Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 ✝ Ívar Þórhallssonhúsasmíðameist- ari fæddist í Heið- arhöfn á Langanesi 22. nóvember 1933. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja hinn 21. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Þor- valdsdóttir, f. 1914, d. 2003, og Þórhallur Björn Sigurjónsson, f. 1909, d. 1993. Systk- ini Ívars eru: Indiíana Sigríður, f. 1936, Hallbjörg, f. 1939, Sigurjón, f. 1940, og Dagný, f. 1942. Eftirlifandi eiginkona Ívars er Lovísa Sveinsdóttir fædd á Nýlendu undir Eyjafjöllum 4. nóvember 1928. Þau giftust á öðrum degi jóla árið 1953. Foreldrar Lovísu voru Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 1890, d. 1936, og Sveinn Guðmunds- son, f. 1891, d. 1991. Börn Ívars og Lovísu eru 1) Þórhallur Ágúst, f. 20.6. 1953, maki Vilborg Norðdahl, f. 29.1. 1958. Þeirra börn eru Þór- dís, f. 1979, maki Tómas Sveinsson, eiga þau þrjú börn. Sveinn, f. 1987. húsasmíðum árið 1969. Hann bjó í Hafnarfirði á árunum 1956 til 1970 lengst af á Merkugötu 8, á þeim tíma vann Ívar við smíðar, bæði sjálfstætt og hjá öðrum. Ívar fluttist í Kópavog árið 1970 og þaðan í Hafnirnar árið 1974. Í Höfnunum gerðist Ívar útgerðarmaður um tíma. Ívar flutti til Grindavíkur árið 1977 og bjó þar til dauðadags. Þar fór Ívar út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur í húsasmíðum. Einnig kenndi hann smíðar við Grunnskóla Grindavíkur um árabil. Hann var verkstjóri í áhaldahúsi Grindavík- urbæjar þar sem hann sá um við- hald á eignum bæjarins og höfn- inni. Ívar vann við smíðar fram yfir sjötugt, síðustu árin vann hann hjá tengdasyni sínum Hilmari Knúts- syni húsasmíðameistara. Ívar var mjög virkur í félagsstörfum og póli- tík, hann var félagi í Lionsklúbbi Grindavíkur til margra ára. Einnig var Ívar formaður leikfélags Grindavíkur á árum áður. Ívar var mikill sjálfstæðismaður og vann óeigingjarnt starf í þágu flokkins í sinni heimabyggð, sínu kjördæmi og á landsvísu. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Grindavíkur á ár- unum 1991 til 1999. Ívar verður jarðsunginn í dag, föstudaginn 29. janúar, frá Grinda- víkurkirkju klukkan 13. Sveindís, f. 1991. 2) Jónína Berglind, f. 30.6. 1956, maki Hilmar Knútsson, f. 23.5. 1956. Þeirra börn eru Ívar Björn, f. 1976, á hann einn son. Lovísa, f. 1979, á hún einn son. Hörður, f. 1985. 3) Sveinn, f. 5.5. 1961, d. 19.4. 1986, var hann kvæntur Guðnýju Elvarsdóttur, f. 21.10. 1961. Saman áttu þau Lovísu, f. 1983, maki Friðrik Sveinn Kristinsson á hún tvö börn. Fyrir átti Guðný Elvar Árna Grettisson, f. 1980. 3) Stefán Ívar, f. 12.9. 1964, maki Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, f. 10.4. 1960. Barn þeirra er Halldór Ívar, f. 1999. 5) Aðalbjörg, f. 16.11. 1972, maki Ívar Þór Guðlaugsson, f. 3.3. 1976. Börn þeirra eru Kristín Mar- grét, f. 1996 og Sveinn Ásgeir, f. 2000. Ívar fór í fóstur á Eldjárns- stöðum 6 ára gamall, þegar hann komst á unglingsárin fór hann á vertíð í hinum ýmsu sjávarplássum landsins. Ívar lauk meistaranámi í Elsku pabbi, það er margs að minnast þegar litið er til baka og minningarnar hrannast upp. Faðir minn var mjög hugmyndaríkur mað- ur og sést það vel þegar farið er yfir lífshlaup hans. Hann framkvæmdi ótrúlegustu hluti, sumir gengu upp en aðrir ekki, en þannig er lífið. Pabba hefði vantað einhvern með sér til þess að halda utan um fjármálin og fylgja hlutunum eftir þegar ráðist var í framkvæmdir. Þegar ég var ung ferðuðumst við