á sumrin hjálpuðum við þér við að halda garðinum hreinum með því að reyta arfa og skafa mosann á milli hellnanna og þegar vel viðraði fengum við að baða okkur í lautinni. Stundum voru við send með miða út í búð til að kaupa það sem vantaði og fengum við alltaf að kaupa okkur nammi fyrir af- ganginn. Hádegismaturinn sem við fengum hjá þér var svo góður og gaf manni orku til þess að vera úti að leika allan daginn. Við fengum líka að hjálpa til með matinn t.d. að hræra í grjóna- grautnum eða að vera inni í búri og hjálpa þér að gera fiskibollur. Ekki voru afmæli nema að Regnbogatertan þín væri í boði og auðvitað gerðir þú alltaf Regnbogatertu fyrir okkur frændsystkinin. Ekki má gleyma hversu gott var að sitja í ömmu fangi og kúra hjá þér þegar við vorum börn. Heimilið og fjölskyldan var ekki það eina sem þú hugsaðir vel um heldur varst þú líka alltaf svo fín til fara. Nýjasta minningin sem við systurn- ar eigum af þér og er sterk í huga okk- ar, er þegar þú bauðst okkur í grjóna- graut eitt hádegið eftir að Tinna hafði óskað sér grjónagrautarins hennar ömmu, þegar við komum var maturinn ekki tilbúinn, þá vildir þú endilega að við prufuðum nuddið í fína rúminu ykkar afa og meðan við lágum í nudd- inu nuddaðir þú á okkur tærnar og sagðir að við gætum alltaf komið í „ömmu nudd“. Síðasta minning Hilmars með þér var þegar hann kom og heimsótti þig á Landspítalanum ásamt Ragga bróður sínum, Líneyju mömmu sinni og Ágústu frænku. Hann var svo glaður að sjá þig og þú svo þakklát að sjá þau. Þegar þið kvöddust sagðir þú: „Gangi þér vel í öllu, elsku Hilmar minn.“ Þeg- ar hann heyrði þig segja þetta fór hann að hugsa til þess að hann myndi aldrei sjá eða heyra í þér aftur en þá hugsun vildi hann ekki hugsa til enda þar sem hann hélt alltaf í vonina um að þér myndi batna og allt færi vel. Þessi orð mun Hilmar alltaf muna og þau munu veita honum styrk þegar á móti blæs hjá honum í framtíðinni. Við biðjum Guð að passa vel upp á þig og senda okkur öllum og afa styrk þangað til við hittum þig á ný. Við eig- um eftir að sakna þín svo mikið, elsku besta amma okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Hilmar Trausti, Lilja Rut og Tinna Rut. Elsku amma. Þetta eru búnir að vera erfiðustu og skrýtnustu dagar sem ég hef upplifað síðan hann pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir látin. Það er mjög erf- itt að hafa svona blendnar tilfinningar hugsa um allar minningarnar sem við áttum saman og svo á móti að hugsa um framtíðina, t.d. fæðinguna sem á að verða núna næstu daga. Ég sakna þegar þú hringdir alltaf í mig til að fá fréttir af hvernig gengi með meðgönguna, hvernig gengi hjá Fannari í skólanum og hvort Tiddi væri búinn að fá eitthvað að gera. Ég man að í síðasta símtali okkar varstu svo ánægð með að heyra að allt gengi vel, stelpurnar farnar að stækka og að Tiddi var kominn með vinnu. En sem betur fer á ég margar ljúfar minningar og átti margar góðar stund- ir með þér sem ég mun geyma en aldr- ei gleyma. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að þú ert komin á góðan stað og þér líður vel. Er sit ég ein með sjálfum mér og ég syrgi það sem miður fer þá er gott að vita að alltaf er hérna innra með mér mynd af þér. Þessi mynd sem ég í brjósti ber hún er birtan sem þú gefur mér, þegar hugur minn á flugi fer þá ég finn að ég á skjól hjá þér. (Kristján Hreinsson.) Sylvía Rut.  Fleiri minningargreinar um Sigríði Öldu Eyjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.