Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 22
ÍSLENDINGAR eru kappmikil þjóð. Það sést best á skilgreiningu okk- ar á árangri hand- boltalandsliðsins. Þeir rokka milli þess að vera strák- arnir okkar, bjánarnir okk- ar eða bara landsliðið. Það er ekki að ástæðu- lausu sem stuðningsmannafélagið heitir ekki bara Í blíðu heldur Í blíðu og stríðu. Allir hafa sína skoðun á gengi liðsins og áhugi Íslendinga á íþróttagreininni er einstakur. Um 200.000 manns horfðu á leik Íslands og Danmerkur sem reyndist mesta sjónvarpsáhorf sem mælst hefur frá því mælingar hófust. Ég var staddur á þorrablóti í Mos- fellsbæ síðasta laugardagskvöld þegar umræddur leikur milli frændþjóð- anna fór fram. Síðustu 15 mín- úturnar voru sýndar á risa- skjá í íþróttahúsinu og öll dagskrá kvölds- ins riðlaðist að sjálfsögðu. Og enginn var súr, nema kannski slátrið og hrútspungarnir sem biðu enn um sinn eftir að verða étnir. Hlaðborðið svignaði undan mygluðum mat sem lá hvorteðer ekkert á að borða. Skrítið að fólk láti þetta ofan í sig, nú þegar búið er að finna upp þessar fínu frystikistur sem eiga að geta komið í veg fyrir að matur skemmist. Nú fussa ef til vill gárungarnir og segja að ég sé með óþroskaðan smekk og tilheyri pizzu- kynslóðinni. En hvað um það. Strákarnir okkar áttu sinn þátt í þeirri gleði sem ríkti á blótinu það sem eftir lifði kvölds og nætur. Þegar þessi orð eru skrifuð eru Íslendingar taplausir og komnir í undanúrslitaleik Evr- ópumótsins í Austurríki. Enginn að velta fyrir sér Icesave eða hvort ísbirnir gangi á land. Helgin framundan lofar góðu og vænt- ingar til liðsins ná nú nýjum hæðum. Við getum ekki annað en verið stolt af strákunum. Litla, fátæka Ísland á eitt besta handknattleikslið í heimi. Berum höfuðið hátt og verum stolt af landi og þjóð. Áfram Ísland! hilmar@mbl.is HeimurHilmars 22 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 Gullmolar sofandi manns Vefsíðan ÞESSI síða er helguð gullmolum sem hrjóta af vörum hins sofandi Adams en konan hans skráir þá samvisku- samlega niður. Hún segir eiginmann- inn dagfarsprúðan mann en oft fari lítið fyrir því í því sem hann segi í svefni. Svo vinsæl eru þau orðin að á síðunni er hægt að kaupa boli, svunt- ur, músamottur og kaffikrúsir með áprentuðum gullmolum. Ég get ekki haft stjórn á kettling- unum. Of mörg veiðihár, of mörg veiðihár! Ég vil ekki deyja! Ég elska kynlíf. Og loðin dýr. Ég er ekki búinn að þyngjast. Aug- un þín eru feit. Ég myndi frekar fletta af mér húð- inni og baða hrátt hold mitt upp úr ediki en að eyða tíma með þér. En það er bara mín skoðun. Ekki taka það persónulega. Meðan ég man, þótt þú baðir þig upp úr rósavatni angarðu enn eins og skítur. Þú ert sæt. Sæt sæt sæt sæt sæt sæt … Drullaðu þér nú í burtu og vertu sæt einhvers staðar annars staðar. Mér leiðist. Þú getur ekki verið sjóræningi ef þú ert ekki með skegg. Ég ræð. MINN bátur. MÍNAR reglur! Heyrðu ekki … ekki segja neitt. Skrifaðu það í tölvupósti og þá get ég hunsað það eins og mér sýnist. Horfðu bara á þig. Einmitt, og horfðu nú á mig. Þú átt ekki mögu- leika. Ég er viss um að það hlýtur að vera glatað að vera þú. sleeptalkinman.blogspot.com Eftir Andra Karl andri@mbl.is Þetta er múnderingin semþau þekkja og hafa séð áYouTube,“ segir KaraArngrímsdóttir, dans- kennari og eigandi Dansskóla Jóns Péturs og Köru, um klæðnað þátttakenda á Michael Jackson- dansnámskeiði skólans. „Við höf- um ekki beðið þau um að mæta sérstaklega klædd en sum þeirra mæta alltaf uppáklædd, með hatt- inn, hanskann og allan pakkann. Þau lifa sig virkilega inn í þetta og kunna öll Jackson-„múvin“.