fjölskyldan mikið, amma Bogga og Þórhallur afi voru alltaf með í för. Þessi ferðalög voru oft skrautleg og farkostirnir ekki upp á marga fiska. Við fórum oft norður á Akureyri, í einni slíkri ferð var farskjótinn gam- all flottur Ford, á leiðinni var stopp- að í Hvalfirðinum til að fólk gæti rétt úr sér, en það var ekki föngulegur hópur sem steig út úr bílnum, við vorum öll útötuð ryki því það voru göt á bílgólfinu. Ein eftirminnilegasta ferðin var farin á Djúpuvík, farskjótinn í þeirri ferð var ekki nógu kraftmikill því þurfti að ýta bílnum upp allar brekk- ur í áföngum. Einn í fjölskyldunni var hafður tilbúinn með stein til að setja fyrir dekkið svo það væri hægt að taka pásu. Þegar við komum á Borðeyri gafst bíllinn endanlega upp og við urðum að taka rútu í bæ- inn. Þessar ferðir eru mér ógleym- anlegar en alltaf komumst við á leið- arenda og heim aftur. Þegar pabbi fór í Iðnskólann var hann giftur og átti mig og Gústa eldri bróður minn. Á þessum tíma voru engin námslán og því góð ráð dýr, hvernig átti að framfleyta fjöl- skyldunni? Hann dó ekki ráðalaus og fékk sér rollur með tengdapabba sínum og kartöflugarð. Þannig sá hann til þess að við værum aldrei svöng, kjallarinn var fullur af mat og kartöflukofi í garðinum. Pabbi var mikill sjálfstæðismaður og hafði mjög gaman af að ræða pólitík, á heimilinu var oft tekist á. Pabbi virti alltaf mínar skoðanir og ég hans þótt við værum ekki samstiga í póli- tík. Þetta er kostur sem ég hef til- einkað mér þegar að kemur að mín- um börnum. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minn- ingar um pabba, ég læt þessar duga, en öðrum persónulegri held ég fyrir sjálfa mig. Þakka þér fyrir allt elsku pabbi minn. Þín dóttir Jónína Berglind. Elsku pabbi. Þú kvaddir með reisn. Það var ekki þinn stíll að hangsa. Þú elskaðir að ferðast og naut ég góðs af því. Langanes og Danmörk stóðu þar upp úr. Frá Þingvöllum eru líka margar minn- ingar sem ég geymi í hjartanu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að því annars væri ég ekki sú sem ég er. Þú kenndir mér svo margt. Ég nýt þeirra forréttinda að vera uppkomið barn alkóhólista og gat því farið í gegnum sporin á þeim forsendum, það skipti sköpum fyrir mig sem ein- stakling. AA-þorrablótin í Festi, böllin í Templarahöllinni og AA-mót- in í Húsafelli og Galtalæk. Það var spennandi fyrir litla stelpu að fara á böll, en þar sem ekkert vín var haft um hönd þótti það bara sjálfsagt að börn væru með. Þó að þú værir sjálfstæðismaður predikaðir þú aldrei yfir okkur krökkunum. Það sést best á því að við erum öll hvert á sínum stað á því sviði. Þú varst rólyndismaður, það var þá helst pólitíkin sem gat hleypt þér upp. En glottið þitt eftirminni- lega var aldrei langt undan. Þú varst mikill húmoristi. Við fengum tæki- færi til að búa með ykkur mömmu um tíma. Við erum þakklát fyrir það, börnin mynduðu órjúfanleg tengsl við ykkur sem þau munu búa að alla tíð. Þú varst mikill bókaormur og fróður. T.d. er mamma fór á kven- félagsfundi og þú last fyrir mig upp úr ævisögunni sem þú varst að lesa í það skiptið. Eina undantekningin var Jón Oddur og Jón Bjarni, þú hafðir gaman af þeim. Ef til vill minntu þeir þig á strákana sem þú kenndir smíði, en þú sagðir alltaf að ef þeim væri haldið uppteknum hefðu þeir minni tíma til að gera eitt- hvað af sér. Þú nefndir oft að ég væri krafta- verk því þú hefðir lent í sprengingu áður en ég fæddist og ættir ekki að geta átt fleiri börn. Þú