Morgunblaðið - 29.01.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 29.01.2010, Síða 20
20 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BARACK Obama Bandaríkja- forseti reyndi að vinna vonsvikna millistéttarmenn aftur á sitt band í fyrstu stefnuræðu sinni á Banda- ríkjaþingi í fyrrinótt að íslenskum tíma. Forsetinn lagði áherslu á þörfina á atvinnusköpun í ræðunni eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir að eyða of miklum tíma í heilbrigðismálin á kostnað efna- hagsmálanna frá því að hann tók við forsetaembættinu fyrir ári. Tveir þriðju stefnuræðunnar voru helgaðir efnahagsmálum sem brenna mest á kjósendunum um þessar mundir. „Gefumst ekki upp“ Obama hét því þó að halda um- bótastefnu sinni í samfélagsmálum til streitu þrátt fyrir minnkandi fylgi hans og harða andstöðu repúblikana. „Við gefumst ekki upp,“ sagði hann. „Við hættum ekki. Við látum ekki ótta eða sundrungu draga kjarkinn úr okk- ur.“ Í ræðunni kom þó fátt fram um hvernig forsetinn hyggst knýja fram áform sín um að breyta sjúkratryggingakerfinu, herða eftirlit með fjármálafyrirtækjum og knýja fram lög um aðgerðir til að stemma stigu við loftslags- breytingum. Forsetinn hefur verið sakaður um að hafa misst sjónar á þeim málum sem venjulegt fólk vill að hafi forgang nú þegar atvinnuleys- ið er um 10%. Hann beindi orðum sínum einkum til miðstéttarkjós- enda sem kusu hann í nóvember 2008 en snerust á sveif með repú- blikönum í ríkisstjórakosningum í Virginíu í fyrra og í aukakosning- um um annað sæti Massachusetts í öldungadeild Bandaríkjaþings í vikunni sem leið. Obama kvaðst ekki hafa hætt við stóru áformin en viðurkenndi að hægt hefði gengið að koma á umbótum og stjórn sinni hefðu orðið á nokkur mistök. Hann gagnrýndi þó einnig flokkadrætt- ina á Bandaríkjaþingi og hvatti þingmenn til að láta af pólitískum leikjum sem gerðu almenningi gramt í geði. Forsetinn gagnrýndi repbúblik- ana fyrir að nota hvert tækifæri sem gæfist til að leggja stein í götu stefnu hans, lýsti þeim sem flokki sem segði alltaf nei og hafn- aði hvers konar umbótum. Obama vandaði einnig um við demókrata, sem óttast að þeir bíði mikinn ósigur fyrir repúblikönum í þingkosningunum í nóvember og eru því tregir til að styðja mál sem gætu styggt óflokksbundna kjósendur. „Ég vil minna demó- krata á að við erum með mesta þingmeirihluta í áratugi og fólkið ætlast til þess af okkur að við leysum vandamálin, en flýjum ekki til fjalla,“ sagði hann. Obama reyndi að nota tækifærið til að minna kjósendur á hvers vegna hann var svo vinsæll fyrir ári þegar fylgi hans mældist 68% í skoðanakönnunum. Fylgi hans er nú undir 50% og margir Banda- ríkjamenn telja áform hans um breytingar á heilbrigðiskerfinu of metnaðarfull og grautarleg. Ræð- an stóð í u.þ.b. 70 mínútur og Obama talaði aðeins í nokkrar mínútur um breytingar á heil- brigðiskerfinu sem var áður for- gangsmál hans í innanríkismálum. Hann talaði fimm sinnum lengur um efnahagsmál. Forsetinn talaði aðeins í níu mínútur í lok ræðunnar um stefnu sína í utanríkismálum, en það er óvenjulegt og eftirtektarvert í ljósi þess að Bandaríkin heyja stríð í tveimur löndum og landinu er enn talin stafa mikil hætta af hryðjuverkastarfsemi. Obama breytir áherslunum Reuters Gegn atvinnuleysi Barack Obama Bandaríkjaforseti flytur stefnuræðu sína í þinghúsinu í Washington. Hann lagði áherslu á að hann hygðist gera ráðstaf- anir til að fjölga störfum í landinu, meðal annars með auknum útflutningi, opinberum framkvæmdum og auknum stuðningi við smáfyrirtæki.  Bandaríkjaforseti lagði mesta áherslu á þörfina á atvinnusköpun en breytingar á heilbrigðiskerfinu höfðu minna vægi í stefnuræðu hans  Reyndi að vinna vonsvikið miðstéttarfólk á sitt band að nýju Í HNOTSKURN » Barack Obama kvaðststefna að því að útflutn- ingur Bandaríkjanna tvöfald- aðist á fimm árum. » Forsetinn sagðist stefnaað því að störfum yrði fjölgað um 1,5 milljónir á árinu, m.a. með opinberum framkvæmdum. » Hann boðaði einnig auk-inn stuðning við smáfyrir- tæki til að gera þeim kleift að ráða nýja starfsmenn. Barack Obama stokkaði upp í pólitískum spilastokk sínum í stefnuræðu sinni á Bandaríkja- þingi og lagði áherslu á atvinnu- málin frekar en breytingar á heilbrigðiskerfinu. Bob McDonnell, ríkisstjóri Virgin- íu, gagnrýndi efnahagsstefnu Bar- acks Obama í svarræðu fyrir repú- blikana og sagði að forsetinn hefði ekki gert nóg til að stemma stigu við vaxandi fjárlagahalla. Obama lofaði í stefnuræðu sinni að útgjöld til ákveðinna mála- flokka yrðu ekki hækkuð á þremur árum, frá og með næsta ári, en McDonnell sagði að loforðið væri aðeins „lítið skref í rétta átt“. „Það stefnir í að skuldirnar tvö- faldist á fimm árum og þrefaldist á tíu árum,“ sagði McDonnell. „Skuldir alríkisins nema nú þegar 100.000 dollurum [12,8 milljónum króna] á hverja fjölskyldu. Þetta er einfaldlega óviðráðanlegt.“ Loforðið hefur einnig mætt and- stöðu meðal demókrata sem telja að forsetinn hafi gengið of langt í því að takmarka útgjöldin. Nokkrir bandarískir stjórnmála- skýrendur sögðu að forsetinn kynni að hafa styrkt stöðu sína með stefnuræðunni en sá ávinn- ingur yrði aðeins skammvinnur ef hann fylgdi ekki ræðunni eftir með aðgerðum. Aðstoðarmaður Obama viður- kenndi að ekkert benti til þess að repúblikanar léðu máls á mála- miðlunum í deilunum við stjórnina, einkum í ljósi þess að hörð and- staða þeirra á þinginu hefði aukið sigurlíkur þeirra í þingkosningum í nóvember. Repúblikanar gagnrýna skuldasöfnunina Signý Kolbeinsdóttir hönnuður 50 ilmandi matseðlar. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka3-7. 110Reykjavík. Sími5155000. www.oddi.is Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Ómar Stefánsson kokkur 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.