“ Fyrsta Jackson-námskeiðið var haldið í haust og var þá einn hóp- ur. Eftirspurn jókst hins vegar mikið og eru þrír hópar á vorönn, og um tuttugu þátttakendur í hverjum hóp. Kennt er einu sinni í viku í fjórtán vikur. Kara segir námskeiðin vinsælli meðal drengja en þó séu nokkrar stúlkur inn á milli. Flest eru þau á aldrinum níu til ellefu ára. Kara segir strákana marga hverja mjög áhugasama um söngvarann, grúska mikið, t.d. á netinu, og hafa gaman af. Sérstaklega skemmtilegt sé einnig, að ekki er um að ræða hóp sem endilega fer á dansnámskeið. Auðséð er, að lát söngvarans hafði mikil áhrif og vakti athygli nýrrar kynslóðar á lögum Jack- sons, og ekki síst hreyfingum hans. Kara segist hafa séð mörg merki þess síðasta sumar, að snið- ugt væri að setja á fót Jackson- námskeið. „Ég var til að mynda á ættarmóti og þar var töluvert af strákum á þessum aldri, sem vildu ólmir fá að heyra eitthvað með Michael Jackson. Þegar lög hans voru sett á byrjuðu þeir allir að reyna sig á hreyfingum hans, s.s. tunglgöngunni, hans aðalsmerki.“ Óvíst er hins vegar hversu lengi Jackson-æðið stendur yfir og því eins með námskeið á haustönn. Kara segir að púlsinn verði tekinn á því síðsumars hvort sama stemning sé fyrir námskeiðunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flottar hreyfingar Þátttakendur á Jackson dansnámskeiðinu leggja mikið á sig til að líkjast söngvaranum sáluga. Eru vel að sér Margir þeir krakkar sem eru á námskeiðinu grúska heil- mikið á netinu og afla sér þannig upplýsinga um Michael Jackson. Mæta klædd eins og goðið og búin að grúska mikið á netinu Með Jackson alveg á hreinuNærfatnaður utanklæða MEÐ hækkandi sól fer fötunum fækkandi og hvað sem öllu veðri mun líða verður sumarið 2010 engin undantekning. Stuttir toppar í brjóstahaldarastíl eða „bustiers“ í öllum stærðum og gerðum verða áberandi, en hönn- uðir eins og Jean Paul Gaultier, Dolce & Gabbana og Dior notuðust allir við þá í vor- og sumarlínum sín- um. Upphaflega voru „bustiers“ hugsaðir sem nærfatnaður og til- gangur þeirra var að þrýsta efstu rifbeinum kvenmanna saman þann- ig að barmur þeirra lyftist upp, en nú eru þeir notaðir jafnt innan og utan klæða. Þetta trend er í anda tí- unda áratugarins, flottir við háar buxur, yfir eða undir gegnsæjum bolum eða bara leyfa þeim að njóta sín við jakka og hafa bert á milli fyr- ir þá sem þora. Leðrið sem hefur verið svo áber- andi í vetur heldur sínu striki en færist þó í sumarlegri búning. Leð- urjakkinn klassíski, leðurkjólar, pils og stuttbuxur fara yfir í ljósari liti, drapplitaðan og brúnan. Skór og fylgihlutir verða mjög þungir og áberandi eða „chunky“ eins og það kallast á ensku. Risastór hálsmen og kokteilhringir við hvað sem er og grófir, fylltir hælar. Vatnslita- og abstraktmynstur voru áberandi á sýningarpöllum tískuvikunnar í september, en þau spiluðu stóran þátt í sýningum hönnuða á borð við Alexander McQueen og Givenchy. Þau verða, ásamt gömlu góðu blóma og rönd- óttu mynstrunum, allsráðandi í sum- ar í öllu frá kjólum og skóm til sund- fatnaðar. Enn gera áhrif tíunda áratug- arins vart við sig í gegnsæja trend- inu sem er smám saman byrjað að stimpla sig inn. Við erum þó ekki bara að tala um æpandi þrönga boli sem skilja lítið eftir fyrir ímynd- unaraflið, heldur kemur þetta trend inn með mun meiri elegans en áður. Gegnsæja efnið verður notað í mörgum lögum og blandað saman við önnur efni í útskornum „cut out“ kjólum sem við munum sjá mikið af. Útkoman verður kvenleg og kyn- þokkafull án þess að beinlínis sýna of mikið. Þá er bara að drífa sig í ræktina til að geta púllað þetta allt með glans. Bara nokkrir mánuðir til stefnu. thorhildurthorkels@yahoo.com Flott Gegnsætt og „bustiers“ verða í tísku. Tískusumarið 2010 ’Berum höf-uðið hátt og ver- um stolt af landi og þjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.