sagðist nú ekki geta þrætt fyrir mig þar sem ég væri með brúnan blett í sama auga og þú varst blindur á. Þú hafðir gam- an af tónlist. Oft söngstu fyrir mig „Þú ert ljósið sem lifnaðir síðast“ er ég var lítil. Elsku pabbi, oft var gott að geta laumað lítilli hönd í lófa þér og finnast maður öruggur. Uns við hittumst á ný. Hafðu þökk fyrir allt. Þín litla mús. Aðalbjörg. Elsku afi, ég sit hérna á rúminu þínu á meðan ég rita þessi orð, amma sefur vært mér við hlið og Hilmar, sonur minn, er sofandi á sófanum frammi. Það er margs að minnast á þessari stundu, þá sérstaklega í mín- um huga hversu heppinn ég er að hafa átt góðan afa sem trúði á mig og var stoltur af mér. Ívar afi var góður maður og mikill húmoristi, hann hafði mikla þolin- mæði fyrir barnabörnunum og nutu stríðnispúkar eins og ég góðs af því. Einar af mínum bestu æskuminning- um eru sumarbústaðaferðirnar með ömmu Lóu og Ívari afa. Þau áttu bú- stað við Þingvallavatn og voru mjög dugleg að bjóða barnabörnunum með. Þegar farið var í bústaðinn vor- um við varla komin út fyrir bæjar- mörkin þegar ég var búin að gera Ív- ar bróður og Boggu frænku brjáluð með stríðni og hrekkjum, amma bað okkur góðfúslega að hætta en afi sat við stýrið og glotti, hann skammaði mig aldrei. Á jóladag hvert ár hittist fjöl- skyldan hjá gömlu hjónunum og var mikið fjör, afi sat og spilaði á harm- onikkuna við misjafnar undirtektir, en mér þótti þetta hin besta skemmt- un, og skýringin felst líklega í því að ég er eina manneskjan í fjölskyld- unni sem hef ekkert tóneyra. Á þess- um degi fór stórfjölskyldan að spila og urðu spurningaspil yfirleitt fyrir valinu, afi minn neitaði alltaf að vera með en sat rétt hjá og gaspraði svör- in þegar spurningarnar voru bornar upp, þá hófst mikið rifrildi um hvort liðið ætti að fá rétt fyrir svarið, afi sat sallarólegur úti í horni og glotti. Afi var mikill sjálfstæðismaður og tók virkan þátt í starfi flokksins, það var mjög gaman að ræða pólitík við hann, sérstaklega vegna þess að hann þröngvaði aldrei skoðunum sín- um upp á aðra. Eftir efnahagshrunið á Íslandi ræddum við afi málin, ég var æst og bölvaði flokknum hans og nefndi orð- ið kreppa, þá fauk í afa gamla og sagði hann að við unga fólkið vissum ekkert hvað kreppa væri, við værum búin að hafa það svo gott. Hann hélt ræðu yfir mér af hverju við hefðum það gott, en það væri vegna þess að gamla fólkið kom á því félagslega neti sem við höfum, atvinnuleysis- bótum, góðum skólum og heilbrigð- iskerfi. Hérna áður fyrr þurfti fólk að senda börn sín í fóstur vegna fá- tæktar eða hlusta á þau gráta sig í svefn vegna svengdar, það er kreppa, sagði sá gamli og þar höfum við það. Elsku afi, ég vil þakka þér sér- staklega fyrir hversu góður þú reyndist mér þegar ég ung að árum missti unnusta minn og fyrstu ástina hann Hafliða heitinn. Þú hughreystir mig og lofaðir tvennu, að erfiðleik- arnir mótuðu einstaklinginn, þar af leiðandi myndi ég koma út úr þessu áfalli mun sterkari einstaklingur fyr- ir vikið og einn daginn yrði ég glöð aftur. Þar hafðir þú svo sannarlega rétt fyrir þér, gamli minn. Elsku afi, ég skal passa ömmu Lóu og hana mömmu mína á þessum erf- iðu tímum, og minna þær á þín orð að einn daginn verðum við glöð aftur. Þitt barnabarn og vinur, Lovísa Hilmarsdóttir. Elsku afi. Öll þau 13 ár sem ég hef þekkt þig hef ég þekkt þig sem fynd- inn, hreinskilinn og góðan mann, en umfram allt fyrir kjánaskap eins og að setja á þig öfug axlaböndin eða setjast inn í bílinn þinn og spyrja svo: „Hver á þessa druslu?