Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 23
„Í FYRSTA skipti á ferlinum hef ég hannað línu þar sem ekki eina einustu svörtu eða dökkbláu flík er að finna.“ Þetta lét Karl Lagerfeld hafa eftir sér um 54. sýningu sína á hátískuvikunni í París á dögunum. Það sem ein- kenndi sýninguna að þessu sinni voru pastellitir, silki, gegnsæ efni, rauður varalitur, uppsett hár með risastór- um slaufum og síðast en ekki síst: silfur. Ógrynni af silfri. Margir hafa tekið þetta sem tákn um að tískuhús Chanel sé tilbúið að horfa til framtíðar í hönnun sinni. Sýningin byrjaði á að stuttbuxur leystu pils af hólmi í hinum klass- ísku Chanel-drögtum og fínlegir þræðir þeirra voru í þetta skiptið silfraðir, grófir og málmkenndir. Perlurnar sem hefur sjaldan vantað í Chanel-línu létu sjá sig, en í stað þess að vera utan um háls fyrirsætanna skreyttu þær silfraðan skófatnað þeirra. Sokkabuxur voru allar í silfruðum tón. Grifflan, eitt af einkennismerkjum Lager- felds sjálfs, rataði einnig á tískupallinn í silfri. Gegnsæjar pastellitaðar pífur og siffon sem gerði sniðin óhefðbundin voru einnig í einhverri mynd á næstum öllum flíkunum og gáfu línunni draumkenndan blæ. Gríðarlega flókin smá- atriði og nákvæmisvinna sást í fötunum þegar líða fór á, byggt ofan á silki sem var eitt af undirstöðuefnum sýn- ingarinnar. Allt í ofangreindum framtíðar- og drauma- heimi Chanel fékk svo að njóta sín í lokaklæðnaðinum, fullum brúðarskrúða þar sem fylgdarsveinninn var í silfri frá toppi til táar. Eftir það gekk Karl Lagerfeld inn á sviðið með silfurbindi um hálsinn. thorhildurthorkels@yahoo.comReuters Frábrugðið Fyrirsæturnar voru í pastellituðum fötum, með uppsett hár með silfurstrípum og risastórum slaufum. Pastellitir og rauðar varir Daglegt líf 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 – meira fyrir áskrifendur ÍS L E N S K A /S IA .I S /S A L 48 08 9 11 .0 9 Vááá, krakkar!! Andrés og Mikki og Jóakim og Gúffi og allir hinir koma með Disneyblaðinu um hverja einustu helgi! Úbbs! Hvað ég hlakka til!!! Nýtt blað fyrir börnin, Disneyblaðið, fylgir með Sunnudagsmogganum sem borinn er út með laugardagsblaði Morgunblaðsins. Myndasögur, leikir, þrautir og skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. Láttu börnin hafa eitthvað að hlakka til um hverja helgi. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.