Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Banki þeirra Ara og Jóns er ennkominn á kreik. Fáum líst á blikuna, a.m.k. ekki Páli Vilhjálms- syni. Hann skrifar:     Ólafur Ólafssoner aðalhöf- undurinn að leik- ritinu um arab- íska furstann sem „keypti“ hlut í Kaupþingi kort- éri fyrir hrun til að hækka hluta- bréfaverð,“ segir Páll og bendir á að Ólafur var einn stærsti eigandi bankans. „Gjörning- urinn er til rannsóknar hjá sér- stökum saksóknara. Í gær bárust þær fréttir að Ólafi hafi verið gert kleift að eignast á ný Samskip sem var grunnurinn að veldi hans. Áður var skipafélagið í eigu samvinnu- hreyfingarinnar en Ólafur var hluti af fámennum hópi manna sem söls- aði undir sig eigur félagsmála- hreyfingarinnar sálugu.     Arion banki aðstoðaði Ólaf við aðleysa til sín Samskip. Banka- menn virðast siðlausir í bókstaflegri merkingu orðsins; þeir hafa enga siði. Bankamenn eru varla svo skyni skroppnir að vita ekki að án siða og siðvitundar virkar samfélagið ekki.     Hrunið varð vegna þess að menneins og Ólafur misþyrmdu illi- lega meginþáttum siðaðs samfélags, trausti og trúnaði. Menn eins og Ólafur komast til álna vegna þess að almenningur virðir meginreglur samfélagsins um að samningar skuli standa, helgi eignarréttarins og skilvísi. Ólafur og hans kónar gefa dauðann og djöfulinn í siði sam- félagsins.     Hvernig dettur Arion banka í hugað þjónusta einn aðalsökudólg hrunsins?“     Svona spyr Páll. Skyldu verða gef-in einhver málefnaleg svör við réttmætum spurningum? Er nema von að spurt sé? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 3 skýjað Lúxemborg 1 snjóél Algarve 16 heiðskírt Bolungarvík 2 skýjað Brussel 3 skúrir Madríd 10 heiðskírt Akureyri -1 heiðskírt Dublin 6 súld Barcelona 9 heiðskírt Egilsstaðir -5 léttskýjað Glasgow 7 skýjað Mallorca 11 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 3 skýjað London 6 léttskýjað Róm 6 skúrir Nuuk 2 skýjað París 5 skýjað Aþena 9 alskýjað Þórshöfn 1 alskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Winnipeg -23 léttskýjað Ósló -2 skýjað Hamborg 2 léttskýjað Montreal -4 snjókoma Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Berlín 1 snjóél New York 2 alskýjað Stokkhólmur -8 snjókoma Vín 1 skýjað Chicago -13 léttskýjað Helsinki -16 skafrenningur Moskva -13 þoka Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 29. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.36 4,1 11.59 0,5 18.03 3,8 10:17 17:05 ÍSAFJÖRÐUR 1.22 0,3 7.30 2,3 14.04 0,2 19.58 2,0 10:40 16:52 SIGLUFJÖRÐUR 3.24 0,4 9.40 1,4 16.08 0,1 22.34 1,3 10:24 16:35 DJÚPIVOGUR 2.48 2,1 9.05 0,4 15.01 1,8 21.07 0,1 9:51 16:30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Norðan 8-13 m/s og él við austurströndina, annars hæg- ari vindur og bjart veður. Frost yfirleitt 3 til 10 stig. Á sunnudag Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 8 stig, en 0 til 5 stiga hiti vestast. Á mánudag Austlæg átt og dálítil slydda eða snjókoma suðvestantil, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig við suður- og suðvestur- ströndina, annars 0 til 8 stiga frost. Á þriðjudag og miðvikudag Suðaustlæg átt og dálítil slydda sunnan- og vestantil, en annars úrkomulítið. Hlýnar lítið eitt. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða þurrt og bjart veður í dag. Kólnandi, frost 0 til 8 stig, kald- ast í innsveitum. JANÚAR hófst með kuldakasti og hann mun kveðja með kuldakasti. Þess á milli telst mánuðurinn hafa verið óvenjuhlýr. Sigurður Þór Guðjónsson veður- sagnfræðingur bloggaði á miðviku- daginn. „Meðalhiti mánaðarins er nú 2,8 stig í Reykjavík og er það meira en þrjú stig yfir meðallagi. Fyrstu fimm dagar mánaðarins voru undir frostmarki en meðalhiti síðustu 18 daga er 5,0 stig eða 5,5 stig yfir með- allagi og er þetta með lengstu og sterkustu hlýindaköflum á þessum árstíma. Ekki hefur frosið í Reykja- vík síðan 7. janúar. En janúar- hitametið er samt nokkuð langt í burtu vegna kuldanna í upphafi mán- aðarins og svo er frosti spáð í lok mánaðarins og mun þá meðalhitinn lækka um nálægt hálft stig. Meðalhiti þessa janúar mun því þrátt fyrir allt ekki teljast til neinna verulega sérstakra tíðinda.“ Fram kemur hjá Sigurði að hitinn hafi farið í 16,9 stig í byrjun vikunnar á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði sem er mesti hiti sem mælst hefur í janúar á veðurstöðvum í því héraði en mælingar ná til ársins 1930 fyrir janúar. Á sjálfvirku stöðinni mældust 17,6 stig. Aðeins á einum stað á Spáni og öðrum í Portúgal mældist meiri hiti þennan dag í Evrópu en hér. Mesti hiti sem mælst hefur á landinu í janúar er 18,8 stig, þ.e. á Dalatanga hinn 14. 1992. sisi@mbl.is Janúar byrjaði kaldur og kveður kaldur Hitinn í mánuðinum vel yfir meðallagi en engu að síður nokkuð frá metinu Morgunblaðið/Golli Janúar Íslendingar hafa glaðst. ALÞINGI kemur saman í hádeginu í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, á ekki von á löngum fundi en m.a. verður kosið í stjórn Ríkisútvarpsins til eins árs, fyrsta umræða fer fram um frum- varp til laga um fjármálafyrirtæki og eins óundirbúinn fyrirspurnar- tími. Næsti þingfundur hefst svo um miðjan dag á mánudag samkvæmt dagskrá. Spurð hvort ákveðið hafi verið hvort lögum um rannsóknar- nefnd Alþingis verði breytt segir Ásta það ekki hafa verið rætt. Hún gerir ekkert frekar ráð fyrir því að lögunum verði breytt enda telji aðallögfræðingur Alþingis ekki þörf á því þó svo að skil skýrsl- unnar tefjist aðeins. andri@mbl.is Þingfundur hefst í hádeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.