“ En ef þér líður vel núna þá líður mér vel. Elsku afi, ég sakna þín. Einn úr mínum heimi einn úr þínum heimi gerir tvo úr öðrum heimi afi, ég og þú, við erum eitt. Þín afastelpa, Kristín Margrét Ívarsdóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín þá detta mér alltaf í hug orðin gleði og hlátur. Ég man þegar þú varst að kenna mér Undir bláhimni og þú spilaðir á harmonikkuna þína og alltaf varstu þolinmóður við mig. Síðan eru föst í mínu minni öll ferðalögin sem við og amma fórum í, til dæmis í sumarbú- staðinn, og þú kenndir mér að veiða. Við eigum eftir að sakna þín sárt og þú verður ávallt í okkar huga og hjarta. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst að fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum.) Lovísa Sveinsdóttir yngri Í annað sinn á stuttum tíma kveðj- um við góðan og traustan félaga. Ív- ar sat um langt árabil í stjórn Sjálf- stæðisfélags Grindavíkur, þar af í átta ár sem formaður. Auk þess sat hann sem fulltrúi félagsins í hinum ýmsu nefndum á vegum Grindavík- urbæjar. Það er e.t.v. ágæt lýsing á því hversu vel og lengi Ívar starfaði fyrir félagið, þegar sagt er, að jafn öruggt og það er, að lóan kemur á vorin, þá mætti Ívar yfirleitt manna fyrstur á fundina. Sama má segja um það, þegar prófkjör og kosningar voru í aðsigi. Þá stóð hann fremstur í stafni og stjórnaði af röggsemi. Það voru því viðbrigði þegar heilsa hans nam þrek á burt og varð þess valdandi að samverustundum fækk- aði. Í gegnum árin minnist maður margra funda og samtala við Ívar. Í minningunni kemur kímni hans einn- ig oft upp í hugann. Maður sá ávallt þegar stefndi í skemmtileg innskot hans, en þá læddist iðulega fram stríðnisglott á varir hans. Að sama skapi gat gustað af Ívari og komið til snarpra orðaskipta við samferða- menn. En oftar en ekki lægði storm- inn fljótt og umrætt stríðnisglott læddist fram. Um leið og við þökkum Ívari fyrir langt og fórnfúst starf í þágu Sjálf- stæðisfélags Grindavíkur sendum við Lovísu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Sjálfstæðisfélags Grindavíkur, Kjartan Friðrik Adólfsson. Ívar Þórhallsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIGERÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Skipum, Stokkseyrarhreppi, lést á hjúkrunardeild Kumbaravogs föstudaginn 22. janúar. Útför hennar fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 30. janúar og hefst athöfnin kl. 11.00. Gísli V. Jónsson, Herdís J. Hermannsdóttir, Móeiður Jónsdóttir, Ólafur Benediktsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Vilmundarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, PÉTURS SIGURÐSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Breiðdalsvík. Bestu þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis aldraðra að Skjólgarði, Höfn, Hornafirði. Bergþóra Sigurðardóttir, Arnleif Pétursdóttir, Manfred Kleindienst, Jóhanna Pétursdóttir, Sveinn F. Jóhannsson, Sigurður Pétursson, Ólöf Kristjánsdóttir, Hreinn Pétursson, Linda H. Guðmundsdóttir, Pétur Pétursson, Ingunn H. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, ÓLAFUR JÓN JÓNSSON fyrrv. verslunarmaður, áður Eskihlíð 18a, andaðist á deild A-7 á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 23. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.00. Jón Kristinn Jónsson og fjölskylda, Ari Jónsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.